Þorgeir í Vík

Terje Vigen (1917) í leikstjórn Victor Sjöström er sögð marka upphaf gullaldar þögulla sænskra kvikmynda. Allavega segir Wikipedia svo vera. Victor Sjöström er auðvitað lykilmaður í þeirri gullöld en hann lék líka aðalhlutverkið í Jarðaberjalundinum/Smultronstället (1957) eftir Ingmar Bergman. Myndin er byggð samnefndu á ljóði Henrik Ibsen og er texti þess notaður á textaspjöld hennar. … Halda áfram að lesa: Þorgeir í Vík

2024 Omegle Alternatives Free and Safe Video Chat

2024 Omegle Alternatives: Free and Safe Video Chat In 2024, individuals seeking free and safe video chat platforms are turning to Omegle alternatives in search of a more secure and enjoyable online experience. With the increasing popularity of video chatting, users are looking for platforms that prioritize privacy, safety, and user-friendly features. These alternatives offer …

2024 Omegle Alternatives Chat with Strangers Safely

2024 Omegle Alternatives: Chat with Strangers Safely In the ever-evolving landscape of online communication, Omegle has long been a popular platform for chatting with strangers. However, with concerns rising about privacy and safety, many users are seeking alternative options to connect with new people in a secure way. As we look ahead to 2024, it …

Kísinev (ágúst 2024)

Ferðin til Kísinev byrjaði með panikki. Þegar ég fann upplýsingaskilti um flug dagsins sá ég að ferð flugfélagsins FlyOne til Kísinev klukkan 8:20 hafði verið aflýst. Ég eyddi örugglega korteri í að reyna að finna lausnir áður en ég uppgötvaði að það hefðu verið tvö flug með sama flugfélagi á nákvæmlega sama tíma og einungis … Halda áfram að lesa: Kísinev (ágúst 2024)

Berlín (ágúst 2024)

Það er ekki möguleiki að komast til Moldóvu án þess að millilenda einhvers staðar. Mig langaði samt ekki bara að heimsækja flugvöll heldur líka stoppa aðeins á nýjum stað. Ég fór í gegnum allar mögulegar borgir og var fyrst að skoða París. Verðin þar í borg voru samt full há fyrir minn smekk og ég … Halda áfram að lesa: Berlín (ágúst 2024)

Af góðum ljósmyndurum og öðrum

Uppáhalds karlkyns ljósmyndarinn minn gaf út nýja bók í síðasta mánuði, hinn ástralski Trent Parke. Ég er vanur því að það sé ekkert sérstaklega erfitt að nálgast bækur allajafna, en þannig er það ekki í myndlistarheiminum virðist vera. Ekki ein einasta bók eftir hann er fáanleg og mögulega verða þær aldrei prentaðar aftur. Gangvirðið á … Halda áfram að lesa: Af góðum ljósmyndurum og öðrum

Exhíbísjónismi og eitur

Ég man þegar bloggið var að byrja um aldamótin hvernig umræðan var. Nú væri fólk farið að skrifa opinberlega um sturtuferðir sínar, tíðahvörf og tíðindalausar ferðir á dekkjaverkstæði. Þetta þótti sprenghlægileg sjálfhverfa enda augljóst að enginn hefði áhuga á að lesa svoleiðis leiðindi. Auðvitað var margt misjafnlega skemmtilegt skrifað á bloggsíður þá eins og nú, … Halda áfram að lesa: Exhíbísjónismi og eitur

Langljórarnir

Gneistinn bloggar skemmtilega um Stephen King sjónvarpsmyndina The Langoliers (hvað í fjandanum sem það orð á nú að merkja), sem hann hefur ekki séð og vill ekki sjá, og tilraunaútgáfu af sömu mynd sem er sérlega áhugaverð. En hann hefur lesið nóvelluna sem er meira en ég hef gert. Ég sá The Langoliers á Stöð … Halda áfram að lesa: Langljórarnir

Af skrýtnum tilboðum

Ég hef líkt og flestir fengið minn skerf af undarlegum tilboðum sem fela í sér að ég vinni tiltekið verkefni fyrir aðila sem skilur ekki að fólk nenni ekki að sjálfboðaliðast kringum alla hans tilveru. Eitt slíkt dæmi sem rifjast reglulega upp fyrir mér er þegar falast var eftir því að ég mætti á alþjóðlega … Halda áfram að lesa: Af skrýtnum tilboðum

Íslendingar skilja ekki einkarekstur

Mann setur hljóðan þegar Perlan í samkrulli við Samtök ferðaþjónustunnar kvartar til samkeppnisyfirlitsins undan því að Náttúruminjasafn Íslands ætli að setja upp sýningu á náttúruminjum „í beinni samkeppni við sig“. Er mönnum ekki sjálfrátt eða ultu þeir kannski á hausinn? Þarf einu sinni að útskýra fyrir fólki hve mikið eip þetta er? Jú, greinilega. Því … Halda áfram að lesa: Íslendingar skilja ekki einkarekstur

Kvenhatarar og blóðþyrstu lesbíurnar þeirra

Ég væri til í gagnasafn með dagskrá sjónvarpsstöðvanna hér á árum áður. Í staðinn dunda ég mér að skoða þetta á Tímarit. Ég rakst á eftirfarandi lýsingu á kvikmyndinni Windows (1980) og fannst hún áhugaverð. Miðað við að flest blöð birtu nokkurn veginn þennan texta geri ég ráð fyrir að þetta hafi komið svona frá … Halda áfram að lesa: Kvenhatarar og blóðþyrstu lesbíurnar þeirra

Nýtt upphaf

Árum saman hef ég haldið því fram að ég ætlaði að skrifa meira hér en ég hef lengi gert, en svo strandar það alltaf á því að mér finnst ég ekki hafa neitt að segja — og Facebook í staðinn, sá tilgangslausi, sálarétandi staður, gleypir allar hugsanir mínar og orku. Það sem ég hef helst … Halda áfram að lesa: Nýtt upphaf

Reblog via Óli Gneisti (á íslensku) Ég get sagt það sama og hverju ári um #Skaupið. Styttið atriðin. Vondir sketsar verða verri. Ég ímynda mér að ef það verði einhver fyndinn skets þá missi hann líka dampinn vegna lengdar.

Sorglegt og hræðilegt glimmer

Óli Gneisti Twitter Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, hann Guðlaugur Þór, tjáði sig um yfirstandandi þjóðarmorð og notaði orðin “hræðilegt” og “sorglegt”. Ekki um þessi fjöldamorð. Það sem Guðlaugi Þór fannst svona sorglegt var að einhver hefði kastað glimmeri á núverandi utanríkisráðherra. Hann velti líka fyrir sér möguleikanum að einhverju verra hefði verið kastað yfir flokksfélaga sinn, … Halda áfram að lesa: Sorglegt og hræðilegt glimmer

Skref áfram

Þrjú ár á morgun og enn reynist mér erfitt að tala um tilfinningar mínar. Ég hitti dóttur hans í fyrsta sinn í mörg ár og svipurinn er yfirnáttúrlegur. Það  var eins og að horfa beint í augun á honum, ljóslifandi. Ég varð orðlaus, meira svo en ég var fyrir. Og enn get ég ekki talað … Halda áfram að lesa: Skref áfram

Nýjar knattspyrnureglur

Ég held að við séum öll sammála um að knattspyrna eins og hún hefur verið iðkuð frá miðri nítjándu öld er á endastöð. Þetta er stöðnuð íþrótt, ekkert sérstaklega skemmtileg, heldur einhæf. Snýst í rauninni mest um fjárráð, það er að segja: hver getur keypt upp sem best sett af leikmönnum annars staðar frá og … Halda áfram að lesa: Nýjar knattspyrnureglur

Jóhann

Haustið 2006 mætti segja að skrattinn hafi hitt ömmu sína (skrattar eru víst lítið í því að heimsækja ömmur sínar) þegar forlögin höguðu því þannig að ég varð kunnugur Ásgeiri Berg. Báðir vorum við nýnemar við Háskólann, hann í heimspeki og ég í íslensku, báðir grindhoraðir, ljóshærðir og aðdáendur hatta.  Öll áhugamál sameiginleg fyrir utan … Halda áfram að lesa: Jóhann

Of mikið

Ég er alltaf að ´átta mig betur og betur á því að það er ómögulegt að segja já við öllu til lengdar. Árum saman var ég spánýr, ungur fræðimaður og þá var hvort tveggja óhjákvæmilega satt, að allt var ferskt og spennandi og að ég þurfti að gera þetta sama allt til að eiga séns … Halda áfram að lesa: Of mikið

Rannsóknamisseri

Ég veit aldrei alveg hvort fólk er að grínast þegar það spyr mig hvort við háskólafólkið séum ekki alltaf „í leyfi“, svona eins og goðsögnin um að kennarar séu alltaf í fríi. Trúið mér, að allt það frí sem kennarar fá er fyllilega verðskuldað. Ef eitthvað er þá er það of stutt. Kannski er það … Halda áfram að lesa: Rannsóknamisseri

Nýtt útlit

Gamla útlitið á blogginu var orðið svolítið sjúskað fannst mér. Búinn að hafa það uppi í á að giska 13-14 ár og kominn tími á eitthvað stílhreint og einfalt með sæmilega stóru letri. Útlitið er enn eitthvað að stríða mér. Til dæmis vill stjórnkerfið ekki leyfa mér að setja upp einfalt tenglasafn á spássíu síðunnar, … Halda áfram að lesa: Nýtt útlit

Aftur til hins hliðræna

Síðastliðið misseri hef ég verið að kukla við filmuljósmyndun. Það byrjaði sakleysislega þegar ég keypti ódýra og frumstæða myndavél frá bókabúðinni á Flateyri, Kodak Ektar H35 Half-frame: nýja hönnun sem líkir nokkurn veginn alveg eftir gömlu instamaticvélunum að því undanskildu að í stað kubbs er innbyggt flass og í stað hylkis tekur vélin filmu á […]

Farinn af Twitter

Þegar Elon Musk keypti Twitter sagði ég eitthvað á þá leið að versta sem gæti gerst væri að við myndum bara öll hanga þarna meðan hann gerði sitt besta til að níðast á minnihlutahópum. Á fyrsta mánuði sínum hleypti Musk aftur inn fólki sem hafði stundað allskonar hatursáróður og fór síðan að banna andfasista og … Halda áfram að lesa: Farinn af Twitter

Raspberry Pi sýnir hvernig efni fer á flug á Mastodon

Í gær gerðist það óvænt að Raspberry Pi stofnunin varð aðalpersónan á Mastodon. Það er áhugavert að mörgu leyti og kannski sérstaklega vegna þess að það sýnir hvernig þessi vettvangur er öðruvísi. Raspberry Pi er tegund af smátölvum sem hafa verið notað í ótal verkefni. Það er hægt að nota þær sem sjónvarpstölvur, vefþjóna, skrármiðlara, … Halda áfram að lesa: Raspberry Pi sýnir hvernig efni fer á flug á Mastodon

Hvers vegna Mastodon?

Í stuttu máli: Notaðu Mastodon. Það virðist vera flókið en það er bara öðruvísi. Flest lærist með því að nota kerfið í smá tíma. Það er góður kostur fyrir Íslendinga að skrá sig á loðfíll.is. Nú þegar Twitter er farið að molna vegna stjórnarhátta og stefnu Elon Musk eru margir að huga að flutningum. Hvert? … Halda áfram að lesa: Hvers vegna Mastodon?

Að vera kennari

Ég var að átta mig á því að í janúar komandi hef ég verið kennari í tíu ár. Töluvert hefur runnið til sjávar frá því ég stóð í fyrsta sinn vitlausu megin við kennaraborðið og reyndi að fela að ég var viti mínu fjær af hræðslu. Þegar kom að kaffipásu milli fyrri og seinni tíma […]

Ráðgátur og Þúsöld — snilld yngri áranna rifjuð upp

Er fössari? Já, svo sannarlega! Að vísu er ég meiri djammhundur en flestir svo ég kom fyrst heim af skrifstofunni klukkan átta um kvöld. Það er ekki alvöru fössari nema maður vinni fram eftir. Þessa dagana horfi ég samtímis á X-Files og Millennium, í tilefni af því að nýverið var loksins bundinn endapunktur á fyrrnefnda […]

London 2022

Það var fyrir næstum tveimur og hálfu ári að tilkynnt var um tónleikaferðalag eftirlifandi meðlima Queen með söngvaranum Adam Lambert. Við ræddum möguleikann á fjölskylduferð á tónleika en þar sem tal um ákveðinn vírus var farið að verða áberandi ákváðum við að sleppa því þá. Það fór líka þannig að tónleikaferðinni var frestað. Fyrst um … Halda áfram að lesa: London 2022

Nafnið skiptir máli

Þegar afrískt fólk var hneppt í þrældóm og sent til Ameríku var það svipt menningu sinni. Þrælahaldarar vönduðu sig við að halda fólki sem þekktist eða talaði sama tungumál aðskildu. Þannig var auðveldara að berja niður alla andspyrnu. Fólkið var svipt nöfunum sínum. Við vitum sjaldnast hvað það hét áður en því var rænt og … Halda áfram að lesa: Nafnið skiptir máli

Kristján Gunnþórsson (1945-2022)

Kristján frændi minn Gunnþórsson er látinn. Flest orðin sem mér dettur í hug til að lýsa honum innihalda orðið „góður“ í einhverri mynd. Góðlegur, góðviljaður, bóngóður og svo framvegis. Ég upplifði hann sem mann sem leið best þegar hann gat hjálpað fólki. Akureyringar kannast örugglega margir við nafnið hans og ótrúlega stór hluti þeirra hafa … Halda áfram að lesa: Kristján Gunnþórsson (1945-2022)

Fasistar í Washington

Forsetatíð Donald Trump varð til mikilla deilna um hvers eðlis pólítík hans væri. Var þetta lýðskrum? Var þetta fasismi? Var þetta bæði? Þegar stuðningsfólk hans réðist á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 má segja að svarið hafi endanlega fengist þó líklega hafi það aldrei verið sérstaklega vel falið.

Desmond Tutu (1931-2021)

Desmond Tutu barðist gegn aðskilnaðurstefnunni í heimalandi sínu. En hann var margbrotinn. Barátta hans var ekki bara gegn einu formi kúgunar heldur kúgunar í breiðu samhengi. Í þessum þætti (eða bloggi ef þú kýst frekar texta) fer Óli yfir feril erkibiskupsins og bendir á nokkur atriði sem gætu orðið útundan í minningargreinum sem eru nú að birtast.

„Ég átti sko transvin“

Nýlega kom nýtt uppistand með Dave Chappelle á Netflix. Þar eyðir Chappelle miklu púðri í að tala um transfólk og auðvitað skapaðist mikil umræða um málið. Aðdáendum grínistans fannst þetta allt alveg frábært. Ætli Óli sé sammála?

Hinsta andvarp bloggarans?

Vefurinn er undir sífelldri árás stórfyrirtækja sem vilja stjórna honum. Þessi fyrirtæki vilja taka það sem er opið og aðgengilegt og loka það inni. Á tímabili voru blogg öflugur hluti vefsins en samfélagsmiðlar hafa nú náð stjórn á dreifingu efnis. Hvað er til ráða?

Utangarðsmaður á rokktónleikum í London

Árin eftir að Freddie Mercury dó gáfu bæði Brian May, gítarleikari Queen, og Roger Taylor, trommari hljómsveitarinnar, út sólóplötur og fóru á tónleikaferðir. Þá dreymdi mig um að fara á slíka tónleika. Ég var sérstaklega hrifinn af efni Roger Taylor. Happiness? og Electric Fire. Ég man eftir að hafa reynt að sannfæra skólafélaga minn um … Halda áfram að lesa: Utangarðsmaður á rokktónleikum í London

Af portkonum, guðspjöllum og íslenskum Óskarsverðlaunahafa

Um daginn sá ég full af fólki tala um „sex workers“ á Twitter. Ég er ekkert rosalegur aðdáandi þess að nota þetta enska hugtak. Einfaldast væri að tala um kynlífsvinnu og kynlífsverkafólk. En það varð til þess að ég fór að pæla í eldri orðum um þetta fyrirbæri á íslensku. Þegar ég var í áttunda … Halda áfram að lesa: Af portkonum, guðspjöllum og íslenskum Óskarsverðlaunahafa

Filippus og kónganöfn

Vegna fréttaflutnings af andláti og útför Filippusar drottningarmanns þá hefur mikið verið rætt um nafnið hans. Það eru margir sem kvarta yfir því að það sé verið að þýða það á íslensku og segja að það eina rétt sé að kalla hann Philip. Nú verð ég að taka fram að mér er alveg sama hvort … Halda áfram að lesa: Filippus og kónganöfn

Klám í hlaðvarpi

Ég var að hlusta á hlaðvarp sem heitir Once upon a time … in the Valley. Ég gat ekki hætt að hlusta. Yfirleitt er það gott. Ég gefst yfirleitt strax upp á lélegu efni. En ekki núna. Þetta var svo slæmt að ég gat ekki annað en hlustað í gegn. Þættirnir fjalla um Traci Lords. … Halda áfram að lesa: Klám í hlaðvarpi

Stjörnustríðsjól

Árið 1978 var Star Wars Holiday Special frumsýnd. Þetta var ári eftir að fyrsta myndin var frumsýnd. Þessi jólamynd hlaut ekki góða dóma. Þannig að þetta varð hálfgoðssagnakennt. Aldrei gefið út aftur. En fólk hafði tekið þetta upp á myndbandsspólum og þær voru afritaðar í áratugi. Síðan lak þetta á netið. Ég veit ekki hvenær … Halda áfram að lesa: Stjörnustríðsjól

Kaldbruggað kaffi

Ég hef aldrei verið hrifinn af kaffi. Það er ekki skrýtið þar sem ég er almennt ekki hrifinn af heitum drykkjum. Ekki einu sinni kakói. En ég mér finnst kaffibragð gott. Nammi, krem og ís með kaffibragði er allt gott. Mér finnst lyktin líka góð. Ég man sumarið sem ég vann hjá Gatnagerðinni á Akureyri … Halda áfram að lesa: Kaldbruggað kaffi

Gagnlegir þrívíddarprentaðir hlutir

Ég hef átt þrívíddarprentara í eitt og hálft ár eða svo. Mér finnst einna skemmtilegast að prenta einfalda gagnlega hluti. Þetta eru nokkur dæmi um það. Sumt kemur af Thingiverse, sumu hef ég breytt til að það passi og síðan er sumt ég hef teiknað upp frá grunni.

Fátæk börn verðskulda ekki neitt

Ég fann mjög persónulega fyrir valdatöku frjálshyggjunnar á Íslandi þegar ég var 12-14 ára. Ég þurfti að fara í tannréttingar. En ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins var að ráðast á kerfið. Þegar ég mætti í fyrsta tímann var ekki ljóst hvernig greiðsluþátttaka foreldra yrði. Tannréttingarfræðingurinn var ábyrgur og sagði að hann vildi ekki byrja … Halda áfram að lesa: Fátæk börn verðskulda ekki neitt

(Trans)fólk og fegurð

Það var manneskja sem ég sá oft þegar ég var táningur. Mig minnir að hún (manneskjan) hafi verið á miðjum aldri. Hún leyfði sér uppreisn gegn viðteknum venjum varðandi útlit og klæðaburð. Ekki áberandi. Ekki mikið. Ég vissi ekkert hvað þetta þýddi og ég ætla ekki að giska núna þó ég hafi vissulega greinilegri hugmyndir … Halda áfram að lesa: (Trans)fólk og fegurð

Þegar Barnaheill var rænt af samsæriskölti

Ef þið fylgist með bandarískum stjórn- og þjóðfélagsmálum þá hafið þið væntanlega heyrt um „Q“ og Q-Anon. Þetta er klikkuð samsæriskenning sem hefur náð töluverðri útbreiðslu þar í landi. Það er líka hægt að sjá Q-Anon fólk í athugasemdakerfum íslenskra vefmiðla. Í stuttu máli er dularfullur gaur sem kallast „Q“, sem á að vera háttsettur … Halda áfram að lesa: Þegar Barnaheill var rænt af samsæriskölti

Framhaldsskólar með skuldahala

Fyrir nokkrum árum vann ég í framhaldsskóla. Þar sem mínir kjarasamningar gerðu enga kröfu um að mér væri borgað sérstaklega fyrir fundarsetu endaði ég með því að stunda slíkt töluvert (ekki af eigin áhuga). Ég fékk því að fylgjast sérstaklega vel með fjármálum skólans. Þessi ríkisskóli skuldaði ríkinu peninga. Árin áður hafði skólinn farið fram … Halda áfram að lesa: Framhaldsskólar með skuldahala

Einfalt fetasalat

Þetta er mögulega besta snarl í allri veröldinni og áreiðanlega margir sem hafa fundið upp á þessu á undan mér….

„Var myrtur“

Þegar Íslendingabók var í vinnslu var almenningi boðið að fá útprent af upplýsingum um forfeður sína. Ég stökk auðvitað til. Það vill svo til að í ættfræði er yfirleitt fljótlegast að klífa upp karlegginn. Ætli upplýsingarnar ætli hafi ekki svipaðar þá og núna: Stefán Jónsson Fæddur 23. ágúst 1801 á Neðri-Vindheimum, Glæsibæjarhr., Eyj. Látinn 11. … Halda áfram að lesa: „Var myrtur“

Mojito (ketó möguleiki)

Drykkur sem enginn virðist gera rétt að mér finnst. Hér fylgir hefðbundna kúbanska uppskriftin. Innihald12 mintulauf30 ml ferskur limesafi (um…

Þöggun hinna valdamiklu

Haukur Örn Birgisson skrifaði andlausa bakþanka í Fréttablaðið í gær. Ekki frétt. En ég ætla að gagnrýna skrifin af því að það er ekkert auðveldara. Ég veit ekki hvort ég er að rýna til gagns en allavega er þetta gaman. Við skulum byrja á fullyrðingu Hauks. Kannanir í bandarískum háskólum sýna að tveir þriðju nemenda … Halda áfram að lesa: Þöggun hinna valdamiklu

Ólífuolíur

Hér verður fjallað um ólífuolíur sem ég mæli sérstaklega með og heiðarleg tilraun gerð til að lýsa því hvernig þær…

Gervikjötætan ég

Ég er kjötæta. Mér finnst kjöt gott en margt grænmeti vont á bragðið (mér finnst laukur reyndar oft góður en hann var alveg skelfilega illa í mig ef hann er ekki afskaplega vel steiktur). Ég er ekki á leiðinni að hætta að borða kjöt … alveg. En ég hef lengi verið áhugasamur um gervikjöt af … Halda áfram að lesa: Gervikjötætan ég

Grískt salat

Hér verður enginn formáli um sögu gríska salatsins og hvernig það er í raun álíka grískt og Sigurjón Kjartansson. Vindum…

Furðusögur kvenna

Fyrir nokkrum árum skoðaði ég kynjahlutfallið í bókahillunni minni (sem er eiginlega ekki alvöru bókahilla heldur Goodreads/Calibre). Það var skelfilegt. Ég las miklu fleiri bækur eftir karla en konur. Það væri hægt að skýra þetta á mismunandi vegu. Í fyrsta lagi gæti verið að karlar skrifuðu einfaldlega betri bækur á þeim sviðum sem ég les … Halda áfram að lesa: Furðusögur kvenna

Fórnarlambamenning Sigmundar Davíðs

Sigmundur Davíð birti nú um helgina langa og heimskulega grein um menningarbyltingu. Það væri hægt að taka hana fyrir lið fyrir lið og benda á rangfærslur og útúrsnúninga (og arfaslakar hugtakaþýðingar). Kannski að einhver nenni því. Það sem mér finnst mikilvægara er að velta fyrir mér hvers vegna Sigmundur er að skrifa þessa grein. Þó … Halda áfram að lesa: Fórnarlambamenning Sigmundar Davíðs

Samsæri nýju menningarbyltingarinnar

Ég held að Mike Cernovich sé nafn sem allir ættu að þekkja. Því miður. Bakgrunnur hans er kjánalegur. Fyrrverandi kona hans er lögfræðingur sem auðgaðist mjög í Kísildal. Þegar þau skildu fékk hann einhverjar milljónir í Bandaríkjadölum. Hann taldi að femínismi hefði eyðilagt hjónabandið þannig að hann eyddi kröftum sínum (og peningum sinnar fyrrverandi) í … Halda áfram að lesa: Samsæri nýju menningarbyltingarinnar

Fölnuð málning og friðardúfur?

Tákn friðar og ofbeldis á Norður Írlandi [Skrifað eftir heimsókn til Derry sumarið 2008 og birtist fyrst í tímaritinu Ský] Derry/Londonderry er næststærsta borg á Norður Írlandi. Þessi tvískipting á nafninu er ákaflega táknræn. Derry er komið af upprunalega írska nafninu en Londonderry vísar til tengsla við höfuðborg Englands. Bæði nöfnin eru í raun opinber, … Halda áfram að lesa: Fölnuð málning og friðardúfur?

Skógarhöggsjónurnar

Þar sem ég lék mér með Masters of the Universe á unga aldri ákvað ég að prufa að horfa á endurskotið á systur He-Man, She-Ra (She-Ru?), á Netflix. Ég féll alveg fyrir þeim. Ég las mér til um konuna á við þættina, Noelle Stevenson og komst að því að hún hefði líka verið með teiknimyndasögur … Halda áfram að lesa: Skógarhöggsjónurnar

Að vetri loknum

Meira sem hefur gengið á þennan veturinn! Bara síðan í janúar höfum við séð: Stórbruni í Ástralíu Snjóflóð á Flateyri og í Esju Landris við Grindavík Endalausar appelsínugular og rauðar viðvaranir Næstumþvístríð Bandaríkjanna við Íran (afstýrt, að líkindum, vegna annarrar uppákomu á þessum lista) Veiruheimsfaraldur (sem að auki kostaði Daða og Gagnamagnið sigur í Eurovision, […]

Heimsveldi

Ég horfði á heimildaþáttaröðina Empire (2012) með Jeremy Paxman. Þar fjallar hann um breska heimsveldið og arfleifð þess. Það sem vakti strax athygli mína á fyrstu mínútunum er hvernig skjátextinn var. Aðaltungumál þáttanna var enska en það var tekið viðtal við ýmsa þegna heimsveldisins sem töluðu oft eigin tungumál. Sama hvert tungumálið var þá stóð … Halda áfram að lesa: Heimsveldi

Risadagar

Ég er enn í teiknimyndasöguham og er áfram að lesa allt í rafbókalesaranum mínum á svarthvítum skjá þó sögurnar séu flestar í lit. Giant Days er gjörólíkt flestu sem ég hef lesið, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða hefðbundnar bækur. Aðalsöguhetjurnar okkar eru þrjár breskar háskólastúdínur (Esther, Susan og Daisy) í Sheffield sem við fylgjum … Halda áfram að lesa: Risadagar

Óaðlaðandi hatur

Ég tók ekki þátt í nýlegum „leik“ á Facebook þar sem fólk var að tala um hluti sem það þoldi ekki að leiddist. Ég skrifaði snöggt um það færslu sem mér fannst, eftir á, líta út fyrir að ég væri að setja mig á háan hest. Það var ekki ætlunin. Um það leyti sem ég … Halda áfram að lesa: Óaðlaðandi hatur

Kvennastríðið

Ég var á tímabili mikill aðdáandi Cracked. Þegar vefritið var upp á sitt besta birti það ákaflega skemmtilega listafærslur. „Topp tíu…“, „Fimm dæmi um…“ og svo framvegis. Margt stórfyndið. Síðan var Cracked selt og fór í ruglið eftir að Facebook plataði þau, og marga fleiri vefi, í að leggja áherslu á myndbönd. Það endaði með … Halda áfram að lesa: Kvennastríðið

Hatur mitt á AirBnB

Ég held að við ættum einfaldlega að banna AirBnB. Þetta er, eins og svo margt annað sem hefur komið út úr hinu svokallaða deilihagkerfi, eitraður kapítalismi. Áhrifin á Íslandi eru ljós. Við vitum að þetta eru að miklu leyti íbúðir sem voru áður á almenna leigumarkaðinum. Það koma engar íbúðir sjálfkrafa í staðinn. Leiguverð hækkar. … Halda áfram að lesa: Hatur mitt á AirBnB

Facebook óvinátta mín

Hatursamband mitt við Facebook virðist stundum var algengasta umræðuefni mitt hér. Mér fannst Facebook sniðugt fyrirbæri á sínum tíma. Það var sumarið 2007. Ég var í sumarskóla í Árósum og á leið í skiptinám í Cork. Facebook virtist frábær leið til að halda sambandi við samnemendur mína. Síðan var ég bara að samþykkja og bæta … Halda áfram að lesa: Facebook óvinátta mín