Háttlestur í Law & Order

Ég var að horfa á mjög góðan þátt af Law & Order: SVU.  Þar var fyrirbærið háttlestur útskýrt nokkuð vel og vandlega.  Þeir eiginlega útlistuðu nákvæmlega hvernig miðlar starfa.  Ég er mjög sáttur.

Ég var líka nokkuð glaður þegar ég sá upplýsingar um Medium í DV þar sem var tiltekið þessi „raunverulegi miðill“ sem þátturinn er byggður á hefur ekki leyst nein mál svo staðfest sé.  Ég hef alltaf sagt að hugtakið gervimiðill sé frekar óþarft, enginn munur á gervi og ekta í þessu tilfelli.

3 athugasemdir við “Háttlestur í Law & Order”

  1. Já, þetta var góður þáttur og gaman að sjá svona útlistun á háttlestri í vinsælum sjónvarpsþætti.

    Svo kom reyndar í ljós að „miðillinn“ studdist ekki við háttalestur heldur hafið einfaldlega kynnt sér allt um þetta fólk áður en hann mætti á svæðið (hot reading). Ég gæti trúað því að sambland af þessu tvennu sé algengt hér á landi.

  2. Já, þetta var flott. Líka hvernig ein „aðalhetjan“ okkar grunaði strax að miðillinn væri sekur þegar hann vissi specific details – ekki kom þar til greina að hann „skynjaði“ eitthvað. Annað sem ég var að spá – hefur orðið „háttlestur“ verið notað áður, eða var verið að styðjast við þýðinguna af vantrú? Ef farið er á google og leitað að „cold reading site:is“ þá er „háttlestur“ það fyrsta sem birtist.

Lokað er fyrir athugasemdir.