Veikindi

Ég er búinn að vera veikur í svona þrjár vikur rúmlega. Ekki skemmtilegt. Var hræðilegur á laugardaginn eftir að hafa verið með vægan hósta alla vikuna þar áður, var orðinn aumur í lungunum vegna svona langvarandi hósta. Í gærmorgun byrjaði ég daginn á að hósta upp viðbjóðslegu slímrusli á hendurnar á mér (sem ég var akúrat að þvo á þeirri stundu). Ágætur í dag. Vonandi orðinn góður áður en ég fer í vinnuna seinnipartinn á morgun. Maður metur það aldrei að vera heill heilsu nema þegar maður hefur verið veikur.

Ég er búinn að vera nær allan þennan tíma á leið til Árnýjar og Hjörvars en get ekki farið til ungabarnsins svona veikur þannig að því er sífellt frestað.