Haldið til poka

Ég er að hlusta á perluna hans Eiríks Fjalars um nútímastúlkuna Nönnu. Fyndnasta sköpunarverk Ladda fyrir utan kannski Grínverjann. Hafði ekki leitt að því hugann svo áratugum skipti þegar ég áttaði mig á því í gærkveldi að ég misskildi alltaf annað erindið hér í denn: Ekki er hún uppfull af hroka. Aldrei hún framar tranar …

Mig dreymdi um daginn að það væri búið að skipta um nafn á götunni okkar. Vegna allrar stigmatíseringarinnar í kringum umfjallanirnar um „Stóra Breiðavíkurmálið“ hafði einhver silkihúfan komið því í gegn að gatan okkar mátti ekki lengur heita Breiðavík – það gat bara valdið misskilningi. Í staðinn var búið að vinna eitthvað voðalega nútímalegt götuheiti, eitthvað mun asnalegra. …

Einu sinni var…

Ég átti alltaf eftir að segja frá því að ég fór í leikhús í nóvember síðastliðnum. Og varð djúpt snortinn. Mér liggur við að segja, ég varð fyrir „leiklistarupplifun.“ Varð uppnuminn. Dagskráin sem um ræðir hét „Einu sinni var…“ og var sett upp af leikfélaginu Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún samanstóð af 12 manns sem sátu …

Yfirlýsing

Auk þess má taka fram að ég og öll mín fjölskylda stendur einhuga með framlagi Gunna og Heiðu í úrslitum íslenska foratsins fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Afburðabesta lagið í ár.