ljóð (þýðing úr táknmáli)

Ég var á hjartnæmum tónleikum fyrr í kvöld: Tónleikum sem Félag heyrnarlausra hélt til að fagna því að Alþingi skyldi hafa viðurkennt íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra í vor sem leið. Heyrandi og heyrnarlausir listamenn fluttu tónlist hlið við hlið fyrir nánast fullri Langholtskirkju. Falleg stund. Hún minnti mig á dálítið. Mér varð hugsað til …

Ignóbelsverðlaunin 2011

Ignóbelsverðlaunin 2011 voru veitt við hátíðlega athöfn á fimmtudagskvöldið var. Eins og ég hef rakið á þessu bloggi á hverju einasta ári síðan ég byrjaði, þá eru þetta verðlaun sem kallast á við Nóbelsverðlaunin, en í stað þess að verðlauna það merkasta úr vísindaheiminum, þá eiga verðlaunahafarnir það sameiginlegt að hafa miðlað heiminum nýrri og …