Ég hef ekki bloggað síðan í fyrra sé ég, vá hvert fór þessi tími eiginlega? Það er nú örugglega engin sem les þetta lengur en ég ætla samt að gera smá upptalningu frá atburðum síðasta árs (úr okkar lífi ekki landsmálefnum, það tæki allt of langan tíma og allir aðrir bloggarar hafa gert því góð …
Author Archives: Iris
Blogga eins og vindurinn fyrir Eygló!
Vá langt síðan ég bloggaði, júlí er búinn, ágúst og september fóru jafn fljótt og þeir komu og október bara runninn upp. Það er orðið haustlegt hér í borginni, vindurinn farinn að láta vita af sér og veturkonungur búinn að setja sig í stellingar. Fyrsti snjórinn féll um daginn og krónan fellur nánast daglega. Vöruverð …
Sumarfrí og fullt af myndum.
Ég henti inn nokkrum myndum úr sumarfríinu mínu. Myndum úr brúðkaupi Rósu og Jónbjörns í Eyjafjarðarsveit. Myndum frá tónleikunum úlfaldi úr mýflugu sem voru í Mývatnssveit. Myndum frá pappírsbrúðkaupi okkar hjóna í Hallormsstaðaskógi. Myndum frá Fljótsdalnum síðan ég var hjá Hrafnkeli í viku. Myndum frá brúðkaupi Hjalta og Láru á Húsavík. Ég sem sagt fór …
Myndir
Ég hennti inn nokkrum myndum á facebook. Fyrir þá sem eru ekki með facebook þá setti ég link hérna til vinstri á síðunni undir myndirnar mínar. Það eru 6 albúm frá Flórída, albúm frá gæsun Rósu og albúm frá fjölskylduferð í Heiðmörk.
Flórída, afmæli, gæsun og vinna
Við hjónin erum búin að bregða okkur til Orlando og erum komin aftur heim. Við áttum yndislegan tíma úti og nutum lífsins í botn. Vildum ekki koma heim heldur setjast þarna að. Það var þó mjög ljúft að koma heim því heima er best:) Veðrið var yndislegt, verðlagið frábært og úrvalið af öllu stórkostlegt:) Við …
Best að henda inn einni færslu
Ég sit í vinnunni og bíð eftir því að tíminn líði. Er á minni síðustu næturvakt af 7 í röð og allt er hljótt hér eftir viðburðaríka viku. Við hjónin höfum ýmislegt brallað síðustu dagana. Meðal annars: Hrafnkell byrjaði í sumarfríi og nýtur þess í botn. Fyrstu dagana notaði hann í að ditta að ýmsu …
Sumarið er komið
Gleðilegt sumar til ykkar allra. Sólin farin að láta sjá sig og veðrið farið að leika við okkur. (Allavegana hér á suðurlandi). Ég er komin á sumardekkin og farin að finna til sólgleraugu og sumarföt;) Af okkur er allt fínt að frétta. Hrafnkell er alveg að detta í sumarfrí, eftir vinnu á morgun er hann …
Mætt aftur á næturvakt.
Við hjónin fengum tvö páskaegg á páskunum og annar málshátturinn var mjög viðeigandi en hann var svo hljóðandi: Ekki er sú ást auðslitin er ungir bundu. Þetta er viðeigandi þar sem eftir nokkra daga eru liðin 11 ár síðan við kynntumst og þrjú ár síðan hringarnir voru settir upp. Það er svo sem ekki mikið …
Bloggað úr vinnunni
Ég er á minni fyrstu næturvakt núna í vinnunni og eins og þið getið ýmindað ykkur, þá er ekkert að gera. Á miðvikudaginn síðasta fór ég með vinnunni út að borða á DOMO www.domo.is Mæli alveg hiklaust með þessum stað. í fordrykk fengum við geggjaðan drykk sem ég veit ekki hvað heitir. í forrétt fengum …
Er kannski kominn tími á blogg?
Halló allir Það er ekki mikið að frétta af okkur hjónunum í Fjallakór en samt einhverjar smá fréttir. Ég er hætt að vinna í Fríhöfninni. ístæða þess að ég hætti er bensínverðið og svo auðvitað leiði við að keyra þessa Reykjanesbraut sem virðist aldrei eiga að klára:-/ Jú svo auðvitað að sú sem var að …