Truflanir…

Ég var að gera forsíðu Truflunar menningarlega.  Það hafa fáir spurt hvaðan nafnið sé komið en ég mun samt svara því hér.  Ég fékk hugmyndina af því að sjá titil bókarinnar Truflanir í Vetrarbrautinni eftir Óskar Árna Óskarsson.  Ég ákvað því að það væri viðeigandi að setja upphafsorð sögunnar á forsíðuna.  Sjáum hvernig það virkar.  Annars væri það Óskari líkt að hóta mér að rukka fyrir afnotin.  Kannski ekki í fullri alvöru þó.