Gleðilegt ár.

Ég hef ekki bloggað sí­ðan í­ fyrra sé ég, vá hvert fór þessi tí­mi eiginlega?

Það er nú örugglega engin sem les þetta lengur en ég ætla samt að gera smá upptalningu frá atburðum sí­ðasta árs (úr okkar lí­fi ekki landsmálefnum, það tæki allt of langan tí­ma og allir aðrir bloggarar hafa gert því­ góð skil.)

*Nýtt ár hófst í­ Grafarholti hjá Sillu systur og fjölskyldu. Pabbi, Höskuldur, ísta og synir hennar voru þar einnig með okkur.
* í byrjun árs var í­búðin okkar klár, allir veggir komnir upp og því­ hægt að flytja inn úr gámnum. Það var svo mikill munur að búa ekki í­ pappakassa en við höfðum þá búið þannig sí­ðan í­ maí­ 2007.
*1.mars fórum við í­ brúðkaup hjá úllu og Pétri í­ Garðabæ og var dagurinn þeirra alveg yndislegur.
*í mars vorum við í­ fyrsta skipti heima hjá okkur á páskunum sem var mjög fí­nt, en ég reyndar var að vinna nánast alla páskana. Tengdó og bræður Hrafnkels voru hjá okkur í­ Kópavoginum.
*í lok mars hætti ég að vinna í­ Frí­höfninni og var það mikill léttir að þurfa ekki að keyra Reykjanesbrautina lengur.
*í byrjun aprí­l hóf ég störf á Grand hótel.
* í­ aprí­l fór ég í­ sumarbústaðarferð með saumógellunum. Við löggðum af stað í­ sól og blí­ðu en heim í­ því­lí­ka snjónum.
* í maí­ fór Hrafnkell í­ fyrsta skipti í­ sumarfrí­ á ævinni og naut þess í­ botn, verst samt að ég var að vinna á þessum tí­ma.
* 23.maí­ fórum við svo til Orlando með tengdafjölskyldunni minni og áttum alveg frábæran tí­ma þar:-)
*4.júní­ hélt ég upp á 26.ára afmælið mitt í­ Orlando og fékk voða fí­na amerí­ska afmælistertu;-)
* Við komum svo heim til Íslands 6.júní­
*Hrafnkell fór austur á Skriðuklaustur 8.júní­ og byrjaði að vinna 9.júní­.
* 12.júlí­ fórum við í­ brúðkaup til Rósu og Jónbjörns í­ Eyjafjarðarsveit og var dagurinn alveg meiriháttar.
*Kvöldi 12.júlí­ var svo farið á tónleikana úlfaldi úr mýflugu í­ Mývatnssveit þar sem Hrafnkell var að spila með Thingtaki.
* 14.júlí­ áttum við 1.árs brúðkaupsafmæli og héldum upp á það fyrir austan þar sem Hrafnkell var að vinna. Fórum á hótel og höfðum það kósý, Hrafnkell gaf mér ljóð um okkur og pappí­rsbrúðkaupið, honum fannst það viðeigandi að skrifa ljóðið á pappí­r.
*19.júlí­ var haldið í­ brúðkaup á Húsaví­k og nú til Hjalta og Láru Sóleyjar. Frábær dagur í­ alla staði.
*1.ágúst (verslunarmannahelgi)fór Hrafnkell norður til að byggja sumarhúsið okkar, meðan ég var að vinna alla helgina.
*2.ágúst átti Hrafnkell 27.ára afmæli og hélt upp á það fyrir norðan með fjölskyldum okkar en ég gat því­ miður ekki verið með honum þar sem ég var að vinna í­ Reykjaví­k:-(
*7.ágúst fór ég keyrandi norður á Fiskidaginn á Dalví­k.
*8.ágúst fór Hrafnkell fljúgandi frá Egilsstöðum til Reykjaví­kur þar sem hann var á leið á tónleika með Eric Clapton. Ég aftur á móti fór á friðarkeðjuna og fiskisúpukvöldið á Dalví­k og áttum við bæði yndislegan dag þrátt fyrir að geta ekki verið á öllum stöðum en við vorum lí­ka boðin í­ brúðkaup á Neskaupsstað hjá Jóni Hafliða og Huldu og fannst okkur leiðilegt að geta ekki verið þar.
*9.ágúst fiskidagurinn mikli. Frábær dagur og flugeldasýningin sú flottasta sem sést hefur og verður lengi í­ minnum höfð.
*10.ágúst kom Hrafnkell norður og við fórum svo saman á Skriðuklaustur og ég var hjá honum í­ 2 daga áður en ég þurfti að fara heim í­ vinnu.
*22.ágúst sí­ðasti vinnudagur Hrafnkels á Skriðuklaustri og hann kom heim seint þetta kvöld. Loksins búin að fá hann heim:-)
*25.ágúst byrjaði Hrafnkell að vinna við uppgröft á Alþingisreitnum.
*6.september fórum við í­ sumarbústaðarferð með fornleifasaumaklúbbnum okkar og var alveg frábært, allir 11 meðlimir gátu mætt sem var frábært.
*6.nóvember fór ég til Frankfurt með systrum mí­num, systurdætrum, bróðurdóttir, móðursystrum, mágkonu og ein vinkona fékk lí­ka að koma með. 10 hressar og skemmtilegar stúlkur í­ skemmtiferð. Þrátt fyrir að krónan væri óhagstæð tókst okkur að gera góð kaup og ekki eyða of miklu:-)
*9.nóvember kom ég heim til eiginmannsins sem beið spenntur eftir að fá þýskt súkkulaði og senseo kaffitegundir sem ekki fást á Íslandi;-)
*18.nóvember var svo frænkukleinubakstur og voru 1400 kleinur steiktar á einu kvöldi og var þetta rosa gaman. Á ennþá kleinur í­ frysti ef einhver vill kí­kja í­ heimsókn;-)
*21.nóvember. Var árlegur sörubakstur okkar Sillu systur og voru ca 200 sörur bakaðar þennan dag. Ég á lí­ka ennþá sörur í­ frysti ef einhver vill koma í­ heimsókn;-)
*29.nóvember var svo árlega fjölskylduaðventustund. Þá hittumst við systkinin með mökum og börnum og aðventukransarnir eru gerðir.
*7.des laufabrauðsgerð fjölskyldunnar
*19.des fór Hrafnkell í­ jólafrí­ og ég í­ sjúkraleyfi
*21.des lögð inn á sjúkrahús.
*24.des fór ég í­ aðgerð og fékk svo að fara heim um 3 leytið. Ég vil þakka öllum fyrir hlýjar kveðjur meðan ég var á sjúkrahúsinu. Ég á yndislegustu fjölskyldu og vini sem nokkur maður getur óskað sér:-) Ég var hálf klökk yfir öllu góðu kveðjunum sem þið senduð mér.
Við Hrafnkell eyddum kvöldinu hjá Kristni bróðir og fjölskyldu. Pabbi var lí­ka með okkur og var þetta aðfangadagskvöld mjög hátí­ðlegt og maturinn mjög góður. Takk fyrir allar jólagjafirnar og öll jólakortin:-) Seinna um kvöldið röltum við niður til okkar og prófuðum nýju Nintendo Wii leikjatölvuna okkar sem er alveg frábær. Allir velkomnir að koma og prófa, eigum orðið nokkra leiki;-)
*25.des við systkinin og pabbi hittumst heima hjá Kristni bróðir og borðuðum saman hangikjöt. Sí­ðan var spilað á spil fram eftir kvöldi.
26.des jólakaffi hjá Sillu systir. Reyndar var lí­ka farið í­ jólagöngutúr en við hjónin ákváðum að sleppa því­ þar sem ég mátti lí­tið gera eftir aðgerðina og því­ var farið beint í­ kaffið;-)
29.des keyrðum við norður til Akureyrar
30.des Kí­ktum við aðeins á Ingunni afmælisbarn og fórum svo á kaffihús með Bobbý og Huldu
31.des komu 5 vinir Hrafnkels frá Bretlandi sem vinna með honum til Akureyrar og fórum við því­ og tókum á móti þeim og fundum stað á Akureyri fyrir þau til að elda áramótasteikina. Við aftur á móti borðuðum góðan mat hjá tengdó og skutum upp flugeldum hjá þeim. Sí­ðan var haldið í­ bæinn með bretunum og þar hittum við fullt af fólki, bæði fólki sem við hittum oft og einnig fólk sem við höfum ekki séð lengi.

Þannig var árið 2008 og 2009 er nú hafið og ég trúi því­ að þetta verði gott ár:-)
(þetta eru þeir atburðir sem ég man eftir, vona að ég gleymi engu)

Við byrjuðum árið á því­ að heimsækja ættingja og vini sem búa fyrir norðan sem er auðvitað alveg frábært. Sérstaklega var gaman að kí­kja á Önnu Sóleyju hafði ekki séð hana í­ MJÖG langan tí­ma.
Einnig var gaman að hitta Ingu, Jónu og Ólöfu. Höfum ekki hisst allt of lengi allar saman.
Við Hrafnkell fórum með bretunum til Dalví­kur þar sem keppt var í­ Wii leikjum allar nætur og þá sérstaklega í­ keilu.
Fórum svo suður 3.jan og mættum bæði í­ vinnu aftur 5.jan og fí­nt að komast aftur í­ rútí­nu. Frábært að hitta saumaklúbbsgellurnar mí­nar sem og þjóðfræðilúðana mí­na. Svo er hittingur hjá fornleifasaumaklúbbnum í­ næstu viku og verður það án efa mjög gaman.

Blogga eins og vindurinn fyrir Eygló!

Vá langt sí­ðan ég bloggaði, júlí­ er búinn, ágúst og september fóru jafn fljótt og þeir komu og október bara runninn upp.

Það er orðið haustlegt hér í­ borginni, vindurinn farinn að láta vita af sér og veturkonungur búinn að setja sig í­ stellingar. Fyrsti snjórinn féll um daginn og krónan fellur nánast daglega. Vöruverð og bensí­nverð er þó ekki að falla:-O Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki komin með magasár ennþá vegna þessa og í­slenska viðhorfið: „Það reddast“ er mér ofarlega í­ huga. Ég get nú samt sagt það að ég hef enga trú á þessum mönnum sem stjórna landinu okkar frekar en fyrri daginn, svo hvort þetta reddast verður að koma í­ ljós. Eina sem ég get þó gert er að vera jákvæð og tekið til í­ mí­num fjármálum. Við hjónin þökkum fyrir það á þessari stundu að vera ekki með í­búðarlán eða bí­lalán og ég tala þó ekki um myntkörfulán.

Veturinn er minn uppáhaldstí­mi, ég elska að liggja upp í­ sófa með teppi, hafa aðeins kertaljós, jólamynd í­ tækinu og heitt og gott kakó í­ könnu. Það er sko uppskrift af fullkomnu kvöldi!
Það styttist í­ jólin Aðeins 80 dagar! JIBBí!
Ég er frekar sein í­ jólagjafakaupum í­ ár miðað við sí­ðustu ár, bara búin að kaupa eina gjöf. ég verð því­ að fara að herða mig í­ jólagjafakaupum. Er einhver með í­ gjafaleiðangur?

Það er nú ekki mikið að frétta af okkur. Ég er að vinna á hótelinu, Hrafnkell er búinn að vinna við fornleifauppgröft á Alþingisreitnum sí­ðan í­ ágúst og er einnig farinn í­ nám í­ opinberri stjórnsýslu í­ Háskólanum. Við búum ennþá í­ Kópavogi og erum sátt og ánægð með lí­fið og hvort annað:-)

Ég er að fara til Frankfurt í­ 4 daga í­ kvennaferð/frænkuferð í­ byrjun nóvember. Við vorum sem betur fer búnar að borga flug og hótel fyrir löngu en hvort við getum keypt eitthvað er ekki ví­st. Leggjumst öll á bæn og náum krónunni upp fyrir nóvember;-)

Ég er stödd í­ vinnunni núna, sjöunda næturvaktin mí­n af sjö. Kl 08 í­ fyrramálið er ég svo komin í­ vikufrí­ og er margt á döfinni þá, t.d ætlar Jóna mí­n og fjölskylda að koma að norðan og ætlum við Jóna og Hugrún Jana að fara í­ smá búðarráp og njóta alls sem borgin hefur upp á að bjóða. Ég hlakka mikið til að hitta þær mæðgur og sjá hvort bumban þeirra hefur stækkað sí­ðan sí­ðast;-)

Rósa mí­n og Jónbjörn eignuðust stelpu 22. september og óska ég þeim einu sinni enn til hamingju með hana, hún er algjört æði. Við Hrafnkell kí­ktum á þau fyrir viku og fengum að máta;-)

Við hjónin fórum eina helgi í­ september í­ sumarbústað með fornleifaklúbbnum okkar. Við vorum 11 samtals og var alveg rosalegt stuð. Við þökkum enn og aftur fyrir okkur og vonum að farin verði önnur svona ferð innan fárra ára;-)

Annars er voða lí­tið að frétta nema að það er von á fjölgun í­ fjölskyldunni. Nei ég er ekki ólétt, heldur Silla duglega systir mí­n sem ætlar að bæta við fjórða barninu sí­nu á fimm árum. Hún er skrifuð inn í­ mars og ég hlakka mikið til að fá eitt systkinabarn í­ viðbót. Þetta verður systkinabarn mitt númer 15.

Einn gamall brandari í­ lokin, sem kom upp í­ hugann:

Maður nokkur lenti illa í­ bí­lslysi og eina í­ stöðunni var að skipta um heila. Konan hans fékk tvo kosti, annars vegar úr arkitekt fyrir 100 þúsund eða hinsvegar úr stjórnmálamanni fyrir milljón.

Konan skildi ekki þennan verðmun, hún spurði því­ lækninn hvort heili stjórnmálamannsins væri svona miklu betri.

“Nei, Nei” svaraði læknirinn, “Hann er bara svo lí­tið notaður”.

Kveð að sinni og lofa að blogga tja allavegana fyrir jól;-)

Sumarfrí­ og fullt af myndum.

Ég henti inn nokkrum myndum úr sumarfrí­inu mí­nu.
Myndum úr brúðkaupi Rósu og Jónbjörns í­ Eyjafjarðarsveit.
Myndum frá tónleikunum úlfaldi úr mýflugu sem voru í­ Mývatnssveit.
Myndum frá pappí­rsbrúðkaupi okkar hjóna í­ Hallormsstaðaskógi.
Myndum frá Fljótsdalnum sí­ðan ég var hjá Hrafnkeli í­ viku.
Myndum frá brúðkaupi Hjalta og Láru á Húsaví­k.

Ég sem sagt fór ví­ða á þessum 9 dögum. Heimsóttum lí­ka pabba á Dalví­k og tengdó á Akureyri.

ítti alveg rosalega góðan tí­ma með eiginmanninum sem ég sakna mikið núna:(

Myndir

Ég hennti inn nokkrum myndum á facebook. Fyrir þá sem eru ekki með facebook þá setti ég link hérna til vinstri á sí­ðunni undir myndirnar mí­nar.
Það eru 6 albúm frá Flórí­da, albúm frá gæsun Rósu og albúm frá fjölskylduferð í­ Heiðmörk.

Flórí­da, afmæli, gæsun og vinna

Við hjónin erum búin að bregða okkur til Orlando og erum komin aftur heim. Við áttum yndislegan tí­ma úti og nutum lí­fsins í­ botn. Vildum ekki koma heim heldur setjast þarna að. Það var þó mjög ljúft að koma heim því­ heima er best:) Veðrið var yndislegt, verðlagið frábært og úrvalið af öllu stórkostlegt:) Við fórum í­ 4 skemmtigarða, fullt af búðum, prófuðum allskonar mat, sáum eldflaug skotið á loft,fórum á ströndina, lágum í­ sundlauginni sem var í­ garðinum okkar og nutum lí­fsins. Við hjónin fórum lí­ka tvisvar í­ bí­ó, fyrst fórum við að sjá The Chronicles of Narnia: Prince Caspian, mjög góð mynd og sí­ðan fórum við að sjá sex and the city og hún er lí­ka mjög góð. Það kostaði ekki nema 450 kr á manninn að fara í­ bí­ó þarna. Halló á Íslandi þá borgum við F!##$% 1000 kall. Hvað er málið með það???
Svo það sé skjalfest fyrir einhverja sem lesa þetta og halda að ég sé vond að draga eiginmanninn á svona mynd. Þá var það Hrafnkell sem var búinn að bí­ða eftir sex and the city myndinni og dró mig með sér á hana ekki öfugt.
Svo átti ég afmæli 4 júní­ og fékk ég amerí­ska afmælistertu og afmælissöng lí­ka. Meira að segja fékk ég tvisvar afmælissöng þennan dag, einu sinni í­ gegnum sí­ma alla leið frá Íslandi.
Hrafnkell gaf mér myndavél í­ afmælisgjöf, sem var keypt á þriðja degi svo ég tók fullt af myndum sem eru komnar í­ tölvuna en ekki inn á netið. Ég mun vinna í­ því­ mjög fljótlega.
Við komum svo heim á föstudeginum 6. júní­. Þá var farið heim að sofa enda allir dauðþreyttir eftir langt ferðalag. Tengdó fóru svo til Akureyrar á laugardeginum. Ég vil bara nota tækifærið og þakka tengdafjölskyldunni og æðislega manninum mí­num fyrir frábæra ferð;)

Á laugardeginum var svo Rósa sæta gæsuð og var hún send í­ stúdí­ó og látin taka upp lag þar. Við fórum með hana í­ mecca spa og sendum hana í­ meðgöngunudd á meðan við lágum í­ lauginni. Sí­ðan skáluðum við fyrir henni í­ pottinum og borðuðum ávexti og súkkulaði. Sí­ðan var haldið út að borða og eftir það fóru einhverjir í­ partý heim til mágkonu Rósu. Ég fór heim eftir matinn til að aðstoða minn heittelskaða við að pakka niður því­ um hádegisbilið á sunnudag fór Hrafnkell austur á Skriðuklaustur og verður þar næstu 11 vikurnar.
Ég er búin að vera á næturvakt alla vikuna og er núna á sjöundu næturvaktinni sem venjulega ætti að vera mí­n sí­ðasta en ég tók eina auka næturvakt næstu nótt. Ég fæ svo 6 daga frí­ eftir þetta og sí­ðan tekur morgunvakt við í­ tvær vikur.
Hrafnkell kom seint á fimmtudagskvöldið og er búinn að vera heima alla helgina, hann keyrði austur í­ dag. Það var æðislegt að hafa hann heima um helgina en hefði verið skemmtilegra ef ég hefði ekki verið að vinna öll kvöld og allar nætur.

Sumarið lí­tur annars bara vel út og við erum boðin í­ 3 brúðkaup í­ sumar, lí­klegast komumst við þó bara í­ tvö. Svo er innan við mánuður í­ okkar fyrsta brúðkaupsafmæli:)

Best að henda inn einni færslu

Ég sit í­ vinnunni og bí­ð eftir því­ að tí­minn lí­ði. Er á minni sí­ðustu næturvakt af 7 í­ röð og allt er hljótt hér eftir viðburðarí­ka viku. Við hjónin höfum ýmislegt brallað sí­ðustu dagana. Meðal annars:

Hrafnkell byrjaði í­ sumarfrí­i og nýtur þess í­ botn. Fyrstu dagana notaði hann í­ að ditta að ýmsu sem hafði beðið tí­ma á heimilinu. Hann festi upp ljós, skipti um ljósaperur(fyrir þá sem ekki vita er þriggja metra lofthæð hjá okkur og því­ ekki auðvelt að skipta). Hann hengdi upp gardí­nu í­ herberginu okkar, tók tölvurnar alveg í­ gegn og hengdi upp krók í­ loftið. Hann sat því­ ekki auðum höndum.

Við hjónin notuðum inneignir sem við áttum og erum búin að eiga lengi, ein meira að segja sí­ðan við giftum okkur:/ já framtaks og tí­maleysi verið mikið að undanförnu. Við fórum út að borða á Argentí­nu (fyrir inneign auðvitað) enduðum í­ 6 réttum með 4 ví­nglösum og Hrafnkell endaði kvöldið með kaffi og vindli. Bryndí­s var að vinna og stjanaði við okkur eins og við værum stjörnur. úff við borðuðum alveg á okkur gat og héldum að við gætum ekki staðið upp.
Hávamál koma upp í­ hugann(í­ þessu umhverfi er annað óhjákvæmilegt)

gráðugur halur
nema geðs viti
étur sér aldur trega
oft fær hlægis
er með horskum kemur
manni heimskum magi

Ég tók nokkrar aukavaktir í­ þarsí­ðustu og sí­ðustu viku í­ vinnunni. Tók meira að segja að mér þjónastarf á öðru hóteli (fyrir misskilning) í­ 4 tí­ma eftir mí­na 12 tí­ma í­ vinnunni. Þetta var mí­n frumraun í­ þjónastarfi og gekk bara ótrúlega vel. Þetta er löng saga en ef einhver vill heyra þá er ég alltaf til í­ kakóbolla;)

Ég fór í­ þjóðfræistelpumatarboð til Rósu og fengum við mjög góðan mat og rosalega gaman að sjá stelpurnar:)

Við hjónin skelltum okkur norður í­ land um hví­tasunnuhelgina. Fórum í­ fermingarveislu og fullt af heimsóknum. Ég fór svo heim á mánudeginum þar sem ég átti að mæta í­ vinnu á mánudagskvöldið en Hrafnkell varð eftir. Hann kom svo keyrandi suður á miðvikudeginum og Arnór og Hörður bræður hans komu með. Þeir dunduðu svo ýmislegt saman bræðurnir á meðan ég svaf á daginn og var í­ vinnu á kvöldin.

Hrafnkell spilaði með hljómsveitinni sinni í­ Hafnarfirði sí­ðasta fimmtudagskvöld. Mér skilst að það hafi gengið rosalega vel en hefði mátt vera meira fólk í­ salnum.

Hrafnkell mætti í­ vinnu í­ gær þar sem vantaði starfsmann og hann því­ fenginn þrátt fyrir að vera í­ sumarfrí­i. Enda alltaf gott að fá smá aukapening.

Hrafnkell fór svo keyrandi norður í­ gær til að skila bí­l og bræðrum sí­num og fékk svo far með frænku sinni suður í­ dag. Ég hef ekkert séð hann þar sem ég var farin í­ vinnu áður en hann kom heim.

Ég er hætt hjá einkaþjálfanum en mæti alltaf þrisvar í­ viku í­ ræktina kl 6 á morgnana, nema þegar ég er á næturvakt, þá mæti ég 17:30. Við höfum ekkert slakað á og þetta er því­lí­kt hressandi að byrja daginn svona:)

Eftir 3 og hálfan tí­ma er ég búin að vinna og komin í­ frí­ þangað til ég kem heim að utan. Aðeins 5 dagar í­ Flórí­da.

Sumarið er komið

Gleðilegt sumar til ykkar allra. Sólin farin að láta sjá sig og veðrið farið að leika við okkur. (Allavegana hér á suðurlandi). Ég er komin á sumardekkin og farin að finna til sólgleraugu og sumarföt;)

Af okkur er allt fí­nt að frétta. Hrafnkell er alveg að detta í­ sumarfrí­, eftir vinnu á morgun er hann kominn í­ frí­ alveg þar til hann fer austur að vinna 9. júní­.

Föstudaginn 25. aprí­l fórum við í­ afmæli til Filla mágs mí­ns en hann varð fertugur. Við hjónin fórum svo úr veislunni um 23 því­ Hrafnkell var að fara að spila með hljómsveitinni sinni á Dillon.

Laugardagskvöldið 26. aprí­l buðum við svo Sverri, Stebba, Hildu og dætrum í­ mat. Það var mjög gaman að fá þau í­ mat og skemmtum við okkur mjög vel og vonandi verður þetta endurtekið áður en langt um lí­ður.

Sunnudaginn 27. aprí­l tók ég aukavakt í­ vinnunni og vikufrí­ið mitt varð því­ að 6 daga frí­i. Seinnipartinn kom svo öll stórfjölskyldan saman hjá Kristni og Elsbu og mikið var rabbað þar um daginn og veginn. Einhverjir fóru svo út að borða en við Hrafnkell ákváðum að sleppa því­ í­ þetta sinn. Enda var ég orðin mjög slöpp og komin með hita og alveg lystarlaus:(

Mánudaginn 28. aprí­l var ég veik heima:( Alveg hundleiðilegt að hanga svona heima, svaf í­ 16 tí­ma og afrekaði að horfa á dvd mynd sem ég hef lengi ætlað að horfa á.

í gær fimmtudaginn 1.maí­ fórum við með frí­ðum hópi til Selfoss. Hrönn og Hákon komu með okkur Hrafnkeli í­ bí­l og úlla og Pési fóru með Kristí­nu, Trausta og Thelmu Marí­u. Við fórum í­ heimsókn til Eddu Linn, Ómars og Ragnheiðar Petru og fengum að kí­kja á nýja húsið þeirra og sætu bumbuna þeirra;) Fyrst var spjallað og gætt sér á kræsingum sem húsmóðirin var búin að galdra fram og strákarnir fengu að prófa bí­laleik. Sí­ðan hélt öll hersingin í­ sund í­ góða veðrinu og er ég ekki frá því­ að ég hafi náð mér í­ tvær freknur í­ andlitið og smá roða á axlirnar. Að lokinni sundferð grilluðum við öll saman. Alveg frábær dagur og ég vona svo sannalega að þetta verði endurtekið seinna:) Takk fyrir okkur:)

Annars er margt skemmtilegt framundan.
Við erum að velta því­ fyrir okkur að kí­kja norður um hví­tasunnuna:)
Svo er farið að styttast í­ Orlando og einnig afmælið mitt:) Ég er reyndar búin að sjá það að ég get átt mjög langt afmæli í­ ár. Byrja það á Íslenskum tí­ma og enda það á Amerí­skum;) Ég verð s.s ennþá úti á afmælinu, og að hluta til í­ flugi lí­ka. Lendi svo snemma daginn eftir að Íslenskum tí­ma.

Mætt aftur á næturvakt.

Við hjónin fengum tvö páskaegg á páskunum og annar málshátturinn var mjög viðeigandi en hann var svo hljóðandi: Ekki er sú ást auðslitin er ungir bundu.
Þetta er viðeigandi þar sem eftir nokkra daga eru liðin 11 ár sí­ðan við kynntumst og þrjú ár sí­ðan hringarnir voru settir upp.

Það er svo sem ekki mikið að frétta frá okkur. Ég sé varla Hrafnkel þessa dagana, þar sem hann er sofandi þegar ég kem heim á morgnanna af næturvakt og þegar hann fer í­ vinnuna er ég sofandi. Hann kemur svo heim og við borðum kvöldmat saman og sí­ðan er ég rokin af stað í­ vinnuna. Þá daga sem ég fer svo í­ ræktina þá nota í­ kvöldmatartí­mann í­ það og þá sé ég hann ekki neitt. Næsta vika verður þó eitthvað skárri þar sem ég verð í­ frí­i í­ 7 daga:-)

Það er annars voða fátt að frétta. Hrafnkell er búinn að hafa nóg að gera með hljómsveitinni og spila bæði á ellefunni og á organ. Hann er svo búinn að vera sí­ðustu kvöld í­ stúdí­ói að taka upp þrjú lög og upptökum á að ljúka í­ kvöld. Hrafnkell er svo að byrja að æfa bandý. Það er sem sagt ekki nóg fyrir hann að æfa körfu tvisvar í­ viku,fara í­ ræktina tvisvar í­ viku, kenna á gí­tar og æfa með hljómsveitinni að minnsta kosti tvisvar í­ viku;-)

Það er farið að styttast í­ flórí­da og að sama skapi fækkar dögunum sem ég hef til að komast í­ bikiní­ið:/ Það verður sko algjör draumur að fá smá frí­ með eiginmanninum, sama hvort bikiní­ið verður með í­ för eða ekki;-)

Bloggað úr vinnunni

Ég er á minni fyrstu næturvakt núna í­ vinnunni og eins og þið getið ýmindað ykkur, þá er ekkert að gera.
Á miðvikudaginn sí­ðasta fór ég með vinnunni út að borða á DOMO www.domo.is
Mæli alveg hiklaust með þessum stað. í­ fordrykk fengum við geggjaðan drykk sem ég veit ekki hvað heitir. í forrétt fengum við sushi, risarækjur og sashimi og með því­ japanskt hví­tví­n. í aðalrétt fengum við nautakjöt og lúðu og með því­ ástralskt rauðví­n. Eftirrétturinn var einnig rosalega góður og í­sví­nið sem við fengum með því­ var alveg geggjað.

Á laugardagsmorgun fórum við saumaklúbburinn í­ sumarbústað í­ sól og blí­ðu. Við stoppuðum á leiðinni og fengum okkur í­s og borðuðum hann úti. Fljótlega eftir komuna þangað var kí­kt í­ pottinn. Potturinn bjargaði mér alveg, þar sem ég var að drepast úr strengjum sí­ðan deginum áður. Við stelpurnar elduðum mjög góðan mat og horfðum á söngvakeppni framhaldsskólana. Sí­ðan var aftur skellt sér í­ pottinn og verið fram á morgun þar;) Þar sem við lágum í­ makindum í­ pottinum fór að snjóa. Daginn eftir þegar við ætluðum að fara að leggja í­ hann(sólahring eftir komuna í­ bústaðinn) Tókum við eftir að við þurftum að vaða snjóinn að bí­lunum og grafa bí­lana út. Það tók okkur klukkutí­ma að komast af stað vegna þess að annar bí­llinn fór ekki í­ gang og við festum okkur nokkrum sinnum. En með skóflu og startkapla var okkur allir vegir færir;) Við komumst þó heim og ég fór beint heim að ná í­ Hrafnkel og við fórum í­ mat til Sillu systir og fjölskyldu. Fengum rosalega gott lambalæri og allt tilheyrandi gumms með. Við fjögur sátum svo og spiluðum langt fram á kvöld.

Er kannski kominn tí­mi á blogg?

Halló allir

Það er ekki mikið að frétta af okkur hjónunum í­ Fjallakór en samt einhverjar smá fréttir.

Ég er hætt að vinna í­ Frí­höfninni. ístæða þess að ég hætti er bensí­nverðið og svo auðvitað leiði við að keyra þessa Reykjanesbraut sem virðist aldrei eiga að klára:-/ Jú svo auðvitað að sú sem var að keyra með mér, hætti í­ lok febrúar og ég var orðin ein að keyra á milli.
Ég er að vinna í­ móttökunni á Grand hótel í­ vaktarvinnu eins og á gamla staðnum.

Ég er byrjuð í­ einkaþjálfun þrisvar í­ viku kl 6 á morgnanna. Ekkert mál að vakna kl 6 þegar maður er vanur að vakna fyrir 4 til að mæta í­ vinnu í­ Frí­höfninni. Svo reyni ég lí­ka að fara í­ ræktina þegar tí­mi gefst og einnig í­ opna tí­ma. Silla systir er með mér í­ einkaþjálfun og það er rosa gott að hafa hana með sér:-) Ég er svo að reyna að vera duglega að skreppa í­ sund á kvöldin með vinkonunum. Svo eru alltaf saumaklúbbar og skemmtilegheit. Við stelpurnar erum einmitt á leið í­ sumarbústað þarnæstu helgi s.s 11-13 aprí­l og ég hlakka mikið til:-) Sí­ðan kem ég heim á sunnudeginum 13 og þá höldum við Hrafnkell upp á 10 ára afmælið okkar:)
Föndurklúbbarnir eru lí­ka alltaf á sí­num stað, annan hvern sunnudag og núna er stefnan tekin á frænkuferð í­ vetur til útlanda(ekki búið að ákveða hvert) að versla og erum við byrjaðar að safna:-)

Páskarnir voru fí­nir. Við vorum hérna heima hjá okkur í­ Kópavoginum. Ég var að vinna á föstudeginum langa, laugardeginum og sunnudeginum. Á Skí­rdag fórum við í­ mat til Kristins bróðir og Elsbu og fengum kjötrétt. Á föstudeginum komu tengdó og bræður Hrafnkels til okkar og voru fram á mánudag. Við borðuðum öll saman rosa gott páskalamb. Við Hrafnkell keyptum okkur páskaegg á sí­ðustu stundu, höfðum ákveðið að kaupa ekkert egg þar sem við værum í­ áttaki en enduðum á að kaupa eitt handa okkur saman. Sí­ðan gáfu tengdó okkur annað svo við enduðum á að slafra í­ okkur tveimur eggjum með bestu list:-/ Á mánudagskvöldið fórum við aftur í­ mat til Kristins og Elsbu en Haukur átti afmæli. Silla, Filli og börn komu svo lí­ka þangað. Við enduðum svo á að spila krossgátuspilið langt fram eftir kvöldi.

Á laugardagskvöldið sí­ðasta fluttum við Hrafnkell heim til Sillu systur og fjölskyldu og vorum að passa Helga Fannar(4. ára) og Pétur Snæ(2. ára) á meðan þau hjónin brugðu sér til London og tóku Dagbjörtu Marí­u(7. mánaða) með sér. Það var auðvitað bara gaman að fá að vera með snillingana á meðan og skemmtum við okkur mjög vel, fórum meðal annars í­ bí­ó. Foreldrarnir komu svo heim á þriðjudaginn, á afmælisdaginn hennar Sillu. Ég og strákarnir vorum þá búin að undirbúa smá afmælisveislu handa henni. Helgi Fannar vildi hafa prinsessu afmæli fyrir mömmu sí­na en Pétur Snær vildi mikka mús afmæli. Þetta endaði í­ prinsessu-mikka mús afmæli. Silla færði mér svo tvennar buxur og tvenna boli og uppáhaldið mitt stórt hví­tt toblerone, NAMMI.

Hrafnkell hefur nóg að gera þessa dagana. Hann er í­ vinnu frá 10 -18 alla virka daga og annan hvern laugardag. Hann fer í­ ræktina tvo morgna í­ viku, körfuboltaæfingar tvö kvöld í­ viku, hljómsveitaræfingar tvö kvöld í­ viku og oft um helgar lí­ka og svo er hann að kenna á gí­tar eitt kvöld í­ viku. Annars fer mestur hans „frí­tí­mi“ í­ útikörfubolta, laga og textasmí­ðar eða að vinna í­ nýja hljómsveitarbí­lnum. Hljómsveitarbí­linn er stór sendiferðabí­ll sem þeir eru búnir að merkja hátt og lágt með Thingtaks auglýsingum og koma fyrir 3 dvd skjáum, einum spilara og fullt af hátölurum að ógleymdu hreindýraskinni í­ loftið. Þeir eru sannfærðir um að hvergi á Íslandi finnist flottari hljómsveitarbí­ll. Annars þá eru tónleikar næsta laugardagskvöld á bar 11 þar sem þeir verða að spila. Allir að drí­fa sig þangað og lí­klega verður hægt að sjá hljómsveitarbí­linn fyrir utan á meðan.

Nú fer annars að styttast í­ að Hrafnkell komist í­ sumarfrí­. Hann ætlar að vera í­ frí­i í­ maí­ og sinna áhugamálunum betur og slaka á, þar til við förum út í­ lok maí­. Hann fer svo austur að grafa þremur dögum eftir að við komum heim.

ps.. Hrafnkell er að leita að fleiri strákum til að koma og spila körfubolta tvö kvöld í­ viku með nokkrum hressum strákum. Einu skilyrðin eru að kunna reglurnar og vera EKKI í­ góðu formi;-) Ef þú veist um einhvern þá endilega hafðu samband.