Þetta er bara spurning um prinsipp

Má til með að geta þess að ég fékk mér hinn erkitýpíska hádegisverð í dag: Schnitzel með Schwäbísku kartöflusalati. Og einhverslags hleypta mjólkurafurð á eftir sem var mjög ljúffeng. Ég mætti seint í kvöldmatinn þar sem ég sat frameftir á fundi. Sá var góður. Sem og kvöldmaturinn: Fiskistautar og soðnar kartöflur hjá frúnni. Við erum …

Matseld

Rétt í þessu hringdi eggjaklukkan að láta frúna vita að hún mætti taka hitapokana af hellunni. Það er víst öxlin. En það minnir mig á þá skelfingu að ég steingleymdi að geta þess hvað ég fékk í hádegismatinn í gær. Það var jú ástæða þess að ég settist niður við skriftirnar til að byrja með. …

Punktar frá Vestur-Þýskalandi

Merkilegt hvernig lífið gengur einhvernveginn í bylgjum alltafhreint. – – – Ég hef átt yndislegt sumarfrí frá því ég var hérna síðast: Svissnesku Alparnir, ítölsku Dólómítarnir, Suður-Týról, Svartiskógur og Rínardalurinn. Segið svo að maður noti ekki tækifærið til að skoða sig um meðan maður er hérna úti. – – – Það lítur æ meir út …