The Lodger: A Story of the London Fog (1927)👍👍🖖
{129-98-ø-ø}

Raðmorðingi ungra ljóshærðra kvenna leikur lausum hala í Lundúnum og eldri hjón taka inn sérvitran leigjanda. Er ljóshærða dóttir þeirra örugg?

Fyrsta spennumynd Hitchcock (heimild: Maltin). Það er heillandi að sjá að hann var strax farinn að vinna með formið. Svo fannst mér stundum einsog hann væri að vísa í Nosferatu með því hvernig skuggar birtast. Síðan er frumlegt (held ég) hvernig litir og millititlar notaðir.

Það er áhugavert að ég hef aldrei séð þöglar myndir þar sem textinn er svartur á hvítum bakgrunni. Það er allt í dökku stillingunni.

Þetta er ekki fullkomin mynd. Hún er full hæg og sumir leikarar eru ekki jafn færir og aðrir. Þeir færu eru frekar færir, s.s. húsmóðirinn sem kann að nota andlitið án þess að bókstaflega geifla sig.

Titilhlutverkið er í höndum Ivor Novello sem hefði vel tekið að sér hlutverk vampíru. Þessi lýsingu á persónu Novello birtist á skjánum og hlægði mig. Vona að hann hafi haft húmor fyrir þessu á sínum tíma og það hafi ekki verið illa meint.

"Even if he's a bit queer, he's a gentleman."Þó myndin sé ýkt eins og margar þöglar myndir þá gengur hún alveg upp. Þegar allt kemur til alls þá eru hlutir á sínum stað.

Criterion útgáfunni fylgir ný tónlist sem virkar mjög vel nema þegar hún byrjar að enduróma sérstaklega Bernard Herrmann í Vertigo. Eiginlega óþarfi.

Þetta er víst í fyrsta skipti sem Hitchcock birtist í eigin mynd. Ég spottaði það.

Maltin gefur ★★★.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *