Den stygge stesøsteren (2025)👍

Ung stúlka flytur með móður sinni og systur á heimili nýs stjúpföður og það kemur í ljós að það er áskorun að búa til nýja fjölskyldu þar sem allir fá að vera með. Hryllingsmynd.

Hinn óræði tími kvikmyndarinnar er skemmtilegur og mjög í anda þess að ævintýri gerast á stað sem finnst hvergi og tíma sem aldrei var. Myndin virkar líka að því leyti að ógeðslegu atriðin eru ógeðsleg og fyndnu atriðin eru oftast fyndin. Ég held samt að myndin risti grynnra en ætlunin hafi verið.

Den stygge stesøsteren er ekki s´erstaklega áhugaverð afbygging á ævintýrinu. Hún segir ekkert sem við vissum ekki fyrir um vonlausa kynjapólitík sögunnar. Að því leyti sem myndin speglar samtíma okkar er hún hálfgerður hræðsluáróður sem ég held að sé ekkert sérstaklega gagnlegur.

Ég er hikandi að gefa myndinni nokkra „einkunn“. Ég gæti vel skipt um skoðun.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *