Gladiator (2000)🫴
{95-ø-ø-ø}

Herforingi er svikinn af nýjum keisara, fjölskylda hans myrt og hann endar sem skylmingaþrælll sem ögrar keisaranum með því vera súper dúper frábær í að drepa aðra þræla.

Vissuð þið að Gladiator er ekki sögulega nákvæm? Ótrúlegt alveg.

Ég held ég hafi ekki séð myndina frá því ég fór á hana í bíó þann ellefta júní árið 2000 (klukkan átta). Ekki séð þörf á því. Ég var að pæla í að fara á hana í aðdraganda þess að nýja myndin (hét hún ekki örugglega Gladiators?) kom í bíó. Ég sleppti því og nýju myndinni.

Það eru höskuldar hér.

Þessi mynd er næstum góð og næstum léleg. Joaquin Phoenix í hlutverki vonda keisarans er nálægt því að ofleika um of en þó án þess að vera sérstaklega skemmtilegur. Það eru líka skemmtilegar línur í myndinni sem hafa liftað áfram.

Er yður skemmt, eður hvað?

Lokaniðurstaðan er að þó langa útgáfan hafi orðið fyrir valinu þá varð myndin aldrei leiðinleg. Hún virkaði ekki einu sinni sérstaklega langdreginn. Það er ákveðið afrek.

Tölvugrafíkin eldist ekki sérstaklega vel. Allt virkar gervilega. Kannski af hún líkist mjög því myndefni sem hefur verið notað í ótal óspennandi heimildarmyndum síðasta aldarfjórðunginn.

Tónlistin er ákaflega vel heppnuð hjá Hans Zimmer. Sér í lagi þetta einfalda stef sem kemur inn á milli.

Það hefði verið viðeigandi að gefa (sögulega ónákvæman) þumal niður eða upp en ég leyfi myndinni að fá sitt meh. Hún verðskuldar það.