Skömm og smekkleysa

Mörgum hefur brugðið ónotalega við nýjustu auglýsingu Vodafone, þar sem hið sígilda ævintýri um Búkollu er notað til að auglýsa svok. „þjónustuver.“ Bóndasonur hringir í 1414 til að fá aðstoð við að finna „beljuna“ (eins og hún er svo snautlega kölluð) og til að sleppa undan tröllkonunni. Óhætt mun að fullyrða, að annað eins rugl …

Taktu þátt í skehntilegri könnun um sifjaspell!

Við hjónin vorum að tala saman í gærkvöldi. Og, eins og oft vill verða þegar fólk tekur upp léttara hjal saman, þá barst talið að sifjaspellum. Reyndar út frá móðurmálssjónarhorninu: við vorum ekki alveg sammála um það hvaða skilningur væri lagður í orðið dags daglega. „Það þarf að gera skoðanakönnun,“ sagði konan mín. Svo ég …

„Hafið mig afsakaðan meðan ég kyssi þennan náunga…“

Hlusta á Bobbie Gentry syngja „I’ll Never Fall in Love Again:“ What do you get when you kiss a guy You get enough germs to catch pneumonia After you do, he’ll never bone ya… Finnst þetta eitthvað grunsamlegt fyrir listasmell frá ofanverðum sjöunda áratug liðinnar aldar. Fletti því upp og jú, mikið rétt, hún er …

Freaky Realistic!

Um þetta leyti í gær fékk ég eina dægurflugu úr fortíðinni á heilann. Það tók mig dálitla stund að koma henni fyrir mig: „Leonard Nimoy“ með næntís-poppgrúppunni Freaky Realistic. Hvað í ósköpunum varð eiginlega af þeim? hugsaði ég þá. Og komst að því að þar er stórt spurt, því Freaky Realistic virðist hafa verið allsendis …

„This is no time to fuck up…“

Það er skemmtileg persónuleg lífsreynslusaga í Mogganum í morgun, skrifuð af ágætum pilti sem reyndi sig vansöngva á æfingu hjá kórnum mínum á þriðjudagskvöldið var. Honum var hálfgerð vorkunn að vera fleygt svona strax útí djúpu laugina: Við erum að æfa Jólakantötu Honeggers og Gloriu eftir Poulenc fyrir jólatónleikana í desember. Ég get vel trúað …

Jarrr!

Ja, nú var ég nærri búinn að gleyma, lagsmaður. Það sem ég vildi sagt hafa: Nú skal undið upp seglum og plankinn genginn. Réttu mér bokkuna.

Nokkrir punktar

Ég er fúlskeggjaður. Fjögurra ára dóttur minni tókst það í gær sem ég afrekaði ekki sjálfur fyrr en ég var kominn fram á þriðja áratuginn: Að stífla klósettið. Án nokkurra hjálpartækja. Ég er svooo stoltur af henni. Vitiði, mér finnst nýja strætókerfið ekkert svo voðalegt. Nema það fer dálítið í mig að geta ekki séð …

„If you lived here you’d be home now and suicidal“

Nei djóg. Alltaf gaman að vera til. Bara dáldið önnum kafið stundum. Les: Viðþolslaust síðan um miðbik síðasta vetrar. En ég hálfpartinn missti vitið þarna á tímabili. Gullæði er líka hugarástand, ekki bara samfélagslegt fyrirbæri. Sjá pönnufyllina, skyldirðu nenna því. Allavega, þetta leið hjá. Og ég held að hausinn á mér sé á réttari stað …