Grand Prix der Volksmusik 2010: Svissneska forkeppnin

Nú þegar Evróvisjónsöngvakeppninni er lokið leggjast allir unnendur vandaðrar dægurtónlistar í kör og vesaldóm þartil undirbúningur kemst á skrið fyrir keppnina að ári. Víðast hvar er ekki farið að huga að slíku fyrr en líða fer að jólum, eða þar uppúr, svo framundan er hálfsárslöng eyðimerkurganga fyrir söngvakeppnisfíkla. Nema maður sé svo heppinn að tilheyra …

Ort á leið heim úr vinnu

Fuglar syngja, krybbur kyrja, kátur heim ég greikka sporið. Á Íslandi fer brátt að byrja blessað seinniskipavorið. Á mig fellur sumarsnjór, sætlega ilmar gróandinn. Kannski ég fái mér kaldan bjór er kem ég heim, og glóaldin.

Heimsókn á hamfarasvæðin: Dagar 11-14 (og kosningauppgjör)

Jæja, þá er þetta bara að verða búið. Báðir dagarnir um helgina voru miklir maraðonsdagar. Á laugardeginum vorum við komin af stað fyrir hádegið. Báðar systurnar höfðu gist hvor hjá sinni vinkonunni um nóttina, og þannig hittist á að þær fóru hvor á sína hverfishátíðina með þeim um morguninn. Svo við hittum þær þar og …