Afmæli sætasta stráksins

Maðurinn átti afmæli í­ gær, steig næsta skref í­ átt þess að verða fullorðinn. í því­ tilefni fórum við út að borða á Caruso, fyrir gjafabréfið sem ég vann á aðalfundi Þjóðbrókar. Það var mjög gott, fyrir utan frekar þurran fisk. Á eftir lögðum við leið okkar í­ í­sbí­ltúr og fengum svo heimskókn.

Ég vann lí­ka gjafabréf í­ leikhús og við erum svona að melta með okkur hvaða sýningu okkur langar að sjá, einhverjar uppástungur?

Núna er ég að gera mitt besta við að sitja og vera dugleg að læra en það gengur ekki betur en svo að ég er búin að skoða öll blogg sem ég kemst í­ tæri við!!!!!

LataJóhanna