Gleðilegt ár.

Ég hef ekki bloggað sí­ðan í­ fyrra sé ég, vá hvert fór þessi tí­mi eiginlega?

Það er nú örugglega engin sem les þetta lengur en ég ætla samt að gera smá upptalningu frá atburðum sí­ðasta árs (úr okkar lí­fi ekki landsmálefnum, það tæki allt of langan tí­ma og allir aðrir bloggarar hafa gert því­ góð skil.)

*Nýtt ár hófst í­ Grafarholti hjá Sillu systur og fjölskyldu. Pabbi, Höskuldur, ísta og synir hennar voru þar einnig með okkur.
* í byrjun árs var í­búðin okkar klár, allir veggir komnir upp og því­ hægt að flytja inn úr gámnum. Það var svo mikill munur að búa ekki í­ pappakassa en við höfðum þá búið þannig sí­ðan í­ maí­ 2007.
*1.mars fórum við í­ brúðkaup hjá úllu og Pétri í­ Garðabæ og var dagurinn þeirra alveg yndislegur.
*í mars vorum við í­ fyrsta skipti heima hjá okkur á páskunum sem var mjög fí­nt, en ég reyndar var að vinna nánast alla páskana. Tengdó og bræður Hrafnkels voru hjá okkur í­ Kópavoginum.
*í lok mars hætti ég að vinna í­ Frí­höfninni og var það mikill léttir að þurfa ekki að keyra Reykjanesbrautina lengur.
*í byrjun aprí­l hóf ég störf á Grand hótel.
* í­ aprí­l fór ég í­ sumarbústaðarferð með saumógellunum. Við löggðum af stað í­ sól og blí­ðu en heim í­ því­lí­ka snjónum.
* í maí­ fór Hrafnkell í­ fyrsta skipti í­ sumarfrí­ á ævinni og naut þess í­ botn, verst samt að ég var að vinna á þessum tí­ma.
* 23.maí­ fórum við svo til Orlando með tengdafjölskyldunni minni og áttum alveg frábæran tí­ma þar:-)
*4.júní­ hélt ég upp á 26.ára afmælið mitt í­ Orlando og fékk voða fí­na amerí­ska afmælistertu;-)
* Við komum svo heim til Íslands 6.júní­
*Hrafnkell fór austur á Skriðuklaustur 8.júní­ og byrjaði að vinna 9.júní­.
* 12.júlí­ fórum við í­ brúðkaup til Rósu og Jónbjörns í­ Eyjafjarðarsveit og var dagurinn alveg meiriháttar.
*Kvöldi 12.júlí­ var svo farið á tónleikana úlfaldi úr mýflugu í­ Mývatnssveit þar sem Hrafnkell var að spila með Thingtaki.
* 14.júlí­ áttum við 1.árs brúðkaupsafmæli og héldum upp á það fyrir austan þar sem Hrafnkell var að vinna. Fórum á hótel og höfðum það kósý, Hrafnkell gaf mér ljóð um okkur og pappí­rsbrúðkaupið, honum fannst það viðeigandi að skrifa ljóðið á pappí­r.
*19.júlí­ var haldið í­ brúðkaup á Húsaví­k og nú til Hjalta og Láru Sóleyjar. Frábær dagur í­ alla staði.
*1.ágúst (verslunarmannahelgi)fór Hrafnkell norður til að byggja sumarhúsið okkar, meðan ég var að vinna alla helgina.
*2.ágúst átti Hrafnkell 27.ára afmæli og hélt upp á það fyrir norðan með fjölskyldum okkar en ég gat því­ miður ekki verið með honum þar sem ég var að vinna í­ Reykjaví­k:-(
*7.ágúst fór ég keyrandi norður á Fiskidaginn á Dalví­k.
*8.ágúst fór Hrafnkell fljúgandi frá Egilsstöðum til Reykjaví­kur þar sem hann var á leið á tónleika með Eric Clapton. Ég aftur á móti fór á friðarkeðjuna og fiskisúpukvöldið á Dalví­k og áttum við bæði yndislegan dag þrátt fyrir að geta ekki verið á öllum stöðum en við vorum lí­ka boðin í­ brúðkaup á Neskaupsstað hjá Jóni Hafliða og Huldu og fannst okkur leiðilegt að geta ekki verið þar.
*9.ágúst fiskidagurinn mikli. Frábær dagur og flugeldasýningin sú flottasta sem sést hefur og verður lengi í­ minnum höfð.
*10.ágúst kom Hrafnkell norður og við fórum svo saman á Skriðuklaustur og ég var hjá honum í­ 2 daga áður en ég þurfti að fara heim í­ vinnu.
*22.ágúst sí­ðasti vinnudagur Hrafnkels á Skriðuklaustri og hann kom heim seint þetta kvöld. Loksins búin að fá hann heim:-)
*25.ágúst byrjaði Hrafnkell að vinna við uppgröft á Alþingisreitnum.
*6.september fórum við í­ sumarbústaðarferð með fornleifasaumaklúbbnum okkar og var alveg frábært, allir 11 meðlimir gátu mætt sem var frábært.
*6.nóvember fór ég til Frankfurt með systrum mí­num, systurdætrum, bróðurdóttir, móðursystrum, mágkonu og ein vinkona fékk lí­ka að koma með. 10 hressar og skemmtilegar stúlkur í­ skemmtiferð. Þrátt fyrir að krónan væri óhagstæð tókst okkur að gera góð kaup og ekki eyða of miklu:-)
*9.nóvember kom ég heim til eiginmannsins sem beið spenntur eftir að fá þýskt súkkulaði og senseo kaffitegundir sem ekki fást á Íslandi;-)
*18.nóvember var svo frænkukleinubakstur og voru 1400 kleinur steiktar á einu kvöldi og var þetta rosa gaman. Á ennþá kleinur í­ frysti ef einhver vill kí­kja í­ heimsókn;-)
*21.nóvember. Var árlegur sörubakstur okkar Sillu systur og voru ca 200 sörur bakaðar þennan dag. Ég á lí­ka ennþá sörur í­ frysti ef einhver vill koma í­ heimsókn;-)
*29.nóvember var svo árlega fjölskylduaðventustund. Þá hittumst við systkinin með mökum og börnum og aðventukransarnir eru gerðir.
*7.des laufabrauðsgerð fjölskyldunnar
*19.des fór Hrafnkell í­ jólafrí­ og ég í­ sjúkraleyfi
*21.des lögð inn á sjúkrahús.
*24.des fór ég í­ aðgerð og fékk svo að fara heim um 3 leytið. Ég vil þakka öllum fyrir hlýjar kveðjur meðan ég var á sjúkrahúsinu. Ég á yndislegustu fjölskyldu og vini sem nokkur maður getur óskað sér:-) Ég var hálf klökk yfir öllu góðu kveðjunum sem þið senduð mér.
Við Hrafnkell eyddum kvöldinu hjá Kristni bróðir og fjölskyldu. Pabbi var lí­ka með okkur og var þetta aðfangadagskvöld mjög hátí­ðlegt og maturinn mjög góður. Takk fyrir allar jólagjafirnar og öll jólakortin:-) Seinna um kvöldið röltum við niður til okkar og prófuðum nýju Nintendo Wii leikjatölvuna okkar sem er alveg frábær. Allir velkomnir að koma og prófa, eigum orðið nokkra leiki;-)
*25.des við systkinin og pabbi hittumst heima hjá Kristni bróðir og borðuðum saman hangikjöt. Sí­ðan var spilað á spil fram eftir kvöldi.
26.des jólakaffi hjá Sillu systir. Reyndar var lí­ka farið í­ jólagöngutúr en við hjónin ákváðum að sleppa því­ þar sem ég mátti lí­tið gera eftir aðgerðina og því­ var farið beint í­ kaffið;-)
29.des keyrðum við norður til Akureyrar
30.des Kí­ktum við aðeins á Ingunni afmælisbarn og fórum svo á kaffihús með Bobbý og Huldu
31.des komu 5 vinir Hrafnkels frá Bretlandi sem vinna með honum til Akureyrar og fórum við því­ og tókum á móti þeim og fundum stað á Akureyri fyrir þau til að elda áramótasteikina. Við aftur á móti borðuðum góðan mat hjá tengdó og skutum upp flugeldum hjá þeim. Sí­ðan var haldið í­ bæinn með bretunum og þar hittum við fullt af fólki, bæði fólki sem við hittum oft og einnig fólk sem við höfum ekki séð lengi.

Þannig var árið 2008 og 2009 er nú hafið og ég trúi því­ að þetta verði gott ár:-)
(þetta eru þeir atburðir sem ég man eftir, vona að ég gleymi engu)

Við byrjuðum árið á því­ að heimsækja ættingja og vini sem búa fyrir norðan sem er auðvitað alveg frábært. Sérstaklega var gaman að kí­kja á Önnu Sóleyju hafði ekki séð hana í­ MJÖG langan tí­ma.
Einnig var gaman að hitta Ingu, Jónu og Ólöfu. Höfum ekki hisst allt of lengi allar saman.
Við Hrafnkell fórum með bretunum til Dalví­kur þar sem keppt var í­ Wii leikjum allar nætur og þá sérstaklega í­ keilu.
Fórum svo suður 3.jan og mættum bæði í­ vinnu aftur 5.jan og fí­nt að komast aftur í­ rútí­nu. Frábært að hitta saumaklúbbsgellurnar mí­nar sem og þjóðfræðilúðana mí­na. Svo er hittingur hjá fornleifasaumaklúbbnum í­ næstu viku og verður það án efa mjög gaman.