Hatur mitt á AirBnB

Ég held að við ættum einfaldlega að banna AirBnB. Þetta er, eins og svo margt annað sem hefur komið út úr hinu svokallaða deilihagkerfi, eitraður kapítalismi. Áhrifin á Íslandi eru ljós. Við vitum að þetta eru að miklu leyti íbúðir sem voru áður á almenna leigumarkaðinum. Það koma engar íbúðir sjálfkrafa í staðinn. Leiguverð hækkar. … Halda áfram að lesa: Hatur mitt á AirBnB

Facebook óvinátta mín

Hatursamband mitt við Facebook virðist stundum var algengasta umræðuefni mitt hér. Mér fannst Facebook sniðugt fyrirbæri á sínum tíma. Það var sumarið 2007. Ég var í sumarskóla í Árósum og á leið í skiptinám í Cork. Facebook virtist frábær leið til að halda sambandi við samnemendur mína. Síðan var ég bara að samþykkja og bæta … Halda áfram að lesa: Facebook óvinátta mín

Vanhugsað sumarmisseri

Það er áhugavert að lesa um það í fjölmiðlum að menntamálaráðherra ætli að veita fjármunum inn í skólakerfið svo að hægt verði að kenna í framhalds- og háskólum í sumar. Það að kennarar frétti þetta fyrst í fjölmiðlum gefur til kynna að ekkert samráð hafi verið við skólastjórnendur, og ég held að við séum allflest […]

Ónáttúruleg náttúra Guðmundar Franklín

Fyrirsjáanlegasti forsetaframbjóðandinn er kominn fram. Það er Guðmundur Franklín. Hann er lengi búinn að vera auglýsa hálfsamhengislausar færslur sínar á Facebook. Hann hefur líka gert margar mislukkaðar tilraunir til að koma sér á framfæri í stjórnmálum. Ég hef auðvitað engar áhyggjur af því að Guðmundur Franklín nái kjöri. Getur hann náð nægilega mörgum undirskriftum? Hver … Halda áfram að lesa: Ónáttúruleg náttúra Guðmundar Franklín

Blogg- og vefritaveita

Ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni að Facebook sé ömurlegt fyrirbæri sem eyðileggur allt. Ég sakna gömlu tímanna þegar það voru blogg og vefrit út um allt. Ein ástæðan fyrir því að það gekk allt saman var að við höfðum veitur sem söfnuðu og deildu hlekkjum á öll þessi skrif. Ég man fyrst eftir … Halda áfram að lesa: Blogg- og vefritaveita

Þekkingarfræði skáldskapar

Fyrirsögnin hér er kannski helst til háfleyg. Ég var að velta fyrir mér hvernig aðdáendur kvikmynda á borð við Stjörnustríð vita það sem þeir telja sig vita um söguheiminn. Þetta er hugmynd sem kviknaði fyrst þegar ég fór að sjá Scream 2 í bíó árið 1997. Þar leikur Timothy Olyphant morðóðan kvikmyndanörð sem þykja bangsarnir […]

Bannaður á Facebook

Það er kannski táknrænt að ég er rétt nýfarinn að blogga aftur þegar Facebook ákvað að loka á mig í sólarhring. Ég hef einu sinni hlotið aðvörun þar, þegar ég vitnaði í lagatexta The Pogues („you cheap, lousy faggot“ orti hinn prúði Shane MacGowan). Ég skil að það hafi lent í síunni, en Facebook tók […]

Tíðindalaust í skotgröfum hugarfarsins

Mér fannst lengi vel eins og sagan væri liðin, ekkert áhugavert gerðist þaðan í frá og allt myndi lulla svona einhvern veginn áfram fremur tíðindalítið. Þetta reyndist rangt í tvennum skilningi. Fyrir það fyrsta þá er sagan aldrei liðin, það er alltaf eitthvað á hverjum tíma sem segja mætti, í dvalarhorfi, að sé „að gerast“. […]

Dagbók úr Kófinu

Það er víst enginn ósnertanlegur, forsætisráðherra Bretlands kominn í gjörgæslu. Einhvern veginn hafði ég ekki einu sinni velt því fyrir mér að það væri mögulegt. Á sama tíma er víða flutt í fréttum að tígrisdýr hafi greinst með Covid-19. Ég á bágt með að trúa því og vil fá almennilega staðfestingu á því. Þessi faraldur […]

Kasína – reglur

Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpsþátt um sögu mannspila – hins hefðbundna spilastokks (The History of the English Language – House of Cards) fór ég að rifja upp hvernig maður spilar kasínu. Við barnabörnin spiluðum það oft við afa og ömmu. Ég hafði hins vegar aldrei spilað það við strákana sem er synd og skömm. … Halda áfram að lesa: Kasína – reglur

Hugleiðingar í Kófinu

Ef einhverju sinni var ástæða til að hefja bloggið aftur til vegs og virðingar, þá er það nú á tímum heimsfaraldurs. Ég hef verið að velta fyrir mér lestri og ritun undanfarið, ekki síst vegna þess að ég kenni hvort tveggja á Menntavísindasviði HÍ fólki sem mun sjálft þurfa að kenna börnum og ungmennum lestur […]

Líf í Rafbókavefinn?

Ég stofnaði Rafbókavefinn árið 2011. Hann var meginhluti meistaraverkefnis míns í hagnýtri menningarmiðlun. Þarna eru vel á annað hundrað rafbækur í opnum aðgangi. Til að byrja með tók ég aðallega texta frá Netútgáfunni og breytti í rafbækur (epub og mobi). En ég vildi gera meira. Ég fékk Svavar Kjarrval með mér í lið. Hann hafði … Halda áfram að lesa: Líf í Rafbókavefinn?

Opinn hugbúnaður í rekstri

Eftir að hafa skoðað Twitterþráð um kostnað fyrirtækis við hugbúnað fór ég að pæla í því hvað ég er að spara með opnum hugbúnaði. Ég nota Nextcloud í staðinn fyrir OneDrive/Google Drive/Office 365/Trello og margt fleira. Auðvitað þarf einhverja tölvukunnáttu að setja upp Nextcloud. Það er Linux Mint á tölvunum. Libre Office kemur í staðinn … Halda áfram að lesa: Opinn hugbúnaður í rekstri

Gráskallakastalateningaturn

Ég á þrívíddarprentara. Ég prenta mest af hagnýtum hlutum, festingum og slíku. Stundum hanna ég eitthvað en oftast snýst það bara um að sameina tvö módel í eitt. Áhugaverðasti vefurinn fyrir eigendur þrívíddarprentara er Thingiverse. Þar getur maður fundið ótal módel til prentunar. Ég hef prentað ýmislegt þaðan og það á líka við um teningaturninn … Halda áfram að lesa: Gráskallakastalateningaturn

Sjónvarpsáhorf sem lestrarkennsla

Það eru margir að tala um lestrarkunnáttu* íslenskra barna. Eitt mikilvægt atriði sem fólki yfirsést almennt er textun á erlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Mín kynslóð hafði kannski ekki jafn mikinn aðgang að afþreyingarefni á ensku og kynslóð barna minna en við höfðum mun meiri aðgang en áður hafði þekkst. Það sem ég held að aðgreini … Halda áfram að lesa: Sjónvarpsáhorf sem lestrarkennsla

Að sýna skrímslið

Í hryllingsbókmenntum og -kvikmyndum er alltaf viss togstreita á milli eftirvæntingar viðtakanda og sjálfs hápunktsins: þegar hið illa er leitt fyrir sjónir viðtakandans. Þegar maður loksins sér skrímslið þá getur það sjaldnast verið eins hryllilegt og maður hafði ímyndað sér það, að sýna veldur nær alltaf vissum vonbrigðum (ég myndi halda því fram að geimveran […]

Fyrirheit

Fólk er farið að spyrja mig hvort ég muni ekki skrifa fleiri greiningar á barnabókum, jafnvel ókunnugt fólk. Ég verð að segja að vinsældir þessara greinarkorna hafa komið mér á óvart. Sjálfum þykir mér skemmtilegt að skrifa þau svo það kannski ratar til lesenda.  Ekki síst þess vegna að mér finnst gaman að fjalla í […]

Farðu bara í göngutúr

Hér í Noregi er vitundarvakning fyrir sjálfsmorðum og sjálfsmorðshættu ungs fólks. Fjórfalt fleiri falla fyrir eigin hendi en í bílslysum, en við heyrum miklu minna um það. Fólk talar um að það gangi á vegg þegar það leitar sér hjálpar, og það er ekki að ástæðulausu. Fyrir veika manneskju sem hefur varla orku til að […]

Að skipuleggja fimm manna fjölskyldu

Skipulag, skipulag, skipulag… Hefur einhver hérna reynt að skipuleggja fimm manna fjölskyldu? Þið sem hafið prufað það vitið líklegast að það er næstum ómögulegt. Hvert einasta barn æfir íþróttir, stundar skóla og þarf þar að auki að sinna félagslífi, það eru líka milljón afmæli á mánuði sem eitthvert þeirra þarf að mæta í. Ef þið […]

25 lygar

Ég er yfirleitt mjög heiðarleg og hreinskilin. Svona yfirleitt allavega. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Drukkin ég er sérstaklega dugleg að trúa ýmsum hlutum. Tequila var ekkert svo vont, best að taka eitt skot Þú kannt að syngja, best að syngja hátt og ein i karioki Þú ert ekkert svo drukkin, best að […]

Mundu að það er bara að anda

Ljóðin hennar Cleo Wade, hafið þið lesið þau? Þau eru mjög falleg. Mæli líka með að hlusta á þetta lag við lesturinn; Birdy – People help the people Eitt ljóðið fjallar um að flest okkar vilja bara fá að vera við sjálf í friði, svolítið eins og börn. Við viljum öll fá viðurkenningu að það […]

Ég sakna Íslands

„Þú verður komin tilbaka eftir ár.“ Þetta sagði nágranni minn við mig, daginn sem ég sagði honum að ég væri að flytja til Noregs. Nú af hverju heldurðu það? Spurði ég. Því Noregur er ekkert betri. Fólk er með draumóra og áttar sig svo á því að þetta er ekkert betra en Ísland og kemur […]

5 ár – 1/8 2013

Í dag eru liðin akkúrat 5 ár síðan ég flutti til Kristiansand. 1. Ágúst 2013. Tíminn er í raun og veru svo ótrúlega afstæður. Mér finnst eins og það séu ár og aldir síðan ég var búsett á Íslandi, næstum svo langt að ég man varla eftir því. Stjarnfræðilega langt. En það eru bara 5 […]

Long time no see – og Vegan Baka uppskrift!

Já. Ég hef ekki skrifað hérna inn i meira en tvö ár. Það er merkilegt hversu mikið lífið getur breyst á tveimur árum. Síðasta færsla var um að ég upplifði mig týnda. Það skemmtilega við það er að fyrir um það bil 5 vikum síðan sagði ég einmitt við unnusta minn að í fyrsta sinn […]

Íkon

Það er við hæfi á þessum degi, þegar ríkisvaldið vill halda að okkur minningu manns sem var negldur upp fyrir heldur litlar sakir fyrir tæpum tvöþúsund árum, að fjalla um eina trúarlega gripinn sem ég á. Sumarið 2003 var ég staddur á Krít í hálfgerðu reiðuleysi, vissi ekki alveg hvernig ég átti að hegða mér […]

Halinn og innrætið: Jöðrun og afmennskun í Tralla og Láka jarðálfi

Tralli er geysilega merkileg bók, einkum merkileg fyrir þær sakir að höfundi hennar Viktor Mall fannst hún eiga erindi við börn. Það fannst Vilbergi Júlíussyni þýðanda bókarinnar greinilega líka, en hann gerði sitt besta til að milda efnivið bókarinnar sem er heldur lítt dulbúinn rasismi. Þannig hefur Vilbergur til dæmis ákveðið að Tralli sé jarðálfur […]

Heimspeki eymdarinnar: tilvistarkreppa og jaðarsetning í Bláu könnunni

Síðast tók ég fyrir Græna hattinn, sem í raun er sjálfstætt framhald á fyrri bók Alice Williamson um Bláu könnuna. Eins skelfileg og Græni hatturinnn er, þá er ljóst að Williamson hefur þurft að draga af sér þar enda hefur fyrri bók hennar þótt einum of óhugnanleg. Í lok Græna hattsins hefur lesandanum verið fengin […]

Hann er kominn aftur…

Gormdýrið hefur snúið aftur eftir 46 ára hvíld. Ræsið prentvélarnar! Áður en lengra er haldið, vil ég taka fram að ég er enginn aðdáandi gormdýrsins. Fígúran er að sönnu skemmtileg, en það hefur alltaf böggað mig að hafa furðuskepnu með ofurkrafta í myndasagnaheimi þar sem enginn annar býr yfir slíku. Gormurinn er deus ex machina. […]

Eilífðarbaráttan og skömmin

Ég hef skrifað frekar opinskátt um mína reynslu, tilfinningar og innri baráttu. Ég hef meðvitað ákveðið að vera hreinskilin um erfiðleika mína í lífinu og þá sérstaklega þá tilfinningu að vera alltaf leitandi. Að finna mig ekki í heiminum. Það er líklegast það sem ég hef strögglað mest með gegnum tíðina. Vita ekki hvað ég […]

Litið tilbaka

Að horfa tilbaka gegnum árið, 12 mánuðir, 365 dagar, 8760 klukkustundir. Ég hef virkilega blendnar tilfinningar gagnvart þessu ári. Það var án efa erfiðasta ár sem ég hef gengið í gegnum. Ég skildi við manninn minn til 11 ára, í þeim skilnaði missti ég besta vin minn. Það gerist óhjákvæmilega þegar skilnaður verður. Ég hefði […]

Allt eða ekkert – svart eða hvítt

„I‘m starting to think I will never know better“ Ég var ofvirkur krakki, ég var líka mjög hvatvísur krakki. Ég ólst upp í það að vera ofvirkur fullorðinn og hvatvís fullorðinn. ADHD hverfur ekki, það breytist örlítið með aldrinum en hvatvísin, kvíðinn, depurðin og eirðarleysið er eitthvað sem er órjúfanlegur hluti af mínu ADHD. Hef […]

Framsókn og mannréttindi

Ok, lett mí gett ðis streit. Framsókn tilnefndi einstakling í mannréttindaráð borgarinnar sem er á þeirri skoðun að hann eigi að hafa hærri sess í samfélagi og meiri réttindi en þeir sem eru öðruvísi en hann. Þegar oddviti flokksins var beðin um útskýringar á þessu vísaði hann sérstaklega til skrifa þessa einstaklings um að trúfrelsi […]

Fótboltasaga mín 100/100

 14. maí 1983. Manchester City 0 : Luton 1 Þann 22. janúar í fyrra birti ég fyrstu færsluna af þessum fótboltaminningum mínum. Ég ákvað strax í upphafi að kaflarnir yrðu hundrað talsins og hver um sig myndi fjalla um einn leik sem ég hefði horft á í sjónvarpi, hlustað á í útvarpi eða séð í […]

Fótboltasaga mín 99/100: Aðalfundurinn

15. september 1990. Fram 3 : Valur 2 Þegar afi heitinn, Haraldur Steinþórsson, varð sextugur árið 1985 komst hann á 95 ára regluna. Þá þegar hætti hann störfum hjá BSRB, eftir að hafa unnið að verkalýðsmálum í aldarfjórðung. Í kjölfarið var hann hann fenginn til starfa hjá ríkinu, þar sem hann hafði það hlutverk að […]

Fótboltasaga mín 98/100: Fnykurinn

26. maí 1993. Marseille 1 : AC Milan 0 Í bók minni um sögu Fram segi ég frá því þegar ég hélt í klukkustund að ég hefði tryggt Fram Íslandsmeistaratitil. Hjartað ólmaðist í brjósti mínu og ég gegnum kollinn flugu hugsanir um hvort betra væri að hlaupa strax í fjölmiðla eða hvort ég ætti að […]

Fótboltasaga mín 97/100: Frændurnir

25. febrúar 2001. Hearts 7 : Dunfermline 1 Þegar við Palli frændi hittumst, berst talið oftast nær að Hearts. Sjálfur fylgist ég með því hvort Hearts vinnur eða tapar í deildinni og gef mér tíma í að horfa á einn og einn leik, einkum ef andstæðingarnir eru Hibs. Palli er hins vegar harðari og hefur […]

Fótboltasaga mín 96/100: Kvikmyndastjörnurnar

25. ágúst 1990. Þróttur 3 : ÍK 1 Pabbi er gamall Þróttari. Lykilorðið í þessari setningu er „gamall“, því hann æfði og spilaði með Þrótti sem smápatti þegar hann bjó á Lynghaganum og Þróttur var ennþá á Grímsstaðaholtinu. Þetta fannst mér gríðarlega merkilegt og spurði ítrekað út í fótboltaferilinn. Þær sögur voru flestar á einn […]

Fótboltasaga mín 95/100: Silfrið

9. apríl 1989. Luton 1 : Nottingham Forest 3 Áður en ég las bókina Damned United, um Brian Clough og þá sérstaklega ævintýralegar vikur hans í stjórasætinu hjá Leeds, átti ég alltaf erfitt með að skilja dálæti enskra fótboltaáhugamanna á Brian Clough. Hann virkaði á mig eins og hálfgerð bulla sem mönnum þærri sjarmerandi af […]

Fótboltasaga mín 94/100: Afmælisgjöfin

11. maí 1986. Fram 2 : Valur 1 Ég á litla minnisbók frá Fjölvís. Allir fundir sem ég þarf að mæta á þurfa að rata í hana, annars gleymi ég þeim, tvíbóka mig eða það sem verra er. Snemma á hverju ári fer ég inn á KSÍ-vefinn og skrifa niður alla leiktíma Framliðsins. Það minnkar […]

Fótboltasaga mín 93/100: Guð

16. september 2006. Fram 1 : HK 0 Árið 2013 fór jarðskjálftabylgja um bókmenntaheiminn þegar fréttist af óbirtum sögum eftir J. D. Salinger, þar á meðal smásögu sem væri rekti aðdraganda Bjargvættsins í grasinu. Sögurnar birtust á skrárskiptasíðum á netinu og allir urðu óskaplega spenntir, en samt einhvern veginn vissir um að þetta yrði alltaf […]

Fótboltasaga mín 92/100: Félagsmálaforkólfurinn

Ágúst 1983. Knattspyrnufélagið Skörungur : Knattspyrnufélag Tómasarhaga (úrslit óljós) Lengi hélt ég að aðalbókasafn Borgarbókasafnsins hefði að geyma nálega allar bækur sem út hefðu komið á íslensku. Hinn þekkti og aðgengilegi ritaði menningarheimur var samkvæmt því varðveittur í barnabókaherberginu á annarri hæð og því fjarri því óraunhæft markmið að komast yfir hann allan. Sérstaklega átti […]

María Sigrún

  Fyrir rúmum 12 árum var ég svo heppin að kynnast þremur af mínum allra bestu vinkonum þegar ég hóf nám í þjóðfræðinni. Nú er ég búin að kveðja eina þeirra, Maríu, í síðasta sinn. Það er ólýsanlega sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hana aftur.     Sumar manneskjur […]

Costco og frjálslyndið

Risastórt bandarískt verslunarfyrirtæki sýnir því nú áhuga að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið vill geta selt lyf, áfengi og innflut kjöt í verslunum sínum hér á landi. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins taka vel í að breyta lögum og jafnvel veita undanþágur svo að það sé hægt. Nú ætti ég auðvitað að gleðjast yfir því að […]

SÍS í skrýtnum leik – aftur

Ég fékk í hendurnar leyfisbréf sem leikskólakennari í júní árið 2011. Þá var staðan í kjaramálum leikskólakennara ekkert sérstök. Við vorum í raun tveimur samningum á eftir viðmiðunarstéttum þar sem samningur okkar brann inni í hruninu. Um það má lesa hér. Ég kom beint inn í stétt í kjarabaráttu, stétt sem var á leið í […]

Guðni Ágústsson og vonda fólkið á netinu

Guðni Ágústsson ætlar víst ekki að fara í framboð í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn er í vandræðum eftir að Óskar Bergsson náði ekki, öllum að óvörum í flokknum af einhverjum ástæðum, að rífa fylgi hans upp í borginni og vék af framboðslistanum. Einhvern tíman hefði þótt eðlilegast að næsta manneskja á lista hefði þá tekið oddvitasætið og […]

Að springa á limminu

Ég er búinn að gefast upp á mynd-á-viku verkefninu. Það kom semsagt í ljós að þegar maður er í fullri vinnu, MA námi, allskonar félagsstörfum og vill líka eiga tíma með kærustu og vinum þá er ekki gott að binda sig við svona verkefni. Vandamálið er svosem ekki að komast í að taka myndirnar, þegar […]

Pólitíkusarnir og KÍ þingið

Þessa dagana stendur yfir 6. aðalþing Kennarasambands Íslands. Eins og venjan er á svona þingum komu pólitíkusar í heimsókn. Þær heimsóknir voru svolítið spes. Illugi Gunnarsson er menntamálaráðherra. Það var auðvitað fullkomlega eðlilegt að hann kæmi á KÍ þing og héldi erindi. Það sem var ekki eðlilegt er að hann lét breyta fyrir sig dagskránni […]

Kennarar á móti breytingum

Algengt viðkvæði í umræðunni um styttingu framhaldsskólans er að kennarar séu bara alltaf á móti öllum breytingum. Að þeir séu hrikalega íhaldssöm stétt sem stendur vörð um staðnað menntakerfi sem ekkert hafi breyst í áraraðir. Ég held að þetta sé tóm vitleysa. Andstaðan við „tillögurnar“ sem lagðar hafa verið fram núna hafa að mínu viti […]

Punktar

Stundum finnst mér voðalega gott að setja niður blogg sem eru bara nokkrir frekar samhengislausir punktar sem verða kannski seinna að alvöru bloggfærslum. Stjórnunarfræðin sem ég hef lært í MA náminu eru áhugaverð. Eitt af því sem mér finnst áhugaverðast er að dágóður partur af þessu er eitthvað sem mér finnst í rauninni common sens. […]

Arðgreiðslur úr skólum

Nú berast af því fréttir að Menntaskólinn Hraðbraut muni hugsanlega hefja aftur rekstur. Skólinn var lagður niður í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á rekstrinum og komst að því að greiddur hafði verið út arður sem skólinn stóð í raun ekki undir, að nemendur í honum hafi um árabil verið færri en þjónustusamningur hans […]

Bernskulæsi Gunnsteins

Hef síðustu daga verið að hugsa mikið um læsi og lestur. Aðallega út frá honum Gunnsteini mínum og því hvernig hann færist alltaf nær og nær því að geta lesið. Hann þekkir orðið alla bókstafina, bæði litla og stóra stafi. Þekkir orðið sum orð bara af því að sjá þau – og, ís, amma, jól, … Lesa áfram Bernskulæsi Gunnsteins

Árleysi alda

Það er auðvitað sígilt að gera bóka-óskalista fyrir jólin. Svona eftir að hafa grúskað í bókunum hér og þar… í gamla daga bara í bókabúðum, en núna ekki síður þegar maður skreppur út í Bónus að kaupa mjólk. Allsstaðar bækur. Ég fer samt óvenjulega oft í bókabúðir í desember, svona til að kynnast bókunum aðeins […]

Danmörk kvödd

Síðustu dagar hafa einkennst af niðurpökkun og þrifum en þó höfum við bæði lagt land undir fót og fengið gesti. Um síðustu helgi fórum við á Fjón. Áttum fyrst alveg frábæran dag í Egeskov slot, vorum þar sannir túristar. Mæli virkilega með ferð þangað fyrir þá sem eiga leið um nágrennið. Þarna var eitthvað fyrir […]

Hátíðarhöld

Strumpan kvaddi bekkinn sinn fyrir viku og var leyst út með alls kyns gjöfum auk teikninga með kveðjum frá öllum í bekknum. Ein til að mynda af henni sem hafmeyju, þar sem teiknarinn hafði skrifað að þetta væri „en tro kopi af dig“ … sá hafði verið með afmælisveislu heima og býr svo vel að […]

Hvað er svo glatt?

Þá erum við enn og aftur búin að taka á móti gestum, að þessu sinni frændum okkar Norðmönnum. Unnur og Ágúst komu seint á fimmtudagskvöld, krakkarnir í góðum gír eftir ferðalagið og kvöldið því með lengra móti. Strumpan alveg að fara á límingunum að bíða eftir þeim og var ansi stjörf daginn eftir að fara […]

Kveðjustundir

Í síðustu viku voru tvær kveðjustundir. Fyrst kvaddi ég LC klúbbinn minn, við áttum góða stund í „kolonihavehus“ einnar. Ég vona svo sannarlega að ég fái tækifæri til að hitta þær aftur en hálf skrýtin tilhugsun að það verði kannski ekki. Seinni kveðjustundin var svo á föstudag þegar við kvöddum dagmömmu Skottunnar. Það er mikil […]

Í löngu máli

Þá er mánuður síðan síðast og fer að minna á gamla daga, þegar mátti þakka fyrir að bloggið væri svo reglulegt og oft að það mætti kalla það hið mánaðarlega. Að þessu sinni hafa gestakomur og ferðalög komið í veg fyrir skriftir, ég þykist vera svo góður gestgjafi að ég sitji ekki löngum stundum í […]

Noregur í nærskoðun

Það er ekki seinna vænna en að skrifa eitthvað um það sem á dagana hefur drifið undanfarið, ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skrifa oftar (og minna í einu þá) er það núna. Fyrst skal telja afskaplega ánægjulegt foreldraviðtal sem ég fór í með kennurum Strumpunnar. Það var aðeins öðru vísi en það […]

Hámenning og lágmenning

Sumardagurinn fyrsti var haldinn nokkkuð hátíðlegur á heimilinu að íslenskum sið. Dæturnar voru á sínum stað um morguninn svo við hjónin notuðum tækifærið til að fara í Aros, það var takmarkaður áhugi á að deila þeirri ferð með áhugalitlum dætrum í hlaupagír. Ég hafði svo sem komið inn áður og séð Strákinn ofan frá en […]

Góðir gestir

Þá eru MA kennarar komnir og farnir. Fyrst fengum við dönskudeildina og heiðurmeðlimi í mat (Selmu og Þengil, Ragnheiði og Jónas og Gunnu). Mummi skellti í fiskefrikadeller, það verður auðvitað að halda í danskt þema. Við vorum leyst út með gjöfum, stelpurnar fengu sælgæti og við líka auk þess að fá Gammel dansk. Áttum ágæta […]

Af sunnudagsrúntum og páskastemmingu

Ég gleymdi alltaf að segja frá einum yndislegum sunnudagsrúnti sem við tókum í síðasta mánuði. Ég hafði rekist á frásögn um hverfi hér í Árósum sem heitir Finnebyen. Þannig var að eftir seinni heimstyrjöld var gríðarlegur húsnæðisskortur hér og sveitarfélagið festi kaup á 122 timburhúsum frá Finnlandi, sem voru 56 fermetrar að stærð 🙂 . […]

Heilsupósturinn (viðkvæmir hlaupi yfir fyrsta hlutann)

Strumpan var aðalefni síðustu færslu, hún er nú búin að ná sér vel, lítur orðið þokkalega út en þráir heitast að veikjast aftur, bara vægar í þetta skiptið, því þjónustan er nánast orðin „non existent“ eftir að hún náði sér á strik. Skottan krækti sér í enn eina magakveisuna, svo nú má sú eldri horfa […]

Hele Klabbet og Alle Veje

Fyrir heilum áratug (2001) þá skrifaði ég bók. Sí­ðan gerði ég eiginlega ekkert við hana. Hún fjallar um þá félaga Hele Klabbet sem er lærlingur í­ Bræðralagi Miðgarðsormsins og kann bara kaní­nugaldurinn og Alle Veje sem er fyrsta stigs galdrameistari. Þeir lenda í­ ævintýrum þegar galdrakort kemst í­ þeirra hendur og þurfa að nota það […]

Söngvakeppni Sjónvarpsins: Úrslit! Í beinni!!!

Ji þaðeru bara úrslit í kvöld. Þetta verður aldeilis spennandi. Og allt í beinni útsendingu. Nei í alvörunni. Sjö lög, misgóð einsog gengur, en ekkert þeirra afspyrnuslæmt. Og stefnir að óséðu í að þetta fari alltsaman ágætlega, hvernig sem fer. Ég dundaði mér við það í dag að telja saman hvaða lög hefðu fengið mesta […]

Evróvisjón!

Ég er dálítið mikið að hugsa um lög þessa dagana. Lög af ýmsu tagi. Í dag langar mig að skrifa um Evróvisjónlög. Kannski skrifa ég um einhvern veginn öðruvísi lög seinna. Svo skrifa ég ábyggilega meira um Evróvisjónlög líka. Ég meina, kommon, þetta blogg er búið að halda sér á lífi (eða svonaaaa, með mislöngum […]

Andvakablogg

Ég ætlaði að vera voða dugleg að skrifa á þetta blogg þetta árið – en svo eru bara allt í einu alveg að koma jól – alveg eins og ég bjóst við. Núna er ég andvaka. Var að klára að lesa bókina Einn dagur og er með óskaplega Bretlandseyjaþrá. Langar til Edinborgar, langar til London, … Lesa áfram Andvakablogg

Aðventa

Sú tillaga var samþykkt einróma af sjálfri mér að framlengja aðventuna þetta árið og hófst hún í lok ágúst. Það er auðvitað alvitað að haustið er hin eina sanna árstíð og gleðin magnast svo smátt og smátt þangað til hún nær hámarki í desember. Frá ágústmánuði hef ég masterað word-skjal með jólagjafaskipulagi og nostrað við […]

Ný stjórnarskrá 4 – Alþingi

Hér má lesa kaflann í­ drögum að nýrri stjórnarskrá um Alþingi. Ég ætla rétt aðeins að tæpa á því­ sem mér finnst athugavert í­ þessum kafla: 37. gr. Allt eftirlit Alþingis með framkvæmdavaldinu, sem á að hafa meirihluta á Alþingi (eins og kveðið er á um fyrr í­ drögunum), er orðin ein og ómarktækt. 38. […]

ljóð (þýðing úr táknmáli)

Ég var á hjartnæmum tónleikum fyrr í kvöld: Tónleikum sem Félag heyrnarlausra hélt til að fagna því að Alþingi skyldi hafa viðurkennt íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra í vor sem leið. Heyrandi og heyrnarlausir listamenn fluttu tónlist hlið við hlið fyrir nánast fullri Langholtskirkju. Falleg stund. Hún minnti mig á dálítið. Mér varð hugsað til […]

Ignóbelsverðlaunin 2011

Ignóbelsverðlaunin 2011 voru veitt við hátíðlega athöfn á fimmtudagskvöldið var. Eins og ég hef rakið á þessu bloggi á hverju einasta ári síðan ég byrjaði, þá eru þetta verðlaun sem kallast á við Nóbelsverðlaunin, en í stað þess að verðlauna það merkasta úr vísindaheiminum, þá eiga verðlaunahafarnir það sameiginlegt að hafa miðlað heiminum nýrri og […]

Ný stjórnarskrá 3 – Mannréttindi og náttúra

Hér er hægt að lesa annan kafla draga að nýrri stjórnarskrá sem fjallar um mannréttindi og náttúru. Ég ætla ekki að skrifa þetta allt upp aftur. Megnið af þessu er gott og ég vil sérstaklega minnast á nokkur atriði sem mér finnast frábær. „Allir hafa meðfæddan rétt til lí­fs.“ „Öllum skal tryggð … vernd gegn […]

Ný Stjórnarskrá 2 – Undirstöður

Hér er hægt að lesa 1. kafla tillögunnar að nýrri stjórnarskrá sem heitir: Undirstöður. Við skulum lita á þessar 5 greinar sem eiga að vera undirstöður Lýðveldisins: 1. gr. Stjórnarform Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. Þetta er í­ raun samhljóða núverandi 1. grein: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn“ bara aðeins annað orðalag. Þarna er […]

Um gagnrýni

Ég held að sá misskilningur, að orðið gagnrýni þýði að rýna til gagns en ekki að rýna í­ gegnum, hafi skapað ástand þar sem raunveruleg gagnrýni er litin hornauga og álitin vera það sama og niðurrif, þ.e. ef þú hefur ekki eitthvað gott að segja um e-ð sé betra að þegja en að benda á […]

Ný stjórnarskrá 1 – Aðfaraorð

Kaflinn Aðfaraorð í­ nýju stjórnarskránni er ekki langur. Þó svo að það sé hægt að lesa hann hér ætla ég samt að birta hann í­ heild sinni: AíFARAORí Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólí­kur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi […]

Skattar

Skattaprósenta ein og sér segir ekkert um það hvort skattar séu of háir eða ekki. Það þarf að taka meira með í­ reikninginn, t.d. hvað fólk fær fyrir þessa skatta (hvað þarf það t.d. að borga sjálft fyrir heilbrigðisþjónustu og hvað borga skattarnir). Þannig eru skattar í­ Bandarí­kjunum lí­klega of háir þó þeir séu mun […]

Hugleiðing um Hörpu

Ég fór að skoða Hörpuna í­ Reykjaví­kurferð minni um daginn. Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um þetta hús. Það lí­tur nokkuð vel út utan frá séð, eiginlega bara frekar töff. Ég er samt ekki viss um að mér finnist það fallegt eða eiga heima í­ miðbænum, en hvað með það. Hins vegar […]

Topp tíu spáin fyrir kvöldið og fordómar Páls Óskars

Kominn á skerið og lífið í svona nokkurnveginn fastar skorður. Og Evróvisjón í kvöld og ég hef ekki tjáð mig um það einu orði. Liggur við fyrsta Evróvisjónbloggfalli frá því ég byrjaði á þessu fyrir meira en … hvað … átta árum. Sjitt. Ég hef dútlað við þetta í meira en átta ár (með hléum). […]

Frá Tübingen til Barcelona

Um liðna helgi buðu búlgörsku vinirnir mér í mat á sunnudagskvöldinu. Það var ljúft. Svo voru tveir vinnudagar og að kvöldi þriðjudagsins flaug ég til Barcelona. Mestur tíminn síðan þá hefur farið í að sitja ráðstefnu og fundi, en samt hafði ég tíma til þess að skoða Sagrada Familia á miðvikudaginn og Picassosafnið og Römbluna […]

Fasnet og fleira (TÍT6)

Gamla myndavélin okkar sem frúin notaði til að taka myndir hérna úti hefur látið á sjá eftir nokkrar byltur. Svo ég fór í raftækjabúðina Saturn um þarsíðustu helgi og keypti nýja. Strax þá um laugardagskvöldið vígði ég hana á körfuboltaleik í Paul Horn Arena þar sem Tígrarnir hans Walters völtuðu yfir EWE Baskets Oldenburg. Loksins, […]

Rassskelling í Stuttgart (TíT5)

Ég fór við annan mann til Stuttgart á laugardaginn var. Við skoðuðum Mercedes Benz safnið og sáum FC Nürnberg rassskella VfB Stuttgart á útivelli, 1:4. Það var bjart yfir öllum fyrir leik, VfB hafði átt góðan útisigur gegn Borussia Mönchengladbach helgina áður og Cacau allur að koma til eftir meiðsli. Og heimaliðið byrjaði mun betur, […]

Tepokar í Tübingen (4)

Það er ekki margt sem drífur á dagana. En eitthvað þó. Tónleikarnir með Joy Kills Sorrow í þýsk-bandarísku vináttumiðstöðinni voru frábærir. Svo frábærir að ég keypti tvo diska með þeim, einn fyrir mig og einn fyrir þýskan vin minn, vinnufélaga og fjölskylduföður sem bauð mér og fleirum út að borða í afmælismorgunkaffi á sunnudeginum. Það […]

Memory Lane

Ég er safnari í eðli mínu, það hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem kannast eitthvað við mig (enda safna ég líka voðalega kláru fólki í kringum mig). Ég er ennþá að koma sjálfri mér á óvart á þessu sviði, ótrúlegt en satt! Söfnunaráráttan felst kannski ekki endilega í því að eiga þessi týpísku söfn […]

Tübingen – Ísland

Síðasti snjókallinn við Heuberger Tor Weg 17.
Reiðtúr á fílsbaki.
Tübingen kvödd.
Flöskusafnið.
Komin á lestarstöðina í Stuttgart.
Aftur jól!
Jólahúsið.
Velkomin heim!
Úti að hjóla í janúar í Reykjavík.
Vespan hennar ömmu prófuð.
Næsta ferð.
Og þá hafa…

Gleðilegt ár – á Íslandi (varúð – lööööng færsla)

Á miðvikudegi lagaðist vaskurinn – mikið hvað það getur glatt mann að geta vaskað upp í vaski!  Seinnipartinn tókum við lest til Reutlingen þar sem við fórum að sjá Jólasirkus með fyrrverandi nágrannanum og fjölskyldu.  Stelpurnar fengu að sitja á kameldýrum, en sá skapmikli hætti ekki á að sitja á dýri sem gæti spýtt á […]

Ruslarugl í borginni

Þvílík endemis vitleysa hjá Reykjavíkurborg að ætla að hætta sækja sorp sem er meira en 15 metrum frá sorpbíl nema að íbúar borgi aukagjald. Hinir möguleikarnir er að dröslast sjálfur með tunnuna „uppá veg“ eða færa sorpgeymsluna. Þeir gera ráð fyrir að um helmingur sorptunna sé fjær en 15 metra. Nú bý ég í þeim enda … Lesa áfram Ruslarugl í borginni

Áramótafrí 2010-2011

Við erum komin heim eftir gott frí á Vopnafirði og Akureyri. Gott að komast í sveitina þó það hefði mátt vera lengra stopp (eins og alltaf). Gunnsteinn alveg að fíla sig með öllum ættingjunum og dýrunum – en honum leist illa á þegar mamma hans var komin með Loga 3 mánaða frænda hans í fangið. … Lesa áfram Áramótafrí 2010-2011

Gleðilegt nýtt bloggár

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur. Þá er árið 2011 gengið í garð. Áramótaheitið hlýtur að vera að blogga meira og hangsa minna á Facebook 🙂

Jólamyndir

Síðasta vinaknúsið.
Bóndinn náði á toppinn án þess að standa á stól!

Bekkjarsystur í skreytingaham.
Síðusti piparkökurnar skreyttar.
Sokkadagatal þess skapmikla – loksins tilbúið.
Sokkadagatöl þeirrar snöggu og þeirrar sveimhuga.
Jólagjafahrúgan – sem…

Jól og flutningar

Á þriðjudeginum var síðasti skóladagur systranna, þær komu klyfjaðar heim, meðal annars með afspyrnu fallegar minningabækur frá bekkjarfélögunum.  Sá skapmikli fór í síðustu heimsóknina til besta vinarins og verður mikill söknuður af því að hitta hann ekki oftar. Eftir hádegið voru bakaðar piparkökur (í annað sinn) og um kvöldið var tekið forskot á sæluna og […]