Þegar hættulegustu kjarnorkueldflaug er rænt er engin önnur lausn en að kalla til hasarhetjuna MacGruber.
Ýmsir eru á því að MacGruber sé einhver besta gamanmynd síðari ára. Þetta er víst byggt á persónu úr Saturday Night Life sem ég þekki ekkert.
Will Forte getur verið ógurlega fyndinn en hérna er hann oft á grensunni með að vera óhóflega kjánalegur. Val Kilmer er illmennið og fer vel yfir toppinn. Kristen Wiig fær ekki mikið að gera, hún verður aðallega fyrir gríni. Ryan Phillippe er merkilega skemmtilegur sem eðlilegi gaurinn.
MacGruber gerir grín að hasarmyndum níunda og tíunda áratugarins en MacGyver er greinilega helsti innblásturinn. Ég veit ekki hve margir muna eftir honum.
Myndin er fyndin en ekkert mikið meira. MacGruber er tegund af grínmynd sem ekki er gerð lengur, ekki einu sinni árið 2010. Helst af öllu minnir hún mig á Hot Shots! (eða Deux).
Maltin gefur ★★½.
Óli gefur 👍 og ★★⯪☆☆.