Vampyr (1932) 👍🖖
{63-47-ø-16}

Undarleg mynd sem féll mér í geð. Gerð á undan Dracula (1932) en gefin út seinna og floppaði.

Söguþráður myndarinnar er óskýr og skiptir kannski ekki máli. Í staðinn er þetta upplifun. Andrúmsloft og sjónbrellur sem grípa áhorfendur. Vonandi. Í myndinni sjáum við töluvert af tæknibrellum sem Francis Ford Coppola notaði seinna í sinni Drakúlamynd.

Þar sem Vampyr og Nosferatu nota mikið skugga velti ég fyrir mér hve mikil áhrif skuggamyndir Lotte Reiniger höfðu áhrif á þýska kvikmyndagerð á þessum tíma. Ég get vel ímyndað mér tengsl þarna á milli (og er væntanlega ekki fyrstur til að pæla í því). Þó frægasta mynd Reiniger sé frá 1926 var hún búin að gera einhverjar myndir áður en Nosferatu kom út.

Mér þótti klæðnaður og förðun persónunnar Giséle (Rena Mandel) minna töluvert á það sem við hugsum um sem „goth“ eða „emó“ í dag. Það væri gaman að skoða hvernig sú ímynd hefur orðið til og þróast í tengslum við vampírumyndir.

Þessi er örugglega ekki allra en hún er allavega nógu stutt til að fæstir pirrist mikið á henni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *