Rafgeymirinn hefur semsagt verið með endalaust vesen og það endaði í dag á því að ég var 20 mínútur að koma bílnum í gang. Ég keyrði beint upp á Höfða í fyrirtæki sem heitir Max1 sem sérhæfir sig í svona reddingum. Þeir mældu geyminn, úrskurðuðu hann dauðann og létu nýjan í. Þeir áttu reyndar ekki geymi einsog minn á staðnum þannig að einn þeir skokkaði og reddaði einum slíkum.
Geymirinn kostaði tæpan 7000 kall en þjónustan um 1700. Vel sloppið finnst mér. Mæli með Max1, ég hélt að þjónustan yrði kannski dýr af því þeir lofa að vera snöggir en svo var ekki.