Roma, città aperta / Róm, opin borg (1945)👍👍🖖
{124-94-ø-ø}

Við fylgjumst með venjulegu fólki og meðlimum andspyrnunnar í Róm undir lok þess tíma sem borgin var undir stjórn Þjóðverja. Leikstýrt af Roberto Rossellini sem skrifaði handritið ásamt, meðal annars, Federico Fellini.

Framleiðsla Roma, città aperta hófst nærri því um leið og Bandaríkjamenn frelsuðu Róm. Myndin er tekin upp á götum þar sem nasistar höfðu marserað um nokkrum mánuðum fyrr.

Þessi mynd náði mér. Við fyrsta áhorf myndi ég segja að hún fari ofar á mínum listum heldur en Reiðhjólaþjófarnir eða það sem ég hef séð af kvikmyndum Fellini.

Myndin sýnir að andspyrnan var samansett af mjög ólíku fólki. Nasistinn sem spyr kommúnistann hæðnislega hvort konungsinnarnar verði ennþá vinir hans eftir stríð hefur í raun rétt fyrir sér. Svarið er augljóst, það skiptir ekki máli því það þarf alltaf að byrja á því að sigra nasistana.

Presturinn Don Pietro er eftirminnilegasta persóna myndarinnar. Hann er dæmi um þessa óvenjulegu „bólfélaga“ innan andspyrnunnar því hann þarf að vinna með guðlausum kommúnistum og þeir með honum.

Maltin gefur ★★★★ (hæstu einkunn) og ég get ekki verið annað en sammála.