Heimsókn á hamfarasvæðin: Eilíf kvöl (dagar 6-7)

Sótti fyrri meinalíffræðitímann af tveimur á miðvikudagsmorgninum – þetta er jú meginástæðan fyrir því að við erum hérna. Fannst ég vera klárasti nemandinn á svæðinu (og kannski var ég það, ég veit það ekki). Þetta gekk allavega ágætlega. Vinnudagurinn þar á eftir fór hinsvegar fyrir lítið, þar sem ég þurfti að vera kominn heim um …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 3-5

Á sunnudeginum fórum við í ánægjulega heimsókn til Magnúsar og fjölskyldu um hádegisbilið. Á leiðinni til baka komum við við uppi í Spöng. Ég var sendur inn í Bónus að kaupa kvartkíló af púðursykri, sex glös af vanilludropum og hjartarsalt. Þar var ánægjulega lítið að gera. Algjör vitleysa að vera með lágvöruverðsverslun opna á sunnudegi. …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagur 2

Las viðtalið við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Fréttablaði gærdagsins með athygli. Verð að segja að bæði Katrín og Árni Páll hafa komið mér ánægjulega á óvart síðustu daga. Þótt ég sé ekki búinn að útiloka að fartin á greiðslujöfnunarfrumvarpinu hans Árna hafi leitt til þess að þar hafi gleymst inni eitthvað óttalegt klúður sem eigi …

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagur 1

Við lentum í Keflavík á fimmta tímanum í gær. Tengdaforeldrarnir biðu okkar eftir hóflegt stopp í fríhöfninni. Ég skoða orðið auglýsingarnar í flughafnarrampinum af mikilli athygli í hvert skipti sem ég fer þar í gegn. Mest áberandi voru „lífstíls“ auglýsingar frá 66°N og Cintamani. Hvort tveggja herferðir sem mér sýnist hafa skilað sér í vellukkuðu …

IgNóbel gærdagsins og leiðin útúr kreppunni

Eitt af fáu sem hefur verið árviss viðburður á þessu bloggi mínu síðan ég byrjaði fyrir meira en sex árum eru IgNóbelsverðlaunin, sem veitt eru árlega til að kallast á við Nóbelsverðlaunin og hampa rannsóknum sem fá okkur til að hlæja, og síðan til að hugsa. Ég sá fyrr í vikunni að Nóbelsverðlaunin eiga í …

Essasú?

Ég ætlaði að skrifa hérna eitthvað óvinsælt frá eigin hjarta um „Essasú“ myndina sem mér skilst að hafi farið ljósum logum um netheima undanfarið. Eitthvað í þá veruna að börnin okkar komi til með að borga fyrir IceSave hvað sem gert verður. Að þeir sem öskri um landráð að þeim sem vilja lágmarka þann skaða …