Paisà (1946)👍

Sex ótengdar sögur sem gerast þegar Bandamenn eru að berjast um að ná Ítalíu úr höndum Þjóðverja. Samskipti Bandaríkjamanna við innfædda, bæði þeirra sem tilheyra andspyrnuhreyfingunni og venjulegs fólks, er í forgrunni í öllum sögunum.

Ég held að Sveitungi sé kannski besta þýðinginn á titlinum.

Þematískt framhald Roberto Rossellini af Róm, opin borg (Fellini aftur handritshöfundur) og þó hún sé góð þjáist svolítið í samanburðinum. Líkt og í þeirri fyrri eru fáir þjálfaðir eða reyndir leikarar.

Leikkonan Maria Michi snýr aftur og ég velti fyrir mér hvort klæðnaður hennar vísaði beint í fyrri myndina. Annars gefur óljós athugasemd hjá Criterion gefur til kynna að hún hafi sjálf verið virk í andspyrnuhreyfingunni en ég veit ekki meir.

Sögurnar eru misjafnar og misgóðar. Fyrsta var áhrifamest að mínu mati en margar hinar hefði mátt stytta örlítið.

Það er áhugavert að í einni sögunni er svartur hermaður í aðalhlutverki. Ég man ekki eftir að hafa séð slíkt í eldri bandarískum kvikmyndum um Seinna stríð.

Maltin gaf ★★★½ sem er í hærri kantinum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *