Some post Saga Conference thoughts

The very stimulating and thought-provoking International Saga Conference in Katowice and Kraków has drawn to a close. As always I come away from it wiser than before, with fresh ideas and knowledge, but the most important part of the conference for me is, and always has been, meeting old friends and gaining new ones.

In spite of the joys of this academic family reunion, the part that mosts sits with me now is the dark and dangerous times we live in. The personal is always political but politics have become personal in a way and to an extent that I have not experienced before. To wit, precarity in academia and academic boycotts are both heavily on my mind, more so than ever, intertwined with thoughts on academic freedom and freedom of expression. Due to the sensitive nature of some of my colleagues’ situation I will not be referencing some people by name.

The psychopathic invasion of Ukraine by Putin has changed the state of all things. Many universities have responded by boycotting academics at Russian research institutions, over 4000 teachers, staff, students, and graduates of Moscow State University having signed a letter already in 2022 condemning the invasion notwithstanding. I can only imagine that many of these people have faced severe repercussions for signing the letter.

A handful of esteemed colleagues hold professorships in Moscow institutions and the boycott has left them out in the cold, regardless of their opinions, the hands of European colleagues tied by their respective institutions. I know for a fact that this has ended lifelong friendships in some cases. Not least for this reason I was happy to see the name of one of my Russian friends on the list of participants in the Saga Conference. Alas, they did not show up, neither in person nor online. None of us know what happened, whether they are not permitted to travel or whatever else might be the cause. In all honesty I am becoming fearful that I might never see them again.

Visiting evil on a whole different level is the ongoing and overt genocide in Gaza, with Israeli politicians patting each other on the back while they announce their plans to the world not just to get rid of Hamas, but to wipe Palestinians from existence. This has created a situation in which demands for boycotts grow stronger by the day. The US president has responded by blackmailing American universities to stay quiet and adhere to his latest inane definitions of human rights, leading prominent academics to either leave the country or resign in protest — and who knows what might become of universities and their staff in the near future as the USA becomes ever more like Russia.

The latest affront to academic freedom is Trump’s plan to take down Californian state universities, which would leave many of my colleagues and friends, Jewish and others, without a job. Some of my Jewish colleagues have expressed fear that they might soon be unwelcome at academic gatherings with the escalating polarization between those who abhor Israel’s genocide and those who view it in terms of Netanyahu’s framing of it, with many Jews and Israelis caught in between in the crossfires. One of those expressing this anxiety is a dear friend of mine, an avid opponent of both Hamas and the wanton destruction of Gaza. If they were to accept a position at an Israeli university I would not be able to work with them in any capacity. As it is the decision of my department to boycott Israel, my hands are tied. No matter what my friend’s opinion might be.

I want to make my opinion on this particular matter clear: Hamas is atrocious and disgusting. Netanyahu’s government even more so. I think anyone with a heart feels the same way. It is simply beyond discussion, no arguments to be made in service of any other perspective.

Which leads me to another colleague of ours, a Russian Jew, a vocal antifeminist, antimuslim supporter of Zionism who wishes to see Palestine wiped off the face of the Earth, yet they do not seem to share this dread with my friend. They speak their mind without hesitation, always, and as an unaffiliated expatriate living in Europe they do not face the same restrictions as others. Ultimately, neither of them felt unwelcome at the Saga Conference. And neither did the Polish nationalist who supports the local fascist party PiS and delicately snuck his anti-abortion agenda into his conference paper.

All this is a fairly long-winded way of offering an opinion on academic boycotts. I do believe that boycotts have their merits, but I do not believe that one size fits all. Medieval Scandinavian studies is a small familial community of people with like-minded pursuits and diverse backgrounds and politics, from Marxists to ultra conservatives. We mostly get along. We mostly all know each other. I think we should get to decide who we boycott and who we don’t. People who actively advocate for murder are inherently different from those who oppose it, though they might otherwise share identities, including nationality.

I am worried about silencing. At the same time I think that our democratic right to protest supercedes such principles in some cases. The other day an Israeli academic, instrumental in the development of the AI that is killing innocent people in Gaza, and a vocal supporter of the Israeli government and its military’s atrocities, was silenced by protesters at the University of Iceland. His lecture on AI was stopped before it could begin and the event was cancelled. There is a long standing tradition of such things happening at university campuses and as always, there were many different opinions on the validity of these actions. Personally I cannot see how the democratic right of protesters could be lesser than the right of speech of a single speaker who invited himself to the institution, not only in light of his ideology but in general. He maintains his academic freedom, though he was not welcomed at this particular event. I have seen shouting at conferences to the extent that the speaker was overwhelmed. I have never experienced these occurrences as any kind of attack on their academic freedom. What I am more worried about than some single mouthpiece of a sick government getting this kind of treatment is the discreet silencing of academics who in fact oppose those very governments against which boycotts are directed. Such has been the case with my Russian colleagues.

While it undoubtedly would be difficult to practice boycotts with exceptions, I do believe that universal boycotts might in the end contribute to an extra layer of precarity. Good people living under totalitarianism that they are powerless to stop will be the first thrown under the bus — both at home and abroad. I have already seen this with my Russian colleagues. Their governments could not care less about whether or not they get to speak somewhere or work on the latest volume of the Skaldic Poetry Project. In fact it would be best if the government remained oblivious of their existence in general, let alone their personal politics. People have been known to disappear in Russia. Boycotting these colleagues will not bite anyone but them.

Extremes have been witnessed also in our Fair Free Europe. A colleague of mine in Estonia was silenced by his own university for interesting himself in researching the modern history of the Russian minority community in that country and its Soviet past. Due to the dramatic history of the relations of these countries my colleague was censored and his academic freedom was threatened by the very institutions that should have protected him, as if that very freedom wasn’t the base tenet of what a university is — much like is happening in the United States. At the same time this Russian minority has been gradually stripped of all rights, effectively becoming stateless people, and are thus being pushed farther in the direction of Russian nationalist propaganda. Thus the polarizing forces in both academic and political discourse are frequently their own worst enemies.

Had this happened to me I would have thought quickly about what other options I had. Telling me what I can’t research is even worse than telling me who I cannot collaborate with on that research. I can only imagine how that Estonian university would have reacted had my colleague been working with a Russian on that project.

My main concern is that academics are under threat of losing their jobs all over the world due to these conflicts. Academic precarity is extreme enough as it is without us imposing extra layers to it. Freedom of thought and academic freedom are under fire while we simultaneously exclude people with unfortunate passports and make others redundant. We keep training young scholars in a world that won’t offer them opportunities.

This is what Rebecca Merkelbach’s keynote addressed so eloquently. She is an excellent young scholar whose department is about to be dissolved and her own place in our community about to be made redundant. Some of our colleagues did not quite get what she was saying; certainly the future is bright, just look at all these young scholars in the room! Those young scholars are mostly without research grants, holding on to dear life while contributing to our collective search for elusive truths, and it will be a nightmare to witness most of them disappear within a few years. The future is not bright. Our discipline is failing and we are under attack from all directions. Has anyone forgotten the constant downsizing of the Arnamagnæan Institute in Copenhagen, amid plans to shut it down completely? In the end, none of us are safe.

The young ones might not make it. Established ones are being fired and threatened because they don’t fit in with the corporate and political policies of their universities and governments. While in the bigger scheme, the world gearing itself up towards World War III, this might not seem so important. But more and more academics are finding themselves on the streets and I do not wish to contribute to that by excluding the intersectional precariat, the jobless minorities working under dictatorships. We must remain in contact and fight fascism together: in Russia, Israel, the United States, and elsewhere. We are quite powerless and will probably lose, but at least we will go down together.

Rephrasing Martin Luther King I would rather judge my colleagues by the content of their character. Rather than excluding entire institutions and countries I think we need to create a safe space for academics to work together internationally. I know this is the most difficult path, but I think it’s one worth exploring.

Samtölin

Ein af merkilegri kvikmyndum sovésku eftirstríðsáranna fjallar eiginlega ekki um neitt þannig séð. Örmagna maður dregur dauða konu sína á sleða gegnum snjóinn og heldur uppi einhliða samtali við hana á meðan. Hvert förinni er heitið er ekki með öllu ljóst. Við og við er klippt yfir á bjarndýr sem er að renna á lyktina. Þannig líður myndin áfram í hægu atburðaleysi í nær fjóra klukkutíma. Разговоры heitir myndin, eða Samtölin.

Þetta sérstæða verk var tekið upp árið 1947 með aðeins tveim fátæklegum kvikmyndavélum og náttúrlegri lýsingu, á 35mm grófkornótta svarthvíta filmu frá tékkóslóvakíska fyrirtækinu Fomapan og myndgæðin eftir því. Fyrir utan hversu illa hún hefur varðveist, því ýmsar skemmdir eru í eina eintakinu sem til er. Sagan segir að myndin hafi þótt móðgandi við stjórnvöld Sovétríkjanna, sitthvað hafi komið fram í einræðum Vasilijs við látna konu sína sem ekki hafi þótt viðeigandi og því hafi verið reynt að farga öllum eintökum. Lengi vel var þessi kvikmynd því ýmist talin glötuð eða jafnvel aldrei hafa verið gerð.

Hún á sér hvorki Wikipediusíðu né einu sinni síðu á IMDB. Enda hafa fáir séð þessa mynd og enn færri um hana fjallað. Mikið óskaplega sem mig langar að geta séð hana.

Hinar mörgu grímur Garcia

Ég hef löngum furðað mig á Andy Garcia. Hann hefur tvo svipi og tvær hárgreiðslur, og fylgir önnur greiðslan alltaf sama svipnum.

Hér má sjá Garcia í essinu sínu. Svalur, smurður, greiddur, alveg meðetta.

Síðan verður hann leiður. Þá breytist svipurinn ögn og látið er eins og sorgin hafi ruglað í hárinu á honum, þó það sé alveg ljóst að það er mun meiri fyrirhöfn fyrir förðunarteymið að móta sérhönnuðu sorgargreiðsluna en hina.

Fyrir þessa kameljónstakta í Guðföðurnum númer þrjú fékk hann tilnefningu til óskarsverðlauna. Sennilega voru svo fáir aukaleikarar það árið að það bara varð að tilnefna einhvern.

Tómthús er ekki sama og tómt hús

Mig rak í rogastans þegar ég sá orðið tómthússkattur í þessari frétt Morgunblaðsins. Fyrst hélt ég að þetta væri einhver misskilningur hjá Samfylkingunni en nánari athugun leiðir í ljós að þetta er einhver tugga meðal íslenskra stjórnmálamanna sem stöðugt er endurtekin. Til dæmis talar Bjarni Benediktsson um tómthússkatt í frétt frá því fyrir fimm árum. Í ljós kemur að þetta er misheppnuð þýðing á hugtaki úr ensku, vacant home tax, sem tekur eldra hugtak merkingarnámi.

Stundum held ég að almenn vitneskja um fyrirbæri sem nefnast orðabækur sé orðin takmörkuð. Sjáum hvað íslensk nútímamálsorðabók segir:

tómthús no hk, bú sem hefur hvorki jörð né skepnur, þurrabúð

Af þessu leiðir:

tómthúsmaður no kk, sjómaður eða daglaunamaður í verstöð eða kauptúni sem hefur ekki afnot af jörð, þurrabúðarmaður

Mér finnst svosem ekkert skrýtið að almenn þekking á þurrabúðum sé ekki meiri en þetta. Orðið tómthús er sjálft ekki sérlega gagnsætt og því ekki að furða þótt fólk haldi að það jafngildi tómu húsi. Orðabækur eru þó öllum aðgengilegar og ég hefði haldið að embættismannastéttin, sem að uppistöðu er hámenntuð, myndi kannast við orðið úr skólagöngu sinni.

Hvernig er orðið tómthús þá samansett? Gluggum í orðsifjabók Ásgeirs Blöndal:

tómthúsmaður k. (18. öld) ‘maður sem býr í þorpi eða í landi sveitabæjar en hefur ekki afnot af landi’; sbr. tómthús h. (um 1700) ‘hús sem ekkert jarðnæði fylgir’. Orðið er líkl. hálfgildings to. úr d. tomt (sjá tóft), sem m.a. var haft um húslóð eða bústað sem engin grasnyt fylgdi, en hefur svo tengst lo. tómur í málvitund fólks.

Og þar höfum við það. Óskandi væri að fólk fyndi annað orð yfir skatt á búsetulausar fasteignir, því að kenna þetta við tómthús gerir fátt annað en firra fólk skilningi á stétta- og stjórnmálasögu landsins. Ein hugmynd væri að kalla það sínu rétta nafni: braskskatt.

Handahófskenndur þverskurður úr lífi mínu

Ég fór með Lomma að sjá Tindersticks í Háskólabíó í kvöld. Langt síðan ég hef komið í A-salinn og sakna hans alltaf sem bíósalar.

Snögglega birtist mér þverskurður af samleið minni og A-salar, í tímaröð.

    • Í þessum sal sá ég Jurassic Park og það var ógleymanleg upplifun. Þá fyrst langaði mig að verða vísindamaður — einn af góðu vísindamönnunum. Ungur var ég gefinn góða fólkinu.
    • Löngu síðar fór ég nokkuð skakkur í sama sal að sjá Plan 9 From Outer Space á vegum klúbbsins Filmundar. Ógleymanlegt einnig, en á annan hátt. Sá einnig Night of the Living Dead og margt annað gamalt og gott.
    • Þar voru svo haldnir útgáfutónleikar Jagúarplötunnar Get the Funk Out og samsvarandi stuttmynd, skelfilega léleg, látin rúlla á tjaldinu á meðan. Eftir á að hyggja finnst mér platan líka léleg, en það fannst mér ekki þá. Að mörgu leyti hef ég mýkst með aldrinum en að þessu leyti harðnað.
    • Í menntó fór skólinn í ferð í A-salinn til að sjá nútímatónskáld flytja verk sitt um býflugur. Sumir kennararnir veinuðu úr hlátri allan tímann meðan nemendur sem höfðu meiru að tapa héldu sig á mottunni.
    • Þarna útskrifaðist ég úr Menntaskólanum við Sund og mun aldrei gleyma því að sitja ´á sviðinu með hvítan koll í kjöltunni.
    • Sama ár á sama sviði kenndi Róbert Haraldsson mér í fílunni. Mér þykir enn vænt um það námskeið og finnst skelfilegt hvernig því var slátrað.
    • Ekki löngu síðar sótti ég þar fyrirlestur Davids Lynch um innhverfa íhugun og spjallaði við hann á eftir á sviðinu góða — um allt annað en innhverfa íhugun, sem honum skiljanlega leiddist. Hann virtist dapur því enginn vildi tala við hann um efni fyrirlestrarins. Ég skammast mín enn. Sendi þér afsökunarbeiðni út í kosmósinn, elsku David.
    • Strax eftir bankahrun hentu heimskir stjórnmálamenn ríkisútvarpinu beint í hakkavélina. Í A-salnum var þá haldinn stór mótmælafundur, sem ég sem útvarpsfíkill og -unnandi sótti, en fundurinn skilaði engum árangri svo ég muni. Allt fólkið sem þá var rekið er ennþá rekið í dag.
    • Á nefndu sviði útskrifaðist ein stjúpdætra minna úr menntaskóla. Um leið sá ég ýmsa gamla kennara mína orðna hvíta og komna á eftirlaun, sem var á sinn hátt sérstök upplifun. Hvítir kollar uppi á sviði, rétt að byrja; hvítir kollar úti í sal, komnir langleiðina.
    • Á vori hverju síðan 2014 hef ég fengið að sjá, út um eldhúsgluggann, flóðgátt hvítra kolla fleyta glöðum ungmennum á móts við framtíðina úr þessum sal, og mér verður hlýtt í hjartanu.
    • Kvöld eitt rétt fyrir fertugsafmæli mitt tróðu þar upp Tindersticks og salurinn fylltist af mjúkri og sérstæðri baritónhlýju Stuarts Staple, sem ég átta mig skyndilega á að er ekki töffari heldur krúttmonsa, meðan landsþekktur maður dansaði sitjandi eins og andsetinn væri tveim röðum framan við mig. Eftir á að hyggja hefði ég átt að beina myndavélinni að honum, en þess í stað tók ég 30 sekúndna mynd af hljómsveitinni.

Þannig varð mér samfylgd okkar, þessa salar og sviðs sem mér þykir svo vænt um, skyndilega hugleikið. Og margt auðvitað ónefnt. Guð má vita hvenær ég fæ næst að koma í A-salinn góða.

Af góðum ljósmyndurum og öðrum

Uppáhalds karlkyns ljósmyndarinn minn gaf út nýja bók í síðasta mánuði, hinn ástralski Trent Parke. Ég er vanur því að það sé ekkert sérstaklega erfitt að nálgast bækur allajafna, en þannig er það ekki í myndlistarheiminum virðist vera. Ekki ein einasta bók eftir hann er fáanleg og mögulega verða þær aldrei prentaðar aftur. Gangvirðið á bókunum hans er eftir því komið út í algjöra vitleysu og ég hreinlega skil ekki hvað listamaðurinn fær út úr því að prenta ekki bara nýtt upplag meðan eftirspurnin er svona.

Bækurnar hans seljast hraðar en miðar á Taylor Swift, svo ég stökk á nýju bókina. Og svo vill til að í henni, innan um aðallega myndir sem ekki hafa áður birst (settar saman í röð sem segir söguna af því kuski sem mannkyn er í alheimssögunni, horfið um leið og það birtist), eru einmitt nokkrar af þeim myndum sem ég held allramest upp á af öllum þeim sem ég hef hingað til séð eftir hann. Af öllu að dæma er nýja bókin rosaleg. Ég rambaði á YouTube-myndband þar sem einhver gaur flettir gegnum alla bókina en hætti fljótlega að horfa því ég vil fá að njóta bókarinnar sjálfur þegar ég fæ hana í hendur, leyfa henni að koma mér á óvart.

Ég er ofsalega spenntur fyrir þessari bók, Monument eftir Trent Parke.

Önnur bók sem mig dauðlangar að eignast er eftir hann og konuna hans Narelle Autio sem líka er ljósmyndari. Eins og allar aðrar bækur sem þau hjón snerta er sú ófáanleg, en hún heitir The Seventh Wave og snýst um baðstrandarmenningu Ástrala. Myndirnar í henni eru hreint út sagt ótrúlegar, allar teknar á filmu með vatnsheldri Nikonvél og margar þeirra, teknar neðan flæðarmáls, sýna syndandi fólk í ótrúlegustu fljótandi stellingum. Þau eru svo miklir snillingar bæði tvö að hálfa væri nóg.

Strákur sem ég hafði aldrei áður heyrt um en mun vera sonur Beckhamhjónanna og heita Brooklyn gaf út ljósmyndabók, ekki af eigin ástríðu heldur af því Penguin hringdi í hann og bað hann um að gera það. Bókin er troðfull af sjálfsmyndum teknar með aðstoð spegils með dýrustu fáanlegu myndavél á þeim tíma (Leica M10). Svo eru myndir af honum sem hann tók ekki sjálfur en það hver tók þær myndir er víst aldrei gefið upp í bókinni. Ljósmyndarar hafa keppst við að drulla yfir þessa bók af ýmsum ástæðum og ég verð að viðurkenna að mér var pínu skemmt yfir þessum bókardómi hér, sem er aðeins fyrri helmingur af ítarlegri níðdómi. Ég nenni ekki að sjá seinni helminginn, þetta dugar mér.

Aumingjans strákurinn. Stórfyrirtæki mættu alveg íhuga hvað þau eru að gera krökkum þegar þau ginna þau út í að prenta peninga handa sér með þessum hætti.

Nú þegar skammur ljósmyndaferill hans er yfirstaðinn, ferill sem otað var að honum eins og hugmynd sem hann aldrei hefði fengið sjálfur, þá ætlar hann víst að reyna fyrir sér sem kokkur. Ég vona innilega að honum gangi það vel þó að mig gruni að fáir muni verða til þess að vilja smakka matinn hans.

Málið og ekki málið — í engri sérstakri röð

Fyrirbæri sem fólki fannst einu sinni vera málið:

      • The Strokes
      • Benny Hill/-Hinn
      • Ku Klux Klan
      • Neil Gaiman

Fyrirbæri sem fólk fattaði einu sinni ekki að væri málið:

      • Feminismi
      • Litfilmur
      • Helen Mirren
      • Steinar Bragi

Fyrirbæri sem verða aldrei málið þó að einhver muni halda það:

      • Lasagneuppskriftirnar í Mogganum
      • Laxeldi
      • Fiskur með osti
      • Elon Musk
      • Talandi heimilistæki

Exhíbísjónismi og eitur

Ég man þegar bloggið var að byrja um aldamótin hvernig umræðan var. Nú væri fólk farið að skrifa opinberlega um sturtuferðir sínar, tíðahvörf og tíðindalausar ferðir á dekkjaverkstæði. Þetta þótti sprenghlægileg sjálfhverfa enda augljóst að enginn hefði áhuga á að lesa svoleiðis leiðindi.

Auðvitað var margt misjafnlega skemmtilegt skrifað á bloggsíður þá eins og nú, rétt eins og alstaðar annarsstaðar þar sem fólk tjáir sig. Kannski fólk ætti bara að halda kjafti og vera filtersætt á Instagram frekar en að taka af allan vafa um innihaldsleysi lífsins, taka nokkur góð dökkfeis við Dynjanda?

Mér varð hugsað til þessarar kröfu sem þá heyrðist, fyrir um 23 árum, að það sem bloggið helst skorti væri innihald. Það þyrfti eitthvað meira, kannski ekki djúpar akademískar pælingar en í það minnsta eitthvað meira krassandi en óumbeðnar fréttir úr snittuboðum og tæknisögulegar skemmtisögur af muninum á túr- og retúrofnum, og helst eitthvað sem samræmst gæti stílfagurfræði Morgunblaðsins. Þessi nýfæddi skratti var þó fljótur að éta ömmu sína og innan fárra ára var Moggabloggið fætt. Þar gat hver sem er bloggað um fréttir þannig að skoðanir þess birtust inni á fréttavefnum sjálfum. Andri Snær líkti þessu við að fá dagblaðið útkrotað inn um lúguna, eftir að hafa fyrst farið rúnt milli nágrannanna.

Þar vantaði heldur ekki hversdagslegar færslur enda orðið alvanalegt að tjá sig um allt og ekkert á opinberum vettvangi. Mér finnst stundum eins og samfélagsmiðlanotkun töluvert margra kynslóða hafi mótast af tilkomu þessa leiðindafyrirbæris sem Moggabloggið var (og reyndar er, þó það fari lítið fyrir því núorðið). Það segir líka töluvert um Facebook að þar sést ekki ungt fólk. Þar er enda ekkert að sjá nema eitt af þrennu:

      1. Stjórnmálatengd öskurapakattalæti
      2. Hvunndagssögur (stundum í öskurapastíl)
      3. Tilþrif í einkalífinu

Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að samfélagsmiðlar séu eitur, en þó að ég hafi kannski helst hætt á Facebook af fyrstnefndu ástæðunni (þó margar fleiri ástæður megi telja), er þetta síðasttalda ef til vill mesta eitrið. Á níunda áratugnum voru góðborgarar lafhræddir við hlutverkaspil en nútildags ganga samfélagsmiðlarnir einna helst út á að leika uppdiktuð hlutverk, bara mun leiðinlegri hlutverk en Drekar og dýflissur buðu upp á.

Oftnefnt dæmi er ofurmamman sem er búin í ræktinni áður en krógarnir eru skriðnir á lappir og er þá þegar tilbúin með vel útilátinn morgunverð, skutlar krökkunum svo í leik- og grunnskóla, fer svo að forstjórast í verðlaunanýsköpunarfyrirtækinu sínu, tekur hádegisverðarfund með Félagi kvenna í atvinnulífinu á Apótek, og er á dularfullan hátt alltaf með tandurhreint heimili, þriggja rétta kvöldverð og fullkomin englabörn sem aldrei kasta grjóti oní skurð. Þá eru ótaldar fjallgöngurnar, brönsin, Jakobsvegirnir, selfístundir með vinkonum á happy hour á Snafs, dásamlegu utanlandsferðirnar og allt þetta hitt sem lætur okkur hinum líða illa með sjálf okkur.

Um þetta fjalla Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir og gamla skólasystir mín Helga Lára Haarde hvor í sínu lagi í Vísi. Í dag er svo viðtal við þær um þau skaðlegu áhrif sem af því hlýst að vera sífellt að bera sig saman við aðra á samfélagsmiðlum. Ég vona að sem flest lesi þetta. Samfélagsmiðlar eru skolli lúmskt eitur, því í grunninn sjáum við myndir og texta sem lýsa hamingjusömu lífi ósköp venjulegs efrimillistéttarfólks. Og jafnvel þótt við þekkjum kannski ekki margar ofurtýpur af því tagi sem lýst er að ofan, þá safnast stakar færslur okkar mörghundruð facebookvina saman í heildarmynd sem merkir einfaldlega að þú ert sorp með allt niðrum þig, meðan allir aðrir eru normal hamingjuhrólfar, blómálfar og meistarakokkar með eigin atvinnurekstur. Þá hættir fólki til að reyna að vera eins og ofurfólkið á samfélagsmiðlunum, en áttar sig ekki á því að meintu ofurfólki líður svona líka. Keppni í að lifa sem innihaldsríkustu lífi á internetinu gerir tæpast mikið fyrir raunverulegt líf þeirra sem þykjast lifa því.

Fólk vill eðlilega helst draga upp sem besta mynd af sjálfu sér en það getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd annarra. Gömul skólasystir hleypur upp og niður Esjuna tíu ferðir á dag (og ekki bara upp að Steini), en þú kemst ekki nema másandi upp tröppurnar að Akureyrarkirkju. Svo rennur til dæmis upp einhver skáldaður dagur tileinkaður feðrum og allir keppast við að setja inn krúttlegar myndir og lýsa margslungnum sönnunargögnum um að þeirra pabbi sé sá besti sem til hefur verið. Það er að segja, allir nema einmitt þín börn.

Það getur verið erfitt að minna sig á að það sé nú ekki alveg satt þegar þetta er það sem blasir við manni á hverjum degi. Að líf annarra sé betra en þitt. Fyrir utan svo öskrin úr apahellinum sem sýna eiga að allir vita betur en allir aðrir hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo hoppar upp auglýsing fyrir Skógarböðin og þú fattar skyndilega að frændi þinn var að deila henni í von um að vinna ókeypis aðgang að sundlaug sem er 500 kílómetrum frá heimili hans. Næsta færsla fyrir neðan er frá mömmu; hana langar að vinna rafknúið sláttuorf, þó að hún búi á Hrafnistu. Þín eigin fjölskylda er endurgjaldslaust orðin að gangandi auglýsingastofu.

„Þetta er voðalegur tímaþjófur,“ segirðu á kaffistofunni, en veist innst inni að þú getur ekki hætt. Hætt að lesa um hvunndagsleiðindi annarra. Costcoferðir og hvað það sé nú dýrt í Sky Lagoon. Gremjupósta vegna sorphirðumála í Grafarvoginum („þetta fólk í ráðhúsinu hefur nú aldrei komið austur fyrir læk“), sem einhver einn eða tveir eru ósammála („mér finnst nú sorphirðan alveg til fyrirmyndar hérna í Feykifold“). Máfafaraldur í Sjálandshverfi og rottufaraldur í miðbænum (nei, hin sortin af rottum). Jón Örn orðaði þetta hvað best þegar hann sagðist ekki geta hætt á Facebook vegna þess að þar væri spjallvefur húsfélagsins.

Ekki svo að skilja að ég ætli mér að hræsna með því að gagnrýna fólk fyrir að nýta sér samfélagsmiðla. Ég var mjög virkur á Facebook þar til í nóvember síðastliðnum þegar mér varð loksins nóg boðið sakir stöðugs áreitis og múgæsings, ekki svo mjög vegna hvunndagsfærslna um fermingar og kisuna Táslu (ef það er eitthvað sem ég sakna þaðan, þá væri það einmitt það). Svo er ég ennþá á Instagram en á að vísu ekki í öðrum samskiptum þar en að setja inn ljósmyndir sem ég tek, skrifa aldrei neitt.

Nei, ég skrifa þennan langhund meira í viðleitni til að hugsa upphátt á þessum vettvangi, sem fyrir furðulega mörgum árum þó skammt virðist síðan hlaut ákúrur fyrir að vera leiðindapleis fyrir plebba með sýniþörf. Nú er kominn annar vettvangur fyrir slíkt nema nú eru þar nánast bókstaflega allir. Mér finnst það í senn pínu fyndinn umsnúningur en jafnframt umhugsunarverður. Í sjálfu sér þykir mér það gott að fólk sé orðið minna feimið við að tjá sig opinskátt um líf sitt og líðan, sorgir og sigra. En mér þykir líka skringilegt að sjá megnið af þessum hversdagsfærslum snúast upp í auglýsingar með hinum og þessum hætti. Ég nefndi við einhvern nýverið að ég íhugaði að halda upp á fertugsafmælið mitt í haust og var þá spurður hvernig ég ætlaði að fara að því að bjóða fólki í það, eins og það sé yfirhöfuð ekki hægt nema á Facebook.

Hvernig ætlarðu eiginlega að komast til Ísafjarðar ef þú átt ekki öfluga gormaskó? Til Tene nema að eiga loftbelg?

Ég myndi vilja óska þess að bloggið sneri aftur af krafti, að fólk skrifaði hingað út á netið í samfelldu, ígrunduðu máli, heldur en í fljótfærni og örsneiðum inn í lokaða auglýsingamaskínu jafnaldra míns í Kaliforníu. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé raunhæft eins og er, að sú breyting geti orðið. En það væsir heldur ekki um einsetumenn eins og mig hérna úti í óbyggðum internetsins.

Volaða land, horsælu hérvistar slóðir!

Ég fór allt í einu að velta fyrir mér hvenær sautjándi júní yrði. Þá mundi ég að hann er löngu liðinn. Það hefur bara ekki verið neitt til að minna á sumar hérna í ár svo ég pældi ekki mikið í því fyrr en núna.

Fór út að ljósmynda í dag og miðbærinn var steindauður. Svolítið eins og í kringum aldamót, nema nú voru þessar örfáu hræður allar erlendir ferðamenn. Flestir staðir lokaðir og fólk sat eins og illa gerðir hlutir í rigningunni, ekki alveg með á hreinu hvað væri hægt að gera í þessum undarlega bæ. Svarið er auðvitað það sama og það hefur alltaf verið: óskaplega fátt. Ungir grétu; aldnir gnístu tönnum. Fólk svo þjakað að það gat ekki beðið eftir að komast heim til Coventry.

Eldri karlmaður var vakinn upp af örvæntingu sinni, að hann hefði sólundað öllu sparifé sínu í þennan makalausa áfangastað, eins snauðan og hann er dýr, óvænt þegar hálfétið pylsubrauð ´féll af himnum ofan í höfuð mannsins, eins og sending, úr kjafti máfs. Maðurinn tók pjönkur sínar og gekk burt hægum skrefum, bugaður, og kvað svo lágt fyrir munni sér að ég varla greindi það:

Flúinn er dvergur, dáin hamratröll,
dauft er á himni, lítið norðurljósa …

Til allrar hamingju var bókabúð beint fyrir framan þar sem sumir leituðu skjóls í eins miklum skröksögum um menningu víkinga og þeir gátu í sig látið. Gæti ég endurgreitt ykkur öllum ykkar hörmungarför, kæru vinir, þá glaður gerði ég það. En ég er víst aðeins efnalítill kennari hér á þessari sömu eyju sem hrafnar fundu en máfar numu. Svona er nú lífið grimmt. En þetta fólk svindlar víst ekki á sér sjálft; það yrði aðeins einhver annar til þess ef við yrðum ekki fyrri til.

Fólk álpast hingað líka í von um að sjá hvali synda í fallegum vöðum en er allt eins líklegt til að sjá ríflega áttræðan karl taka þá í sundur með skutlinum sínum. Ekki veit ég hvað þessi hveli hafa gert honum, ef til vill drepið pabba hans sem lét hann lesa Moby Dick aðeins of oft, en stundum held ég að þessi gamli maður sé ef til vill langreyður (þarna sjáið þið að y skiptir máli, sama hvað sumir segja).

Langljórarnir

Gneistinn bloggar skemmtilega um Stephen King sjónvarpsmyndina The Langoliers (hvað í fjandanum sem það orð á nú að merkja), sem hann hefur ekki séð og vill ekki sjá, og tilraunaútgáfu af sömu mynd sem er sérlega áhugaverð. En hann hefur lesið nóvelluna sem er meira en ég hef gert.

Ég sá The Langoliers á Stöð 2 forðum daga þegar hún var ný, nema hún var sýnd í tveim hlutum eins og þá var algengt. Nútildags þykir hins vegar ekkert tiltökumál að gera mynd eins og Oppenheimer sem er töluvert lengri en báðir helmingar The Langoliers samanlagðir. En ég sá aðeins fyrri hlutann. Það liðu mörg ár áður en ég náði að klára myndina, og seinni hlutinn olli mér töluverðum vonbrigðum.

Plottið í myndinni er eins flott og þau verða. Flugfarþegar ranka við sér af værum blundi og allt fólkið sem ekki svaf er horfið úr vélinni. Flugstjórinn sömuleiðis og varaflugstjórinn, en til allrar lukku er annar flugstjóri meðal farþega sem ekki hvarf svo hann getur lent vélinni, að sjálfsögðu á flugvellinum í Bangor í Maine þar sem höfundur sögunnar sjálfur bjó, þó að vélinni hafi upphaflega verið stefnt til Boston. Skýringin á því meikar núll sens fyrir okkur sem erum ögn kunnug landafræði austurstrandarinnar og skiljum þá staðreynd að það breytir engu á hvorum vellinum er lent þegar það er ekkert fólk til á jörðinni. Sagan hummar alveg yfir þessa ákvörðun flugstjórans og veitir engar skýringar á því, enda er þetta fyrst og síðast til að keyra áfram þann hluta plottsins sem snýr að leiðinlegum kaupahéðni sem er á leið til Boston til að fremja bisnessseppuku. Hann auðvitað eipsjittar yfir því að eiga að lenda í Bangor frekar en Boston. Það að einhver vilji alls ekki fara til Bangor er sennilega raunsannasti hluti sögunnar. Þessi kaupahéðinn er vel að merkja leiðinlegasta persóna myndarinnar og alveg ferlega illa leikin, af sama gaur og lék kókaínfíkna lögmanninn í True Romance (þar stóð hann sig betur, og hann deyr líka í þeirri mynd ef einhver var forvitinn).

Þau lenda í Bangor og átta sig fljótt á því að ekkert virkar. Samlokurnar í fríhöfninni bragðast eins og pappír, bjórinn er flatur, og þá rennur upp fyrir þeim að ef þetta sé tilfellið, þá muni flugvélabensín ekki brenna heldur. Þau eru föst, og það eru hrikaleg hljóð í bakgrunninum. Einhverjar verur, ábyggilega ekki ljúfar sem kanínur, eru að nálgast. Þarna endar fyrri helmingur myndarinnar og mér fannst þetta geðveikt, alveg fullkomið nánast. Kannski hefði þetta bara átt að enda þarna því seinni helmingurinn er eins leiðinlegur og hann er tilgangslaus. Allur seinni helmingurinn er rifrildi á flugvellinum meðan Langolierarnir nálgast, en svo fatta þau að þessi tímalausi dauði staður er öðruvísi inni í flugvélinni, þar sem er ennþá tími, og þar af leiðandi getur vélin enn brennt eldsneyti. Svo þau ákveða að fljúga af stað aftur og reyna að finna þetta tímahlið sem þau óvart flugu í gegnum.

Það sem er óþolandi er að þetta tekst þeim og allt endar vel. Nema þrír farþeganna drepast í tímalausa flugvellinum í Bangor. Áhorfandanum gæti ekki verið meira drull. Þetta eru illa skrifaðar persónur, sem er óvanalegt fyrir King. Eða kannski eru leikararnir bara svona ósjarmerandi og lélegir.

Tilraunaútgáfan af myndinni sem Gneistinn talar um er allt annað fyrirbæri. Hver einasti rammi í myndinni, og nú er ég ekki viss um hve marga ramma á sekúndu við erum að tala um hérna, er prentaður út í svarthvítu. Pappírinn næst krumpaður og krambúleraður á alls kyns vegu. Sagan er stytt umtalsvert svo hún er aðeins rúmur klukkutími, og síðan er tekin ljósmynd af hverjum ramma og þeim raðað saman eins og hreyfimynd. Stundum er pappírinn rifinn eða látinn krumpast til að tákna tilfinningar eða stemningu í myndinni, og allt bætir þetta töluverðri dýpt við upprunalegu myndina. Skyndilega verður þetta allt saman öllu áþreifanlegra, nauð persónanna raunverulegri um leið og öll áferð myndarinnar er óraunverulegri, draumkennd nánast.

Og það sem best er: endinum er breytt. Þau lifa ekki af flugið í gegnum tímahliðið, því þegar persóna Dean Stockwell (ó, Quantum Leap, hvað hétu þeir þættir aftur á íslensku?) áttar sig á því að aðeins fólkið sem svaf hvarf ekki síðast, þá fara hlutirnir öðruvísi en búast mætti við. Ef þau fljúga í gegn vakandi þá hverfa þau öll úr tilverunni, fattar hann og æpir yfir alla flugvélina. Ég man ekki hvernig þeim tókst öllum að lúlla sér í gegnum þetta í upprunalegu útgáfu myndarinnar, en í þessari gerð er of seint að afstýra slysinu og þau hverfa öll í óminni tímans. En af því að myndin var tekin eins og hún var tekin þá höldum við að allt muni bjargast, því allt stefnir að því. Svo nýi endirinn er ekki aðeins gjörbreyting, heldur hreinlega sjokkerandi. Svona eins og ef Tinni og félagar stæðu hlæjandi í lok þáttar og yrðu allt í einu plaffaðir niður af fjöldamorðingja. Þetta er það óvænt vending.

Allt í allt er The Langoliers mynd sem mér hefur þótt gaman að horfa á stundum, þrátt fyrir snubbóttan endinn og þá vanvirðingu við hina augljósu reglu að þegar skrímslið er of hræðilegt til að sýna það, þá skuli maður einmitt ekki sýna það. Þetta vígtennta kókópöffs í lokin fer alveg með myndina. En þessi furðuútgáfa af sömu mynd, The Timekeepers of Eternity, prentuð að því er virðist á laserprentara og síðan ljósmynduð, er stórkostlega merkilegt listaverk. Sagan verður ekkert betri þó hún sé stytt og allt það, nema fyrir endinn. Og þetta er mynd sem ég held að allir hryllingsunnendur ættu að bera sig eftir að sjá. Hin allra þolinmóðustu gætu svo viljað bera saman við upprunalegu myndina, en það er alger óþarfi held ég.