Fallegt fólk

Mig langaði bara til að skella inn myndum af fjölskyldunni. Þær eru frá því Vestur-Íslendingurinn leit í mat hjá okkur um daginn: Við erum svo rík.

Eitt ofurlítið kast af smárasótt

Þriðji í páskum: ég er með magapínu. Er ég annars sá eini sem er ekki alfarið afslappaður yfir PepsíMax auglýsingunni? Þessari þar sem menntaskólastrákarnir eru strandaglópar í eyðimörkinni? Og súpersexí skutlan kemur til bjargar eins og í blautum draumi í svefnpoka í Þórsmörk? „Úúúú strákar. Við verðum víst að vera hérna í nótt.“ „Eigum við …