Tölfræði!

Það pirrar mig fátt meira en súlurit, stöplarit og línurit þar sem lóðrétti ásinn byrjar ekki á núll. Þetta er svo villandi framsetning, oft virðist þetta vera gert til þess eins að sveiflur virðist vera meiri. Rugl og kjaftæði. Við þurfum reglur um svona hluti svo ekki sé hægt að blekkja fólk með svona vinnubrögðum.