Jafnræði kynjanna að hætti Sjálfstæðisflokksins

Prófkjörið hjá Sjálfstæðismönnum var einstaklega spennandi og skemmtilegt. Ég gat ekki fengið nóg af því og sorg mín yfir að það skuli vera yfirstaðið er yfirþyrmandi.

Það sem mér finnst óborganlega fyndið er þegar talað er um að það sé jafnræði milli kynjanna í topp tíu sætunum, það er þægilegt að velja sér hentug viðmið. Ein kona í topp fimm.

Hér eru annars úrslitin:
1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
1. Hanna Birna Kristjánsdóttir
1. Gísli Marteinn Baldursson
1. Kjartan Magnússon
1. Júlíus Vífill Ingvarsson
1. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
1. Jórunn Frímannsdóttir
1. Sif Sigfúsdóttir
1. Bolli Thoroddsen
1. Marta Guðjónsdóttir
1. Ragnar Sær Ragnarsson
1. Kristján Guðmundsson
1. Björn Gíslason
1. Jóhann Páll Símonarson
1. Örn Sigurðsson
1. Davíð Ólafur Ingimarsson
1. Gústaf Adolf Níelsson
1. Loftur Már Sigurðsson
1. Birgir Þór Bragason
1. Eggert Páll Ólason
1. Benedikt Geirsson
1. Steinn Kárason
1. Gunnar Dofri Ólafsson
1. Guðni Þór Jónsson

2 thoughts on “Jafnræði kynjanna að hætti Sjálfstæðisflokksins”

  1. Það verða allir að velja viðmið eftir á sem vilja túlka niðurstöðurnar, hvort sem þeir horfa á topp tíu eða topp fimm. Það er hins vegar meira sannfærandi að meta niðurstöðurnar ef menn hafa sjálfir lýst því fyrirfram hvað þeir telji viðunandi niðurstöðu. Ég veit ekki til að sjálfstæðismenn hafi gert það, né þú Óli. Sjálfur er ég að spá í að benda á það eftir á að þær eru allar í efri hlutanum en blátoppurinn er hlaðinn körlum, sem voru 79 prósent frambjóðenda.

  2. Að sjálfssögðu verðurðu að setja mína túlkun í samræmi við það að næsta lína á undan er: „það er þægilegt að velja sér hentug viðmið“. Síðan kem ég með það sem ég tel hentugt viðmið til að gefa þá mynd sem ég vil gefa.

Lokað er á athugasemdir.