Den Sidste Viking (2025)★★★★☆👍

Glæpamaður sleppur úr fangelsi og þarf strax að takast á við erfiðar fjölskylduaðstæður og afleiðingar glæpaverka sinna.

Af sýnishorninu að dæma átti Den Sidste Viking að vera létt og skemmtileg gamanmynd. Hún er í raun blóðug dökk gamanmynd og virkar ákaflega vel sem slík. Það sem mér þótti erfiðast var að geðsjúkdómurinn sem er í aðalhlutverki er mjög kvikmyndaleg útgáfa af umdeildri greiningu.

Den Sidste Viking er leikstýrt af Anders Thomas Jensen sem hefur skrifað myndir á borð við I Kina spiser de hunde, Mifunes sidste sang og Bastarden. Mads Mikkelsen ætti að vera óþarfi að kynna, Nikolaj Lie Kaas (Idioterne og I Kina spiser …), Sofie Gråbøl (Mifunes sidste sang) og Bodil Jørgensen (Idioterne og Róm).

Óli gefur ★★★★☆👍.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *