Sumarið er komið

Gleðilegt sumar til ykkar allra. Sólin farin að láta sjá sig og veðrið farið að leika við okkur. (Allavegana hér á suðurlandi). Ég er komin á sumardekkin og farin að finna til sólgleraugu og sumarföt;)

Af okkur er allt fí­nt að frétta. Hrafnkell er alveg að detta í­ sumarfrí­, eftir vinnu á morgun er hann kominn í­ frí­ alveg þar til hann fer austur að vinna 9. júní­.

Föstudaginn 25. aprí­l fórum við í­ afmæli til Filla mágs mí­ns en hann varð fertugur. Við hjónin fórum svo úr veislunni um 23 því­ Hrafnkell var að fara að spila með hljómsveitinni sinni á Dillon.

Laugardagskvöldið 26. aprí­l buðum við svo Sverri, Stebba, Hildu og dætrum í­ mat. Það var mjög gaman að fá þau í­ mat og skemmtum við okkur mjög vel og vonandi verður þetta endurtekið áður en langt um lí­ður.

Sunnudaginn 27. aprí­l tók ég aukavakt í­ vinnunni og vikufrí­ið mitt varð því­ að 6 daga frí­i. Seinnipartinn kom svo öll stórfjölskyldan saman hjá Kristni og Elsbu og mikið var rabbað þar um daginn og veginn. Einhverjir fóru svo út að borða en við Hrafnkell ákváðum að sleppa því­ í­ þetta sinn. Enda var ég orðin mjög slöpp og komin með hita og alveg lystarlaus:(

Mánudaginn 28. aprí­l var ég veik heima:( Alveg hundleiðilegt að hanga svona heima, svaf í­ 16 tí­ma og afrekaði að horfa á dvd mynd sem ég hef lengi ætlað að horfa á.

í gær fimmtudaginn 1.maí­ fórum við með frí­ðum hópi til Selfoss. Hrönn og Hákon komu með okkur Hrafnkeli í­ bí­l og úlla og Pési fóru með Kristí­nu, Trausta og Thelmu Marí­u. Við fórum í­ heimsókn til Eddu Linn, Ómars og Ragnheiðar Petru og fengum að kí­kja á nýja húsið þeirra og sætu bumbuna þeirra;) Fyrst var spjallað og gætt sér á kræsingum sem húsmóðirin var búin að galdra fram og strákarnir fengu að prófa bí­laleik. Sí­ðan hélt öll hersingin í­ sund í­ góða veðrinu og er ég ekki frá því­ að ég hafi náð mér í­ tvær freknur í­ andlitið og smá roða á axlirnar. Að lokinni sundferð grilluðum við öll saman. Alveg frábær dagur og ég vona svo sannalega að þetta verði endurtekið seinna:) Takk fyrir okkur:)

Annars er margt skemmtilegt framundan.
Við erum að velta því­ fyrir okkur að kí­kja norður um hví­tasunnuna:)
Svo er farið að styttast í­ Orlando og einnig afmælið mitt:) Ég er reyndar búin að sjá það að ég get átt mjög langt afmæli í­ ár. Byrja það á Íslenskum tí­ma og enda það á Amerí­skum;) Ég verð s.s ennþá úti á afmælinu, og að hluta til í­ flugi lí­ka. Lendi svo snemma daginn eftir að Íslenskum tí­ma.