Strætó

Frétt um nýja leiðakerfi Strætó minnti mig á aðra „frétt“ sem virðist hafa komið á heimasíðu Strætó daginn eftir síðustu breytingar.  Þar stendur að það sé ánægja með nýja leiðakerfið.  Mér fannst þeir nokkuð snöggir að komast að þessu.  Þeir virðast ekki hafa spurt mig né lesið athugasemdir Eyglóar.  Nýja kerfið fór svo illa með Eygló að hún fer hugsanlega að hætta að nota strætó.