Frá Tübingen til Barcelona

Um liðna helgi buðu búlgörsku vinirnir mér í mat á sunnudagskvöldinu. Það var ljúft. Svo voru tveir vinnudagar og að kvöldi þriðjudagsins flaug ég til Barcelona. Mestur tíminn síðan þá hefur farið í að sitja ráðstefnu og fundi, en samt hafði ég tíma til þess að skoða Sagrada Familia á miðvikudaginn og Picassosafnið og Römbluna í gær. Áður en ég lagði í hann hafði ég samband við gamlan skólafélaga sem á heima hér í borginni uppá að hitta hann meðan ég væri hérna. Það verður í kvöld.

Á morgun flýg ég aftur til Þýskalands. Ég á eftir tvo vinnudaga á deildinni, svo verða tveir dagar sem ég hef til að pakka niður og þrífa, og á föstudaginn flýg ég heim.

Þetta er bara að verða búið.