Tveir glæpamenn eru sendir til Belgíu að bíða frekari fyrirmæla. Þeir eru mishrifnir af Bruges og lenda í allskonar vandræðum.
Líklega hef ég ekki séð In Bruges síðan ég fór á hana í bíó. Mér þótti hún góð þá og ég er ennþá hrifinn. Þetta er svört gamanmynd/harmleikur sem dansar á línunni að vera óhóflega meinfýsin.
Colin Farrell og Brendan Gleeson er í aðalhlutverki. Það er stundum hægt að gleyma því hve góður leikari sá fyrrnefndi er. Ég á ennþá eftir að sjá Banshees of Inisherin þar þeir koma aftur saman í leikstjórn Martin McDonagh.
Ralph Fiennes er ótrúlega rottulegur í sínu hlutverki. Matt Smith lék næstum í myndinni. Hans atriði var tekið upp en ekki notað.
Tónlistin er frábær. Meginstefið sérstaklega.
Maltin gefur ★★★ sem er næstum því úr karakter. Þetta er ekki mynd sem ég hefði fyrirfram haldið að hann væri hrifinn af.