Í dag er ég glaður

Frumraun mín sem leikstjóra í gærkvöldi gekk framar mínum björtustu vonum. Og frammistaða mín sem leikara í öðru verkefni á sömu dagskrá var skammlaus, held ég barasta. Þeir sem hafa áhuga á skemmtilegum kvöldstundum hafa enn séns: seinna sýningarkvöldið verður í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld klukkan níu. Tölvan okkar lullar fetið þessa dagana. Við förum og …

„Vertu hjá mér Dísa…“

Hvað ætli sé Tom-Waits-legasta lag sem til er sem er ekki eftir Tom Waits, né undir augljósum áhrifum frá honum, né öfugt? Dalakofinn eftir Friðrik Jónsson við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi er mér ofarlega í huga þessa dagana. Kannski meira um það seinna í dag. Setjum eftirfarandi ramma, til að halda þessu einföldu: Íslenskur …