Fávitar með mér í flokk

Hvaða fávitar eru þetta sem ég er með í flokk? Ef Vinstri Grænir geta ekki samþykkt ályktun um aðskilnað ríkis og kirkju þá fatta ég ekki hvað ég er að gera þarna. Það er óneitanlega þörf á því að endurskoða það hvort ég vilji vera í þessum flokk.

6 thoughts on “Fávitar með mér í flokk”

  1. Hmmmm þetta er kannski gott tækifæri til að benda þér á möguleikana sem felast í frjálslyndum flokkum líkt og Samfylkingunni. Segðu þig nú bara frá íhaldskurfunum. Komdu yfir til okkar, þú veist það þýðir betra líf….

  2. Ekki hefur Samfylkingin ályktað til stuðnings trúfrelsi, ólíkt VG.

    Annars erum við aðskilnaðarmenn flestir sáttir við niðurstöðu fundarins í þessu. Einu kvartanirnar sem ég hef heyrt eru frá ungliðum sem EKKI voru á fundinum.

  3. Þeir fundarmenn sem ég hef talað við um málið voru ekki sáttir. Ályktunin sem var samþykkt er einskisverð, betra hefði verið að sleppa henni. Við gætum alveg eins sagt að kúgun kvenna hafi verið hluti af menningu okkar frá örófi alda og því ættum við að taka sérstakt tillit til karlrembna.

    Frjálslyndi flokkurinn hefur nú í gegnum tíðina staðið sig best í þessum málum.

  4. Hérna er ályktunin:
    „Landsfundur VG haldinn í Reykjavík 21.-23. október 2005 ályktar að fullt trúfrelsi og jöfn staða trúar- og lífsskoðunarfélaga sé grundvallaratriði. Öll löggjöf og stjórnsýsla þarf að miðast við það. Eðlilegt er að taka mið af því að kristin trú er umfram önnur trúarbrögð samofin menningu og sögu þjóðarinnar sem einnig enduspeglast í íslenskri löggjöf. En einnig verður að líta til þess að Ísland þróast óðfluga í þá átt að vera fjölmenningarlegt samfélag þar sem önnur trúarbrögð skipa sinn sess. Auk þess kýs stór hópur fólks að aðhyllast engin trúarbrögð. Fundurinn leggur áherslu á að réttur einstaklinga og hópa sem tilheyra öðrum  trúarbrögðum en kristni eða aðhyllast engin trúarbrögð sé ekki fyrir borð borinn og er þá meðal annars mikilvægt að í skólum sé gætt fyllsta hlutleysis gagnvart trúarbrögðum og afstöðu til trúar. Landsfundur VG telur að afnám stjórnarskrárákvæðis um samband ríkis og kirkju hljóti að koma til skoðunar fyrr eða síðar og hvetur til að því verði hraðað en þó þannig að um það verði sem mest sátt.“
    Þarna stendur ekkert um að taka þurfi sérstakt tillit til kristni, að því er ég fæ séð. Setningunni um að kristni sé hluti af sögu þjóðarinnar fylgir önnur sem segir að það sé að breytast og líka þurfi að taka tillit til þess.

    Mér finnst það ekki stór mínus að setja fyrirvara um að „sátt“ eigi að ríkja um málið, þó ég hefði kosið að sleppa honum.

    Í stefnuyfirlýsingu Frjálslynda flokksins segir að stefna flokksins sé:
    „Aðskilnaður ríkis og kirkju svo öllum trúfélögum sé gert jafnhátt undir höfði.“
    Einnig segir:
    „Frjálslyndi flokkurinn er frjálslyndur í trúmálum og vill að öllum trúfélögum sé gert jafnhátt undir höfði. Þess vegna hefur flokkurinn lagt fram frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju og að tillaga um slíkan aðskilnaður verði borin undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu.“
    Með samlestri má sjá að stefna VG er róttækari, þar sem hún gerir ráð fyrir jöfnum réttri trúlausra og trúaðra en ekki bara jafnrétti á milli trúfélaga. Frjálslyndi flokkurinn minnist ekkert á trúlausa í sinni yfirlýsingu.

    Einnig má geta þess að Þuríður Backman úr VG var meðflutningsmaður að frumvarpi Guðjóns Arnar Kristjánsson um að þetta mál yrði borið undir þjóðaratkvæði.

  5. Hvers virði er ályktun um að VG styðji að málið verði rætt? Einskis!
    Það hefur verið meirihluti fyrir þessu máli meðal þjóðarinnar frá 1996 þegar Gallup fór fyrst að gera könnun um málið. Þetta er ekkert nema aumingjaskapur af hálfu forystunnarm og sauðanna sem fylgja með að ætla að taka þessu rólega.

Lokað er á athugasemdir.