Ég held að þessar afritunarvarnir á geisladiskum geri lítið annað en að ergja fólk. Ég var að kaupa Meds með Placebo og ætlaði að sjálfssögðu að byrja á að því að snúa honum yfir á mp3 til að hlusta á hann. Það gekk ekki því það var einhver afritunarvörn þar. Ég angraði mig á þessu í smá tíma, athugaði hvort ég ætti að uppfæra forritið sem ég nota en fann ekkert almennilegt. Lausnin var hins vegar mjög einföld, ég lét Eygló rippa diskinn í sinni tölvu.
Þetta gerði ekkert annað en að ergja mig og gera mig andsnúinn helvítis útgáfufyrirtækjunum. Ég hef stundum velt fyrir mér hvort að ein stærsta ástæðan fyrir þessum afritunarvörnum sé alls ótengd því að fólk geti náð sér í ókeypis tónlist á netinu. Mig grunar að útgáfufyrirtækin viti að ef fólk kaupir diska og býr til mp3 skrár úr þeim þá varðveitist frumeintökin svo vel að enginn þarf að kaupa sama diskinn tvisvar.
Ég setti diskinn beint inn í tölvuna hjá mér og iTunes breytti formatinu strax, án nokkurra vandkvæða.
Ég hef tekið þann pól í hæðina að kaupa ALLS EKKI diska með svona vörnum. Þar sem ég kaupi megnið af minni tónlist á MP3 formi er það ekki mjög erfitt loforð til að standa við…
Mér skilst að drifið skipti öllu í þessu sambandi en ekki forritin.
Ég bara tek ekki eftir þessu. Ég vona að þessi bóla fari nú að springa. Þetta er svo gagnslaust og pirrandi.