Vefþjóðviljinn tíu árum of seint…

Tók eftir að DV í gær vitnar í einhverja vælgrein á Vefþjóðviljanum. Þar eru þeir að kvarta yfir því að James Bond sé hættur að reykja. Þeim finnst alveg voðalegt að kvikmyndaframleiðendur hafi áhyggjur af því að Bond sé slæm fyrirmynd. Það er hrikalegt að hann fái að þróast með tímanum. Voða voða vont alllt saman. Vefþjóðviljamönnum þykir svo vænt um Bond að þeir vilja ekki að hann breytist.

Mín spurning er samt hvers vegna væl Vefþjóðviljamanna kemur 10 árum of seint? Bond hætti nefnilega að reykja fyrir myndina Goldeneye. Ég held að Pierce Brosnan hafi bara aldrei reykt sem Bond. Svo ég vitni í Morgunblaðið frá 13. desember 1995:

„Bond sjálfur er eins sígildur og mögulegt er (nema að hann er hættur að reykja)“

Sjálfur er ég nú bara glaður að Bond sé hættur að reykja, fæstir halda svona lengi út. Og ég óska Vefþjóðviljamönnum til hamingju með það að vera sem fyrr með puttann á púlsinum.

2 thoughts on “Vefþjóðviljinn tíu árum of seint…”

Lokað er á athugasemdir.