The Rock (1996)👍
{130-ø-ø-35}

Hersforingi hertekur Alcatraz og gerir frekar sanngjarnar kröfur ella muni hann tortíma San Francisco. Efnavopnasérfræðingurinn Nick Cage og gamall fangi af Grjótinu taka þátt í einhvers konar björgunarleiðrangri.

Þolanlega heimskuleg.

Sko, strax í upphafi The Rock sjáum við Cage ógeðslega töff reyna að aftengja efnavopn sem var af einhverri óskiljanlegri ástæðu flutt yfir hálfan heiminn, frá Bosníu til Bandaríkjanna, þar sem það er rannsakað í fullmannaðri skrifstofubyggingu.

Við höfum leiðinlegustu klisjuna úr hasarmyndum þegar meintir góðir gæjar gera sitt besta til að slátra að óþörfu almennum borgurum af gáleysi í bílaeltingarleik.

Svart fólk fær að vera með í myndinni en hlutverk þeirra er aðallega að vera með stæla.

Tónlistin er góð en endurtekningarsöm. Það hefði þurft fleiri tilbrigði við stef.

Þetta er erki-hasarmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd Don Simpson (hverjum þessi mynd er tileinkuð með vafasamri fullyrðingu um að hann hafi verið minnst með ást) með Jerry Bruckheimer (sem enn lifir). Leikstýrt af Michael Bay sem ber hve mesta ábyrgð á því hve mikið rusl hefur komið frá Hollywood á þessari öld, augljóslega hans besta mynd.

En Cage og Connery eru góðir og gera þetta ánægjulegra en flestum hefði tekist.

Hikandi þumall upp. Maltin gefur ★★.

Smá höskuldur í lokin, um endalok myndarinnar.

Cage tilkynnir að allir gíslarnir hafi lifað af án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um það. Hann veit ekki einu sinni hvort hryðjuverkamennirnir séu ennþá á svæðinu. Hvernig í ósköpunum ætti hann að vita nokkuð um það?