Lock, Stock and Two Smoking Barrels (1998)👍

Smáglæpamenn í London koma sér í vandræði og reyna að koma sér úr vandræðum en þetta er vítahringur.

Lock, Stock and Two Smoking Barrels var hluti af öldu kvikmynda sem komu í kjölfar Pulp Fiction og var oft stimpluð sem breska útgáfan. Mér þótti hún frábær á sínum tíma en núna fannst mér hún bara fín. Persónurnar eru frekar flatar þrátt fyrir að yfirlesturinn útskýrði fyrir áhorfendum hvers vegna þessir gaurar (endalaust magn af karlmönnum) væru eftirminnilegir.

Snatch er myndin sem Guy Ritchie gerði næst og minnir að hún hafi verið betri. Það væri áhugavert að kíkja á hana og sjá hvort hún virki ennþá.

Það er svolítið skrýtið að Jason Statham hafi orðið stjarna og mér finnst það frekar óraunverulegt að af því ég hef bókstaflega ekki séð neina af stóru myndunum hans. Ég hef t.d. aldrei fundið hjá mér þörf á að kíkja á neina mynd um hina Fjótu og fárreiðu (sem mér skilst að fjalli fyrst og fremst um fjölskyldugildi).

Maltin gefur ★★½ og ég er sáttur við það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *