Gylfi Guðmarsson (1944-2024)

Móðurbróðir minn Gylfi Guðmarsson, fæddur 24. nóvember 1944, er látinn.

Ég náði satt best ekki að segja að klára þessi skrif eins og ég vildi en ákvað að það væri best að birta þau samt sem áður.

Gylfi sagði mér einu sinni frá því hvernig lífið var þegar hann var mjög ungur. Pabbi hans þurfti að fara út á hverjum morgni í von um að snappa sér vinnu þann daginn. Ég held að það hafi haft töluverð áhrif á Gylfa að upplifa erfiða tíma.

Ég var orðinn unglingur þegar mér var sagt að Gylfi væri menntaður bakari. Það var ekki hans raunverulega áhugasvið en vissulega man ég eftir honum að hnoða laufabrauðsdegið.

Í minningunni vorum við einhvern veginn alltaf að þvælast um í Véladeildinni hjá Gylfa frænda. Setjast í nýja bíla, á vélsleða og jafnvel að leika með einhverja varahluti sem okkur þótti spennandi.

Fyrir nokkrum árum var ég í framkvæmdum heima hjá mér og lenti í vesen. Þá birtist Gylfi, sem ég vissi ekki einu sinni að væri í Reykjavík. Hann eyddi deginum í að hjálpa okkur að komast í gegnum vesenið.

Gylfi var hluti af áhöfninni um borð í Húna II þegar sá bátur var hluti af sjónvarpsþætti. Það fór hins vegar framhjá flestum. Mig grunar að Gylfi hafi meira og minna verið að forðast myndavélarnar. Ég á líka nokkuð af myndum þar sem hann horfir í linsuna eins og hann hafi ekki verið spenntur fyrir óhóflegum myndatökum.

Ég sendi samúðarkveðjur til ykkar allra, Arnheiðar konu Gylfa, barna hans, Þórarins, Unnar, Starra og Eyþórs, sem og þeirra barna og maka. Einnig er hugur minn hjá eftirlifandi bræðrum Gylfa, þeim Gumma og Óla.

Við erum mörg sem munum sakna hans.