Ekki er allt sem sýnist… á Alþingi

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Alþingi í­ dag enda tvö stór mál á dagskrá. Dagurinn hefur að mestu farið í­ umræður um mögulega umsókn að Evrópusambandinu. Ég er hlynntur megin tilgangi tillögunnar, þ.e. að sækja um aðild að Evrópusambandinu. ímislegt vantar þó inn í­ tillögu rí­kisstjórnarinnar til þess að ég gæti stutt hana sæti ég á þingi enda vantar allar forsendur fyrir tillögunni í­ greinagerðinni. Nú ætti það ekki að koma nokkrum manni á óvart en mér lí­st mikið betur á þá tillögu sem Sigmundur Daví­ð er fyrsti flutningsmaður að. Þar er gert ráð fyrir að utanrí­kisnefnd þingsins komi sér saman um feril umsóknar áður en við ákveðum að senda inn aðildarumsókn. Þeirri vinnu ætti að vera lokið í­ sí­ðasta lagi í­ lok ágúst. Vinni nefndin vel gæti vinnunni verið lokið fyrr, mögulega á meðan þetta þing er starfandi. Annars vantar helst þessi atriði inn í­ ályktun stjórnarinnar til þess að það gæti fengið mitt atkvæði:

  • Hvernig valið verður í­ samninganefndina?
  • Hverju þarf að breyta í­ stjórnarskránni og hvenær ef við samþykkjum samning?
  • Hver er kostnaður við umsóknina?
  • Hvernig upplýsingagjöf til almennings verður háttað á meðan aðildarviðræður eru í­ gangi?
  • Hvernig verður opinberum stuðningi háttað við kynningu á samningnum?
  • Hvernig verður staðið að þjóðaratkvæðagreiðslu?
  • Hvernig verður aðkomu Alþingis háttað á meðan samningaviðræður eru í­ gangi?

Ég held að þetta séu atriði sem flestir ættu að geta sætt sig við að séu inn í­ greinagerð þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því­ að vanda til verka tryggjum við breiðari stuðning við aðildarumsókn sem skilar sér vonandi í­ betri samningi.

Hitt málið sem rætt hefur verið á Alþingi er tillaga rí­kisstjórnarinnar um hækkun á olí­u-, bifreiða- og kí­lómetragjaldi, vörugjöldum af ökutækjum, eldsneyti o.fl. auk gjalds af áfengi og tóbaki. Frumvarpið er hluti af bútasaumsteppi stjórnarinnar sem nánast enginn veit nákvæmlega hvernig á að lí­ta út. Það vita fáir hvernig loka eigi fjárlagagatinu og þeir sem vita það vilja ekki segja okkur hinum það. Nú gildir ekki lengur slagorð vinstri grænna um að „segja fyrir kosningar hvað eigi að gera eftir kosningar“. Fjárlagagatið er samt stóra mál sumarþingsins.

Eins og staðan er í­ efnahagsmálum landsmanna í­ dag er ekki skynsamlegt að hækka þessa tilteknu skatta. Þeir fara beint út í­ verðlagið og valda 0,5% hækkun á ví­sitölu neysluverðs sem aftur leiðir til hlutfallslegrar hækkunar á höfuðstóli verðtryggðra lána. Sú hækkun kemur verst niður á fjölskyldum og fyrirtækjum sem hafa mátt þola nóg til þessa. Samtals hækka lán fjölskyldna og fyrirtækja um 8 milljarða til þess að rí­kissjóður geti orðið sér úti um 2,7 milljarða viðbótartekjur.

Við skulum lí­ka hafa það í­ huga að með hækkun á olí­u- bifreiða- og kí­lmetragjaldi auk vörugjalda af ökutækjum og eldsneyti versna rekstrarskilyrði fyrirtækja, smærri og stærri, m.a. í­ ferðaþjónustu á landsbyggðinni þar sem mörg fyrirtæki standa á brauðfótum eins og reyndar annarsstaðar. í þessu tilfelli koma rútufyrirtækin sérstaklega illa út. Þingmenn hafa verið duglegir að benda á að ferðaþjónustan komi til með að bjarga okkur í­ sumar. Það kemur hún ekki til með að gera ef við ætlum að skattleggja hana í­ hel.

Nú hljóta menn að sjá hversu skynsamlegt það hefði verið að ráðast nauðsynlega leiðréttingu á höfuðstóli lána strax í­ febrúar þegar framsóknarmenn lögðu það til.