Mynd á viku 11 – Grámi
Grámi. Til að sjá allar myndirnar hingað til smelltu á myndina.
Vefsamfélag í mismikilli virkni
Grámi. Til að sjá allar myndirnar hingað til smelltu á myndina.
Nú berast af því fréttir að Menntaskólinn Hraðbraut muni hugsanlega hefja aftur rekstur. Skólinn var lagður niður í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á rekstrinum og komst að því að greiddur hafði verið út arður sem skólinn stóð í raun ekki undir, að nemendur í honum hafi um árabil verið færri en þjónustusamningur hans […]
Hef síðustu daga verið að hugsa mikið um læsi og lestur. Aðallega út frá honum Gunnsteini mínum og því hvernig hann færist alltaf nær og nær því að geta lesið. Hann þekkir orðið alla bókstafina, bæði litla og stóra stafi. Þekkir orðið sum orð bara af því að sjá þau – og, ís, amma, jól, … Lesa áfram Bernskulæsi Gunnsteins →
Það er auðvitað sígilt að gera bóka-óskalista fyrir jólin. Svona eftir að hafa grúskað í bókunum hér og þar… í gamla daga bara í bókabúðum, en núna ekki síður þegar maður skreppur út í Bónus að kaupa mjólk. Allsstaðar bækur. Ég fer samt óvenjulega oft í bókabúðir í desember, svona til að kynnast bókunum aðeins […]
Síðustu dagar hafa einkennst af niðurpökkun og þrifum en þó höfum við bæði lagt land undir fót og fengið gesti. Um síðustu helgi fórum við á Fjón. Áttum fyrst alveg frábæran dag í Egeskov slot, vorum þar sannir túristar. Mæli virkilega með ferð þangað fyrir þá sem eiga leið um nágrennið. Þarna var eitthvað fyrir […]
Strumpan kvaddi bekkinn sinn fyrir viku og var leyst út með alls kyns gjöfum auk teikninga með kveðjum frá öllum í bekknum. Ein til að mynda af henni sem hafmeyju, þar sem teiknarinn hafði skrifað að þetta væri „en tro kopi af dig“ … sá hafði verið með afmælisveislu heima og býr svo vel að […]
Þá erum við enn og aftur búin að taka á móti gestum, að þessu sinni frændum okkar Norðmönnum. Unnur og Ágúst komu seint á fimmtudagskvöld, krakkarnir í góðum gír eftir ferðalagið og kvöldið því með lengra móti. Strumpan alveg að fara á límingunum að bíða eftir þeim og var ansi stjörf daginn eftir að fara […]
Í síðustu viku voru tvær kveðjustundir. Fyrst kvaddi ég LC klúbbinn minn, við áttum góða stund í „kolonihavehus“ einnar. Ég vona svo sannarlega að ég fái tækifæri til að hitta þær aftur en hálf skrýtin tilhugsun að það verði kannski ekki. Seinni kveðjustundin var svo á föstudag þegar við kvöddum dagmömmu Skottunnar. Það er mikil […]
Þá er mánuður síðan síðast og fer að minna á gamla daga, þegar mátti þakka fyrir að bloggið væri svo reglulegt og oft að það mætti kalla það hið mánaðarlega. Að þessu sinni hafa gestakomur og ferðalög komið í veg fyrir skriftir, ég þykist vera svo góður gestgjafi að ég sitji ekki löngum stundum í […]
Það er ekki seinna vænna en að skrifa eitthvað um það sem á dagana hefur drifið undanfarið, ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skrifa oftar (og minna í einu þá) er það núna. Fyrst skal telja afskaplega ánægjulegt foreldraviðtal sem ég fór í með kennurum Strumpunnar. Það var aðeins öðru vísi en það […]
Sumardagurinn fyrsti var haldinn nokkkuð hátíðlegur á heimilinu að íslenskum sið. Dæturnar voru á sínum stað um morguninn svo við hjónin notuðum tækifærið til að fara í Aros, það var takmarkaður áhugi á að deila þeirri ferð með áhugalitlum dætrum í hlaupagír. Ég hafði svo sem komið inn áður og séð Strákinn ofan frá en […]
Þá eru MA kennarar komnir og farnir. Fyrst fengum við dönskudeildina og heiðurmeðlimi í mat (Selmu og Þengil, Ragnheiði og Jónas og Gunnu). Mummi skellti í fiskefrikadeller, það verður auðvitað að halda í danskt þema. Við vorum leyst út með gjöfum, stelpurnar fengu sælgæti og við líka auk þess að fá Gammel dansk. Áttum ágæta […]
Ég gleymdi alltaf að segja frá einum yndislegum sunnudagsrúnti sem við tókum í síðasta mánuði. Ég hafði rekist á frásögn um hverfi hér í Árósum sem heitir Finnebyen. Þannig var að eftir seinni heimstyrjöld var gríðarlegur húsnæðisskortur hér og sveitarfélagið festi kaup á 122 timburhúsum frá Finnlandi, sem voru 56 fermetrar að stærð 🙂 . […]
Strumpan var aðalefni síðustu færslu, hún er nú búin að ná sér vel, lítur orðið þokkalega út en þráir heitast að veikjast aftur, bara vægar í þetta skiptið, því þjónustan er nánast orðin „non existent“ eftir að hún náði sér á strik. Skottan krækti sér í enn eina magakveisuna, svo nú má sú eldri horfa […]
Fyrir heilum áratug (2001) þá skrifaði ég bók. Síðan gerði ég eiginlega ekkert við hana. Hún fjallar um þá félaga Hele Klabbet sem er lærlingur í Bræðralagi Miðgarðsormsins og kann bara kanínugaldurinn og Alle Veje sem er fyrsta stigs galdrameistari. Þeir lenda í ævintýrum þegar galdrakort kemst í þeirra hendur og þurfa að nota það […]
Ji þaðeru bara úrslit í kvöld. Þetta verður aldeilis spennandi. Og allt í beinni útsendingu. Nei í alvörunni. Sjö lög, misgóð einsog gengur, en ekkert þeirra afspyrnuslæmt. Og stefnir að óséðu í að þetta fari alltsaman ágætlega, hvernig sem fer. Ég dundaði mér við það í dag að telja saman hvaða lög hefðu fengið mesta […]
Ég er dálítið mikið að hugsa um lög þessa dagana. Lög af ýmsu tagi. Í dag langar mig að skrifa um Evróvisjónlög. Kannski skrifa ég um einhvern veginn öðruvísi lög seinna. Svo skrifa ég ábyggilega meira um Evróvisjónlög líka. Ég meina, kommon, þetta blogg er búið að halda sér á lífi (eða svonaaaa, með mislöngum […]
Ég ætlaði að vera voða dugleg að skrifa á þetta blogg þetta árið – en svo eru bara allt í einu alveg að koma jól – alveg eins og ég bjóst við. Núna er ég andvaka. Var að klára að lesa bókina Einn dagur og er með óskaplega Bretlandseyjaþrá. Langar til Edinborgar, langar til London, … Lesa áfram Andvakablogg →
Sú tillaga var samþykkt einróma af sjálfri mér að framlengja aðventuna þetta árið og hófst hún í lok ágúst. Það er auðvitað alvitað að haustið er hin eina sanna árstíð og gleðin magnast svo smátt og smátt þangað til hún nær hámarki í desember. Frá ágústmánuði hef ég masterað word-skjal með jólagjafaskipulagi og nostrað við […]
Hér má lesa kaflann í drögum að nýrri stjórnarskrá um Alþingi. Ég ætla rétt aðeins að tæpa á því sem mér finnst athugavert í þessum kafla: 37. gr. Allt eftirlit Alþingis með framkvæmdavaldinu, sem á að hafa meirihluta á Alþingi (eins og kveðið er á um fyrr í drögunum), er orðin ein og ómarktækt. 38. […]
Ég var á hjartnæmum tónleikum fyrr í kvöld: Tónleikum sem Félag heyrnarlausra hélt til að fagna því að Alþingi skyldi hafa viðurkennt íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra í vor sem leið. Heyrandi og heyrnarlausir listamenn fluttu tónlist hlið við hlið fyrir nánast fullri Langholtskirkju. Falleg stund. Hún minnti mig á dálítið. Mér varð hugsað til […]
Ignóbelsverðlaunin 2011 voru veitt við hátíðlega athöfn á fimmtudagskvöldið var. Eins og ég hef rakið á þessu bloggi á hverju einasta ári síðan ég byrjaði, þá eru þetta verðlaun sem kallast á við Nóbelsverðlaunin, en í stað þess að verðlauna það merkasta úr vísindaheiminum, þá eiga verðlaunahafarnir það sameiginlegt að hafa miðlað heiminum nýrri og […]
Hér er hægt að lesa annan kafla draga að nýrri stjórnarskrá sem fjallar um mannréttindi og náttúru. Ég ætla ekki að skrifa þetta allt upp aftur. Megnið af þessu er gott og ég vil sérstaklega minnast á nokkur atriði sem mér finnast frábær. „Allir hafa meðfæddan rétt til lífs.“ „Öllum skal tryggð … vernd gegn […]
Hér er hægt að lesa 1. kafla tillögunnar að nýrri stjórnarskrá sem heitir: Undirstöður. Við skulum lita á þessar 5 greinar sem eiga að vera undirstöður Lýðveldisins: 1. gr. Stjórnarform Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. Þetta er í raun samhljóða núverandi 1. grein: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn“ bara aðeins annað orðalag. Þarna er […]
Ég held að sá misskilningur, að orðið gagnrýni þýði að rýna til gagns en ekki að rýna í gegnum, hafi skapað ástand þar sem raunveruleg gagnrýni er litin hornauga og álitin vera það sama og niðurrif, þ.e. ef þú hefur ekki eitthvað gott að segja um e-ð sé betra að þegja en að benda á […]
Kaflinn Aðfaraorð í nýju stjórnarskránni er ekki langur. Þó svo að það sé hægt að lesa hann hér ætla ég samt að birta hann í heild sinni: AíFARAORí Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi […]
Skattaprósenta ein og sér segir ekkert um það hvort skattar séu of háir eða ekki. Það þarf að taka meira með í reikninginn, t.d. hvað fólk fær fyrir þessa skatta (hvað þarf það t.d. að borga sjálft fyrir heilbrigðisþjónustu og hvað borga skattarnir). Þannig eru skattar í Bandaríkjunum líklega of háir þó þeir séu mun […]
Við lestur fréttarinnar kemur svo raunar í ljós að þarna er ekki um hin margrómuðu dönsku fjöll að ræða.
Ég fór að skoða Hörpuna í Reykjavíkurferð minni um daginn. Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um þetta hús. Það lítur nokkuð vel út utan frá séð, eiginlega bara frekar töff. Ég er samt ekki viss um að mér finnist það fallegt eða eiga heima í miðbænum, en hvað með það. Hins vegar […]
Ég vil skora á alla íslenska presta að flytja búferlum til Noregs.
Sigurður Guðmundsson: Planking since the 70s.
Kominn á skerið og lífið í svona nokkurnveginn fastar skorður. Og Evróvisjón í kvöld og ég hef ekki tjáð mig um það einu orði. Liggur við fyrsta Evróvisjónbloggfalli frá því ég byrjaði á þessu fyrir meira en … hvað … átta árum. Sjitt. Ég hef dútlað við þetta í meira en átta ár (með hléum). […]
Um liðna helgi buðu búlgörsku vinirnir mér í mat á sunnudagskvöldinu. Það var ljúft. Svo voru tveir vinnudagar og að kvöldi þriðjudagsins flaug ég til Barcelona. Mestur tíminn síðan þá hefur farið í að sitja ráðstefnu og fundi, en samt hafði ég tíma til þess að skoða Sagrada Familia á miðvikudaginn og Picassosafnið og Römbluna […]
Gamla myndavélin okkar sem frúin notaði til að taka myndir hérna úti hefur látið á sjá eftir nokkrar byltur. Svo ég fór í raftækjabúðina Saturn um þarsíðustu helgi og keypti nýja. Strax þá um laugardagskvöldið vígði ég hana á körfuboltaleik í Paul Horn Arena þar sem Tígrarnir hans Walters völtuðu yfir EWE Baskets Oldenburg. Loksins, […]
Ég fór við annan mann til Stuttgart á laugardaginn var. Við skoðuðum Mercedes Benz safnið og sáum FC Nürnberg rassskella VfB Stuttgart á útivelli, 1:4. Það var bjart yfir öllum fyrir leik, VfB hafði átt góðan útisigur gegn Borussia Mönchengladbach helgina áður og Cacau allur að koma til eftir meiðsli. Og heimaliðið byrjaði mun betur, […]
Það er ekki margt sem drífur á dagana. En eitthvað þó. Tónleikarnir með Joy Kills Sorrow í þýsk-bandarísku vináttumiðstöðinni voru frábærir. Svo frábærir að ég keypti tvo diska með þeim, einn fyrir mig og einn fyrir þýskan vin minn, vinnufélaga og fjölskylduföður sem bauð mér og fleirum út að borða í afmælismorgunkaffi á sunnudeginum. Það […]
Ég er safnari í eðli mínu, það hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem kannast eitthvað við mig (enda safna ég líka voðalega kláru fólki í kringum mig). Ég er ennþá að koma sjálfri mér á óvart á þessu sviði, ótrúlegt en satt! Söfnunaráráttan felst kannski ekki endilega í því að eiga þessi týpísku söfn […]
Síðasti snjókallinn við Heuberger Tor Weg 17.
Reiðtúr á fílsbaki.
Tübingen kvödd.
Flöskusafnið.
Komin á lestarstöðina í Stuttgart.
Aftur jól!
Jólahúsið.
Velkomin heim!
Úti að hjóla í janúar í Reykjavík.
Vespan hennar ömmu prófuð.
Næsta ferð.
Og þá hafa…
Á miðvikudegi lagaðist vaskurinn – mikið hvað það getur glatt mann að geta vaskað upp í vaski! Seinnipartinn tókum við lest til Reutlingen þar sem við fórum að sjá Jólasirkus með fyrrverandi nágrannanum og fjölskyldu. Stelpurnar fengu að sitja á kameldýrum, en sá skapmikli hætti ekki á að sitja á dýri sem gæti spýtt á […]
Las þennan pistil og fór einu sinni sem oftar að pæla í því hvernig við ölum Gunnstein upp – og almennt hvernig fólk elur upp börnin sín. Mér finnst svolítið merkilegt að við förum að velja stelpuleikföng og strákaleikföng eiginlega strax við fæðingu. Gunnsteinn á t.d. ekkert bleikt leikfang – flestar 17 mánaða stelpur eiga … Lesa áfram Bleikar stelpur og bláir strákar →
Þá eru jólin búin einu sinni enn – og eftir nokkra mánuði verður maður steinhissa á því að jólin séu að nálgast einu sinni enn. Tíminn líður. Við erum búin að pakka okkar jólum niður í kassa. Ég var ekkert mjög sorgmædd yfir því í þetta sinn, var bara alveg tilbúin í að pakka þeim … Lesa áfram Jól 2010/2011 búin – jól 2011/2012 handan við hornið →
Þvílík endemis vitleysa hjá Reykjavíkurborg að ætla að hætta sækja sorp sem er meira en 15 metrum frá sorpbíl nema að íbúar borgi aukagjald. Hinir möguleikarnir er að dröslast sjálfur með tunnuna „uppá veg“ eða færa sorpgeymsluna. Þeir gera ráð fyrir að um helmingur sorptunna sé fjær en 15 metra. Nú bý ég í þeim enda … Lesa áfram Ruslarugl í borginni →
Við erum komin heim eftir gott frí á Vopnafirði og Akureyri. Gott að komast í sveitina þó það hefði mátt vera lengra stopp (eins og alltaf). Gunnsteinn alveg að fíla sig með öllum ættingjunum og dýrunum – en honum leist illa á þegar mamma hans var komin með Loga 3 mánaða frænda hans í fangið. … Lesa áfram Áramótafrí 2010-2011 →
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur. Þá er árið 2011 gengið í garð. Áramótaheitið hlýtur að vera að blogga meira og hangsa minna á Facebook 🙂
Síðasta vinaknúsið.
Bóndinn náði á toppinn án þess að standa á stól!
Bekkjarsystur í skreytingaham.
Síðusti piparkökurnar skreyttar.
Sokkadagatal þess skapmikla – loksins tilbúið.
Sokkadagatöl þeirrar snöggu og þeirrar sveimhuga.
Jólagjafahrúgan – sem…
Á þriðjudeginum var síðasti skóladagur systranna, þær komu klyfjaðar heim, meðal annars með afspyrnu fallegar minningabækur frá bekkjarfélögunum. Sá skapmikli fór í síðustu heimsóknina til besta vinarins og verður mikill söknuður af því að hitta hann ekki oftar. Eftir hádegið voru bakaðar piparkökur (í annað sinn) og um kvöldið var tekið forskot á sæluna og […]
Fallega tréð fyrir utan leikskólann.
Ýmsar útgáfur af svona stjörnum má sjá í flestum gluggum.
Smá púst fyrir næstu ferð.
Sko mig!
Komin niður.
Leikið við Oscar.
Fyrir utan hús vinanna í Neu Ulm.
Petterson, Findus og der Weihnachtsmann.
Jólaljósin í La…
Á þriðjudegi var sá skapmikil heima, frekar hress fram eftir degi en hélt svo áfram að kasta upp seinni partinn og aðfararnótt miðvikudags. Sú sveimhuga fór í sína leikfimi, annars var dagurinn rólegur. Á miðvikudegi vaknaði sú sveimhuga með magaverki, svo hún var heima og hélt bróður sínum og móður selskap á meðan sú snögga […]
Nikulás kíkti í leikskólann aðfararnótt 6. des.
Á jólamarkaði í Tübingen.
Jólasveinninn að spjalla við krakkana.
Komin í Europapark.
Svona drumbar voru víða um garðinn, til að ylja kaldar hendur.
Velkomin til Íslands.
Íslenska Parísarhjólið í bakgrunni…
Á mánudegi var hringt úr skólanum og frúin beðin um að sækja þá snöggu, hún var slöpp, en ekki beint veik. Því varð lítið úr íþróttum þann daginn. Á þriðjudaginn var stúlkan hress og fór í skólann – fyrir utan að hún vaknaði fyrir klukkan 7 með blóðnasir., sá skapmikli heimsótti vin sinn seinnipartinn en […]
Búlgarska afmælisbarnið 2. des.
Sölufólk á Malibasar.
Á heimleið af súkkulaðimarkaði.
Skorið út af kappi.
Steikjarar.
Föndrað í stofunni.
Snjónum kyngir niður, allt hvítt og loðið af snjó, krákurnar nauðlenda með útbreidda vængi svo þær sökkvi ekki og krakkarnir renna sér með bros á vör – eru að koma jól???? 😉 Á þriðjudegi léku krakkar sér úti í snjónum og á miðvikudegi fórum við í stóru brekkuna hinum megin við engið. Á fimmtudegi fórum […]
Ég fékk svolitla útrás fyrir áðurnefnda Skerjagarðsnostalgíu síðustu helgi. Ég brunaði í húsmæðraorlof í alveg hálfan dag, enginn smá lúxus maður 😉 Fyrst horfði ég á Katrínu vinna nokkra fótboltaleiki í Egilshöll og fékk svo systrastund með skrí-inu mínu. Við fórum í búðir eins og dömur eiga að gera en gleymdum reyndar að hugsa um […]
Ég elska október. Ég þreytist aldrei á að hrósa þessum fagra og hreina mánuði með ómþýða nafnið, ég skal með glöðu geði tala um október hvenær sem er. Ég hef þjáðst af nokkuð slæmu tilfelli af Skerjagarðssöknuði undanfarnar vikur, ég veit ekki af hverju en það gæti jafnvel verið haustið sem var jú alltaf skólatími. […]
Nú eru kosningar framundan. Ég bý í Reykjavík og fæ því að kjósa til borgarstjórnar. Sumir flokkar hafa það á stefnuskrá sinni að verja störfin hjá borginni og jafnvel að halda áfram að verja störfin. Það er göfugt og gott markmið. Nú vinn ég hjá borginni og jú mikið rétt það er ekki verið að … Lesa áfram Verjum störfin eða hvað? →
Miðað við allan hasarinn á þessari síðu mætti halda að líf mitt snerist um að sitja á stól og horfa á hvítan vegg. Ástandið er sem betur fer ekki alveg svo slæmt en ég get ekki neitað því að á föstudagskvöldi ákvað ég að skora á sjálfa mig og athuga hvort ég myndi hvernig ætti […]
Nú veit ég ekki hvort þetta hefur komið fram áður en þegar ég horfði á innlenda fréttaannálinn á RÚV áðan rifjaði ég upp þingflokksfund sem ég sat 26. janúar 2009. Ég fór frá Hverfisgötunni í þinghúsið ásamt tveimur öðrum. Við fórum inn bakdyramegin í stað þess að eiga það á hættu að þurfa brjóta okkur […]
Ég verð bara að viðurkenna það að það sýður á mér yfir því að það eigi að stytta fæðingarorlofið! Þetta er svo mikil svívirða og heimska að það er ekki nokkru lagi líkt. Eins og er lítur út fyrir að niðurstaðan verði sú að fæðingarorlofið verði stytt um einn mánuð og eftir því sem ég … Lesa áfram Fæðingarorlof mínus einn →
Ég er fröken pirripú í dag. Gunnsteinn (btw eignaðist son 17. júlí, hef víst ekki minnst á hann áður á þessu bloggi ;-)) er búinn að eiga óvenju erfiðan dag og ég öll einhvernveginn upptrekkt og uppskrúfuð m.a. þess vegna. Stundum mætti ég reyndar alveg verið upptrekktari og uppskrúfaðari og svara fyrir mig og rífast. En … Lesa áfram Fröken pirripú →
Ég held að október líði alltaf hraðar en aðrir mánuðir, einhvern tíma mun ég sanna þetta vísindalega! Október er bestur að svo mörgu leyti, kvöldin verða alveg dimm, loftið er svo kalt og hreint, haustlitir og kósýheit ríkjandi og svo hljómar orðið október bara svo vel. Ég er farin að hlakka til jólanna. Það er […]
Ég mótmæli veikindum. Sérstaklega þegar maður þarf að skila stórri stórri stórri ritgerð eftir ekki svo marga daga. Mig grunaði reyndar H1N1 í fyrradag þegar Guðmundur veiktist, ýmislegt passaði. Hann byrjaði að fá smá nefrennsli og var svo allt í einu með háan hita, vældi og stundi af sársauka og gat varla haldið sjálfum sér […]
Ég á mér uppáhalds blogg. Ég var eiginlega að fatta það áðan. Ég les næstum aldrei blogg lengur enda nenna fáir að blogga. Ég áttaði mig bara á því að ég enda ítrekað inni á þessari síðu, þó ég ætli mér það ekkert sérstaklega. Og ég þekki manneskjuna nákvæmlega ekki neitt, hef ekki einu sinni […]
í kaffistofu Pressunnar hefur mönnum borist til eyrna sú skemmtilega saga að til standi að breyta Facebook í áskriftarvef. „Hafa skal það sem skemmtilegra reynist“ er vonandi í hávegum haft á þessari kaffistofu sem og öðrum. Sem unnanda flökkusagna þá hefur saga sem þessi gengið allavega um YouTube, MSN, Hotmail og Yahoo svo ég muni […]
Ég óska Akureyringum og öllum sem að Landsmóti UMFí um helgina komu til hamingju með velheppnað mót. Mér hefur oft þótt fjölmiðlar gera meira úr mótinu en þeir gerðu í ár. Stöð 2 fjallaði lítið um mótið og RÚV sýndi ekki beint frá mótinu eins og á a.m.k. þremur síðustu. Sjálfsagt á „ástandið“ sök á […]
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Alþingi í dag enda tvö stór mál á dagskrá. Dagurinn hefur að mestu farið í umræður um mögulega umsókn að Evrópusambandinu. Ég er hlynntur megin tilgangi tillögunnar, þ.e. að sækja um aðild að Evrópusambandinu. ímislegt vantar þó inn í tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að ég gæti stutt hana […]
Hafið þið tekið eftir því að það er ekki þingfundur í dag? Hafið þið tekið eftir því hvaða mál ríkisstjórnin lagði mesta áherslu fyrsta „alvöru“ starfsdag þingsins? Líklega ekki þar sem spunavélar ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt á það mesta áherslu að ræða um grænt herbergi á fyrstu hæð þinghússins, líklega til þess að bægja athyglinni frá […]
Blessunarlega sendu stjórnmálaflokkarnir ekki frá sér neinar „opinberar“ tónsmíðar fyrir kosningarnar í ár. Þetta segi ég þó svo ég beri mikla virðingu fyrir þeim sem leggja það á sig að semja stuðningsmannalög. Það er bara svo miklu skemmtilegra þegar þetta er sjálfsprottið. Þannig sýnist mér sem eldheitir stuðningsmenn VG og Framsóknar hafi samið lög í […]
Fyrir nokkrum árum þegar vinsælt var meðal íslenskra krata að kenna sig við Blairisma státaði í–ssur Skarphéðinsson sig af því að vera skráður í breska Verkamannaflokkinn, flokk Gordon Brown. Maður spyr sig hvort yfirlýsing í–ssurar í dag um að hann sé búinn að fá nóg af Bretum og megn óánægja með framgöngu þarlendra stjórnvalda þýði […]
Þó svo þessi síða mín hafi ekki verið mjög virk síðustu mánuði hef ég verið duglegur við að skrifa inn á aðrar síður t.d. þessa. Fyrir þá sem ekki nenna að elta mig í netheimum þá safna því sem ég skrifa annarsstaðar á greinasíðuna mína. Þegar ég fór í gegnum þetta allt saman í gær […]
Jæja, kosningarnar eru loksins yfirstaðnar og lífið getur loksins farið að snúast um annað. Framsókn kom nokkuð vel út enda með góðan og fjölmennan hóp sjálfboðaliða og frambjóðenda um allt land sem lögðu ótrúlega mikið á sig til þess að árangur næðist. Markmiðið var skýrt þó svo baráttan væri í flesta staði ólík öðrum kosningabaráttum. […]
Þó liðið hafi ár og öld síðan ég bloggaði síðast þá er ég ekki hættur að setja færslur hér inn. Þróunin hefur hins vegar verið sú að vegna tímaskorts hef ég látið mér nægja að setja inn örstutt skilaboð á Facebook. Tímaskorturinn stafar af undirbúningi kosningabaráttunnar sem er að fara á fullt á næstu dögum. […]
Ég hef ekki bloggað síðan í fyrra sé ég, vá hvert fór þessi tími eiginlega? Það er nú örugglega engin sem les þetta lengur en ég ætla samt að gera smá upptalningu frá atburðum síðasta árs (úr okkar lífi ekki landsmálefnum, það tæki allt of langan tíma og allir aðrir bloggarar hafa gert því góð […]
Vá langt síðan ég bloggaði, júlí er búinn, ágúst og september fóru jafn fljótt og þeir komu og október bara runninn upp. Það er orðið haustlegt hér í borginni, vindurinn farinn að láta vita af sér og veturkonungur búinn að setja sig í stellingar. Fyrsti snjórinn féll um daginn og krónan fellur nánast daglega. Vöruverð […]
Ég henti inn nokkrum myndum úr sumarfríinu mínu. Myndum úr brúðkaupi Rósu og Jónbjörns í Eyjafjarðarsveit. Myndum frá tónleikunum úlfaldi úr mýflugu sem voru í Mývatnssveit. Myndum frá pappírsbrúðkaupi okkar hjóna í Hallormsstaðaskógi. Myndum frá Fljótsdalnum síðan ég var hjá Hrafnkeli í viku. Myndum frá brúðkaupi Hjalta og Láru á Húsavík. Ég sem sagt fór […]
Nú er ég víst löngu komin heim frá útlöndum og farin að gera eitthvað af viti. Það sem ég geri samt helst þess dagana er að spila Mario Bros eitt og þrjú. Við erum með gömlu nintendo tölvuna mína núna og erum búin að skemmta okkur konunglega yfir þessum leikjum. Það sem kom helst á […]
Ég hennti inn nokkrum myndum á facebook. Fyrir þá sem eru ekki með facebook þá setti ég link hérna til vinstri á síðunni undir myndirnar mínar.
Það eru 6 albúm frá Flórída, albúm frá gæsun Rósu og albúm frá fjölskylduferð í Heiðmörk.
…
Við hjónin erum búin að bregða okkur til Orlando og erum komin aftur heim. Við áttum yndislegan tíma úti og nutum lífsins í botn. Vildum ekki koma heim heldur setjast þarna að. Það var þó mjög ljúft að koma heim því heima er best:) Veðrið var yndislegt, verðlagið frábært og úrvalið af öllu stórkostlegt:) Við […]
Ég sit í vinnunni og bíð eftir því að tíminn líði. Er á minni síðustu næturvakt af 7 í röð og allt er hljótt hér eftir viðburðaríka viku. Við hjónin höfum ýmislegt brallað síðustu dagana. Meðal annars: Hrafnkell byrjaði í sumarfríi og nýtur þess í botn. Fyrstu dagana notaði hann í að ditta að ýmsu […]
Ég bið ykkur bara vel að lifa 🙂 🙂 🙂
Á sunnudaginn fór fram athöfn þar sem litli frændi minn fékk nafn, ég get því hætt að kalla hann litla frænda og farið að kalla hann Brand Loga. Athöfnin var falleg og barnið enn fallegra. Núna sit ég sveitt við að skrifa ritgerð, seinustu ritgerð annarinnar. Henni verð ég að ljúka ekki seinna en núna, […]
Eftir örfáa daga fer ég erlendis í annað skipti á þessu ári og aftur fer ég til tveggja landa. Ég verð því orðin ansi veraldarvön þegar ég kem tilbaka aftur 🙂 Annars finnst mér of stutt í það því það minnir mig líka á að ég þarf að vera duglegri við að skrifa þessar tvær […]
Gleðilegt sumar til ykkar allra. Sólin farin að láta sjá sig og veðrið farið að leika við okkur. (Allavegana hér á suðurlandi). Ég er komin á sumardekkin og farin að finna til sólgleraugu og sumarföt;) Af okkur er allt fínt að frétta. Hrafnkell er alveg að detta í sumarfrí, eftir vinnu á morgun er hann […]
Æðislegt hvað efni er fljótt að berast…. Þjóðfræði í hnotskurn 🙂 Ég er hrifnust af viðlaginu
Sjá heimasíðuna hjá í–nnu Rán til þess að sjá allt fallegasta fólkið 🙂
Maðurinn átti afmæli í gær, steig næsta skref í átt þess að verða fullorðinn. í því tilefni fórum við út að borða á Caruso, fyrir gjafabréfið sem ég vann á aðalfundi Þjóðbrókar. Það var mjög gott, fyrir utan frekar þurran fisk. Á eftir lögðum við leið okkar í ísbíltúr og fengum svo heimskókn. Ég vann […]
Við hjónin fengum tvö páskaegg á páskunum og annar málshátturinn var mjög viðeigandi en hann var svo hljóðandi: Ekki er sú ást auðslitin er ungir bundu. Þetta er viðeigandi þar sem eftir nokkra daga eru liðin 11 ár síðan við kynntumst og þrjú ár síðan hringarnir voru settir upp. Það er svo sem ekki mikið […]
lét loksins sjá sig, þann 9. apríl eins og allir þeir sem hafa eitthvað samband haft við mig vita af. Ég er mjög montin stóra frænka og er búin að sýna öllum sem vilja sjá myndir af honum. Ég held ég sé ástfangin 🙂 Annars er núna rétt rúmur mánuður í utanlandsferð nr. 2 á […]
Ég er á minni fyrstu næturvakt núna í vinnunni og eins og þið getið ýmindað ykkur, þá er ekkert að gera. Á miðvikudaginn síðasta fór ég með vinnunni út að borða á DOMO www.domo.is Mæli alveg hiklaust með þessum stað. í fordrykk fengum við geggjaðan drykk sem ég veit ekki hvað heitir. í forrétt fengum […]
Er ekki kominn í heiminn en hann mætti nú alveg fara að láta sjá sig…
Halló allir Það er ekki mikið að frétta af okkur hjónunum í Fjallakór en samt einhverjar smá fréttir. Ég er hætt að vinna í Fríhöfninni. ístæða þess að ég hætti er bensínverðið og svo auðvitað leiði við að keyra þessa Reykjanesbraut sem virðist aldrei eiga að klára:-/ Jú svo auðvitað að sú sem var að […]
íštlöndin voru mjög skemmtileg þrátt fyrir frekar mikinn kulda! Alltaf gaman að hitta fólk sem ég hef ekki hitt í mörg ár… Spænskan mín var frekar rygðuð til að byrja með en lagaðist svo… Brúðkaupið var mjög fallegt og mikið borðað í veislunni… London var líka fín eins og venjulega þó að ég hafi ekki […]