Andheitið við deisja-vú

Ég fékk bréf í dag. Það var frá Íslenskri Erfðagreiningu, og bar titilinn „Boð um þátttöku í vísindarannsókn – Langtímarannsókn á minni.“ Það hófst á þessum orðum: Kæri viðtakandi Með þessu bréfi viljum við minna á fyrra samhljóðandi bréf sem þér var sent vegna rannsóknar okkar á minnissjúkdómum meðal Íslendinga… Og lengra komst ég ekki, …

Konan mín hittir naglann á höfuðið – hrós

„Þetta er eins og að eiga heima í kommúnistaríki,“ sagði konan mín þar sem við stóðum á stigaskörinni og opnuðum inn í íbúðina okkar. „Og vera ekki með skírteini í Flokknum.“ Og ég gat ekki annað en tekið heilshugar undir með henni. Von mín um breytingar til bóta er enn ósköp brothætt. En fer þó …

Nýir vendir flengja best

Eftir að ég frétti af afspurn (sbr. áramótaheit) tíðindi hádegisins hef ég verið hugsi. Og hvernig sem ég velti því fyrir mér (og þrátt fyrir að mér þyki leitt að heyra þetta fyrir hönd Geirs H. Haarde, svona persónulega), þá get ég ekki séð að þetta breyti neinu fyrir það sem mótmælendur hafa krafist til …