Samræður um kvikmyndir yfir hádegismatnum á ónefndum alþjóðlegum vinnustað: Frakki: „Yes, the acting is exCELLent… There is this actress, she was in this movie, About a Boy, what is her name…“ Íslendingur: „Toni Collette?“ Frakki: „I don’t know…“ Íslendingur: „Australian actress…“ Frakki: „Yes, exACTly,  she has a funny face…“ (Þögn) Íslendingur: „Well, I thought you …

Trunt trunt

Bloggari dauðans liggur máske í vetrarmóki. Eins og sumir aðrir (og nefnum engin nöfn hér takk fyrir). En hann er greinilega ekki dauður úr öllum æðum og á hreint ansi magnaða fréttaúttekt á Kistunni sem orðin er nokkurra daga gömul en sem ég rambaði ekki á fyrr en núna rétt í þessu. Við lesturinn varð …

Dagur 7

(VARÚÐ: Viðkvæmum lesendum skal bent á að í þessari færslu verður minnst á líkamlegar fúnksjónir.) Við fórum norður um helgina. Það var ævintýraför mikil. Ferðin á föstudeginum tók meira en sjö tíma – við lögðum af stað fyrir klukkan fimm og vorum ekki komin norður fyrr en eftir miðnættið. Vesturlandsvegur var lokaður á tveimur stöðum …

Litl

Jæja. Ég var að renna augunum yfir blessaðan moggavefinn. Svona eins og maður gerir. Hélt ég hefði  fundið léttvægustu frétt dagsins í þessari hérna (sem annaðhvort Skapti eða Skafti hefði kallað nýja frétt um nýjar fornleifar): Eyrnalokkur finnst eftir að hafa verið týndur í 73  ár! En þurfti ekki að leita nema tveimur fyrirsögnum neðar …

Ammlis

Jæja. Það er bara fjögurra ára bloggafmæli. Ekki geri ég mikið í því. En á morgun er eitt af hinu taginu. Ekki stórt sosum, en þó ekki minna en svo að ég býð nokkrum vinum í hátíðarkvöldverð. Stefnt er á að matseðillinn verði eitthvað í þessa áttina: Forréttur: Grillaðir humarhalar með estragoni, hvítvíni og hvítlaukssmjöri …

Stella Blómkvist fundin?

Við hjónin lágum uppi í rúmi yfir jólabókunum milli jóla og nýárs. Eða, ég lá með jólabók (Sendiherrann eftir Braga Ólafs, skyldirðu spyrja) og frúin var að ljúka reyfaranum sem koma þurfti frá áður en byrjað var á jólabókaflóðinu: Morðinu í Rockville, eftir (og um) Stellu Blómkvist. Og einhvernveginn svo æxlaðist að við fórum enn …