MA-pælingar

Rakst á Terry Gunnell núna áðan og þegar ég gerði mig líklegan til að segja honum frá pælingum mínum þá spyr hann mig hvort ég sé að pæla í MA-nám. Annað hvort er maðurinn mjög glöggur, les dagbókina mína (sem ég efast um) eða að einhver sem les dagbókina hefur spjallað við hann. Hvert er rétta svarið?
Terry vildi strax vita hvað MA-verkefnið mitt yrði, ég er ekki alveg búinn að ákveða þetta en ég hef margar hugmyndir. Það eru ekki margir kúrsar í boði en þó getur maður hugsanlega tekið einhver námskeið á BA-stigi og látið uppfæra það. Valið á kúrsum fer eftir því hvað verkefnið fjallar um, ef maður er á fornu línunni þá er mikið hægt að taka en minna ef maður er á nútímalínunni. Ég er nefnilega klofinn. Á maður að reyna að fara þá braut sem fjallar meira um goðafræðina eða á maður að fara í átt að nútíma þjóðfræði sem mér þykir líka einstaklega heillandi. Það er kvölin. Held að ég væri líklegri til að gera verkefni sem fjallar um nútímann.

En hann nefndi líka það sem ég vissi fyrir að best væri ef ég tæki allavega eina önn í útlöndum. Þetta er eitthvað sem við Eygló höfum aðeins rætt. Væntanlega færi ég þá bara einn og við myndum stunda skreppferðir fram og til baka.

Kannski er ég að fara aðeins framúr mér en ég hef þá tilfinningu að ég ætti helst að drífa í þessu áður en ég verð of gamall og lúinn.