Litli frændi minn…

lét loksins sjá sig, þann 9. aprí­l eins og allir þeir sem hafa eitthvað samband haft við mig vita af. Ég er mjög montin stóra frænka og er búin að sýna öllum sem vilja sjá myndir af honum.

Ég held ég sé ástfangin 🙂

Annars er núna rétt rúmur mánuður í­ utanlandsferð nr. 2 á árinu og ég er að sjálfsögðu mjög spennt. Alltaf gaman að fara til nýrra landa.

Gaman að geta þess að allir í­ kringum mig virðast vera að eignast hund þessa dagana. Loksins fór einhver að hlusta á mig, ég er búin að vera að predika það í­ mörg ár að það sé gaman að eiga hund…

GlaðaJóhanna