Óaðlaðandi hatur

Ég tók ekki þátt í nýlegum „leik“ á Facebook þar sem fólk var að tala um hluti sem það þoldi ekki að leiddist. Ég skrifaði snöggt um það færslu sem mér fannst, eftir á, líta út fyrir að ég væri að setja mig á háan hest. Það var ekki ætlunin.

Um það leyti sem ég varð fertugur ákvað ég að hætta að tala um hluti sem fara í taugarnar á mér eða mér leiðist. Lesendur þessa blogg eru án efa hissa og spyrja hvers vegna ég sé þá t.d. að tala um Facebook eða AirBnB. Það sem ég er að segja á aðallega við um menningar- og afþreyingarefni. Sömuleiðis er ég að hugsa um frægt fólk s.s. áhrifavalda og annað sem ég fatta ekki. Hins vegar er það þannig að fyrirtæki, stofnanir og kerfi á, og þarf, að gagnrýna.

Nú væri kannski eðlilegt að skilja mig þannig að ég sé bara að líta stórt á mig, að ég sé betri en aðrir. Það er ekki ætlunin. Ekki beint. Ég áttaði mig bara á að ég fékk kjánahroll þegar ég sá fólk á mínum aldri, og eldra, kommenta við fréttir um eitthvað sem unga fólkinu finnst hipp og kúl. Komment eins og: „Er þetta eitthvað merkilegt? Ég hef aldrei heyrt um x.“

Ég er ekki að segja að ég sé betri en þetta fólk. Þvert á móti er ég þetta fólk. Ég hef aldrei heyrt um „x“! Ég er bara að reyna að fela hve hallærislegur ég er. Það að fatta ekki eitthvað þegar maður er fertugur er ekki merki um að maður sé að standa gegn straumnum. Maður er þvert á móti í hringiðunni með öllum hinum sem fylgjast ekki með.

Ef ég vildi gæti ég notað „afaklausuna“ til að tala um hluti sem mér hefur lengi þótt asnalegir. Og ég geri það stundum. En ég reyni að forðast það. Það er minna tengt því að vera fertugur og meira um að átta mig á sannleikanum í línu sem Steve Martin segir í í L.A. Story:

Ég held að þú áttir þig ekki á því hve óaðlandi hatur er.

(I don’t think you understand how unattractive hate is.)

Þannig að ég er ekki að reyna að setja mig á háan hest. Ég er bara að reyna að vera minna hallærislegur og óaðlaðandi. Ókei, kannski er ég líka að vonast til þess að verða betri manneskja með tímanum.

Það má alltaf vona.