Temavika kórtónlist (þriðji hluti): “Carmina Burana”

Carmina Burana eftir Carl Orff er eiginlega kunnara verk en frá þurfi að segja. Og hálffáránlegt að ég skuli ekki hafa tekið þátt í að syngja það ennþá. – – – Vorið 2001 söng Vox Academica Carmina Burana á tvennum tónleikum í Seltjarnarneskirkju. Ekki í fullri hljómsveitarútsetningu, heldur annarri eftir höfundinn sjálfan fyrir tvo flygla …

Temavika kórtónlist (annar hluti): „Lux Aeterna“

Mig minnir að það hafi verið í desember 2001 sem Vox Academica hélt mjög minnisstæða aðventutónleika í Landakotskirkju. Frá upphafi hafði kórinn haldið litla aðventutónleika á hverju ári í kapellu Háskóla Íslands fyrir vini og vandamenn. Ekkert auglýst né rukkað inn, bara látið berast. En þegar þarna var komið sögu höfðu tónleikarnir sprengt utanaf sér …

Temavika kórtónlist (fyrsti hluti): “Dona Nobis Pacem“

Kórtónlist bjargaði lífi mínu. Eða átti allavega góðan part í því. Ekki endilega í skilningnum að halda því í mér, en að minnsta kosti þannig að hún átti þátt í að beina því inná brautir sem það fylgir enn í dag: Í upphafi árs 1994 fór ég á mína fyrstu æfingu með Háskólakórnum og uppgötvaði …

Temavika lágmenning (seinni hluti): „Leðjan til Lettlaaands!“

Höfum þetta stutt. – – – Ef kosið yrði á morgun eftir eftir því hver hefur sýnt besta og öruggasta flutninginn, þá ætti Íris Hólm að taka þetta. Hún er sá flytjandinn í úrslitunum sem skilaði lýtaminnstri frammistöðu í undanriðlunum: hún bar af  öðrum sem komust áfram (verst að ég er ekki nema rétt svo …

Temavika lágmenning (fyrri hluti): „Unser Star für Oslo“ (ist gefunden)

(VARÚÐ: þessi færsla er um Evróvisjón söngvakeppnina.) – – – Þegar kemur að Evróvisjón söngvakeppninni er Stefan Raab bjargvættur Þjóðverja. Þetta er ekki vongóð draumlýsing, heldur staðreynd. Af síðustu tólf skiptum hefur þeim sex sinnum mistekist að skríða upp fyrir miðju. Af hinum sex skiptunum var Stefan Raab með puttana í þýska laginu í þrjú …