Engin rök frá skemmtistaðaeigandanum

Í Kastljósinu áðan var talað við lækni úr tóbaksvarnarnefnd og síðan einhvern skemmtistaðaeiganda. Rök skemmtistaðaeigandans gegn þessu voru engin, hann hélt því fram að reykingar á skemmtistöðum stöðvuðu enga í því að fara þangað, ég myndi fara mun oftar á skemmtistaði ef engar væru reykingarnar og ég þekki fjölmarga sem eru eins. Hann talaði líka um að þetta væri svo mikil hefð að reykja um helgar. Og hvað með það? Ef við héldum öllu áfram bara af því það hefur verið þannig áður þá væru við ennþá með hrákadalla í búðum. Ekkert bendir til þess að skemmtistaðaeigendur skaðist á væntanlegu banni, sumir reykingamenn fara hugsanlega í fýlu í smá tíma en þeir snúa aftur.

Man eftir því fyrir nokkrum dögum að ég var að hlusta á reykingafólk tala um hve asnalegt það hafi verið að fólk hafi reykt í búðum áður fyrr. ég ímynda mér að eftir tíu ár þá verði sama samtalið endurtekið einhvers staðar fyrir utan að í stað þess að tala um búðir þá verði talað um skemmtistaði.