Grand Prix der Volksmusik 2009: Svissneska forkeppnin

Næsta úrslitakeppni Grand Prix der Volksmusik fer fram að kveldi laugardagsins 29. ágúst í München. Þar munu keppa 16 lög, fjögur frá hverju þátttökulandanna. Nákvæmlega hvernig sigurvegarinn verður valinn veit ég ekki enn en geri ráð fyrir að símaatkvæðagreiðslur komi við sögu að einhverju leyti. Sent verður út beint og keppendur munu mæma af sannri …

Grand Prix der Volksmusik: Suður-Týról og Oswald Sattler

Árið 2000 voru ákveðin tímamót í Grand Prix der Volksmusik: Suður-Týrólar bættust í hóp Þjóðverja, Austurríkismanna og Svisslendinga og urðu fjórða þjóðin í keppninni. Þeir komu inn með miklu trukki og unnu strax í fyrstu atrennu; reyndar ekkert skrýtið, enda tefldu þeir fram ómótstæðilegri formúlu: Dúett Volksmusik-goðsagnarinnar Oswald Sattler og óþolandi krakkakrúttsins og appelsínuhöfuðsins Jantje …

Una fær svar

Unu hefur borist bréf. Nánar tiltekið í fyrradag. Og eins og ég lofaði birtist það hér: Liebe Una, entschuldige bitte, dass wir so lange gebraucht haben um dir zu antworten. Wir sind nach unserer Hochzeit gleich in Flitterwochen gefahren und haben nun eine Weile gebraucht, alles nachzuholen. Wir freuen uns rießig, dass du unseren Ballon …

Grand Prix der Volksmusik – kynning (fyrri hluti)

Sama ár og Ísland tók í fyrsta skipti þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tóku þrjár sjónvarpsstöðvar í hinum þýskumælandi hluta heimsins sig saman um að halda sína eigin söngvakeppni til eflingar þjóðlegrar tónlistar og annarra fagurra gilda. Hin þýska Zweites Deutsches Fernsehen (ZDF), Svissneska ríkissjónvarpið (Schweizer Fernsehen) og Österreichischer Rundfunk (ORF) slógu saman í keppni …

Kraftakveðskapur (snúið útúr gömlum húsgangi)

Grjóni kúldrast á kvíabekk með krimmum og glæpahundum. Engan skal hann matinn fá fyrr en hann skilar pundum. Og svo skilaði hann pundum. Honum var gefinn grautur í skál og gamalt tyggjó. Grjóni kúldrast á Kvíabryggjó. Bjöggi kúldrast á kvíabekk með krimmum og glæpaherfum. Engan skal hann matinn fá fyrr en hann skilar evrum. Og …

Landráðamaður ráðleggur (1. hluti): Þýskir vængir

Fyrir margt löngu furðaði ég mig á því að ekki væri unnið markvisst í því að halda til haga við hverja sé óhætt að skipta án þess að verið sé um leið að borga undir fólkið sem tók veð í börnunum okkar. Síðan þá hef ég ekki séð mikla burði í þá veruna. Mér var …