Ég ætla í bíó í kvöld, til að halda upp á árangursríka viku í vinnu og einkaframa. Það er verið að sýna einhvessgnar skandinavískan glæpaþriller: Jar City, í Dagmarbíóinu. Mér líst vel á það, það lítur út fyrir að vera fín mynd.
Monthly Archives: ágúst 2008
Flissað í K (‘eimskööör!)
Ég er búinn að vera flissa yfir þessu annað veifið nánast alveg síðan ég ýtti á <Birta> og loggaði mig út þarna áðan. Lausnin rann upp fyrir mér (‘eimskööör!) þegar stokkurinn dældi á mig „The Kiss“ með Cure tvisvar sinnum í röð. Þá var eins og blessuð skepnan skildi. Ekki þar fyrir að ég hafi …
Vírað
Dagarnir líða við störf. Einn og hálfur tími í lest á morgnana. Einn og hálfur tími í lest á kvöldin. Matur í kantínunni í hádeginu. Brauðbollur með spægipylsu og niðursoðnum makríl í túmat á kvöldin. Parker Lewis, Jeremy Clarkson og ammríska útgáfan af Skrifstofunni. Lesið fyrir svefninn. Hringt heim umþaðbil daglega. Skæpað með hléum. – …
Íslendingar í Ham
Að gefnu tilefni verð ég að taka undir með forsetafrúnni, að Ísland er stórasta land í heimi. Og ég stenst ekki mátið að benda á að þarafleiðandi eigum við forsetafrú sem talar með stórustu tungu í heimi.
Íslensk fegurð
(rifjað upp í tilefni af kveðjustund) Þau voru á leið heim. Hún hafði ekið manni sínum og dætrum upp til Kaupmannahafnar. Fluginu hafði seinkað, það var enn góður tími til stefnu og hjónin ákváðu fyrir stelpurnar eftir aksturinn að eyða því sem eftir væri af deginum í Tívolí, þegar búið væri að ganga frá öllum …
Vil du være organdonor?
Sjónvarp, útvarp, gluggapóstur og veggspjöld á öllum betri almenningssamkomustöðum: Það langar alla að vita hvað ég ætla að gera við innyflin úr mér þegar ég er hættur að nota þau. Ekki það að neitt annað standi til en að hafa þau öll með sér heim í heilu lagi – ég á ekki von á að …
Sigurvegarar, fagurfræði bílslysa og Egill Helgason
Ég er að verða of góðu vanur. Á mínum fyrri vinnustað var sosum hægt að finna dýrindis sjálfmalandi kaffimaskínur vítt og breitt um bygginguna. Samt sótti maður alltaf mest í gömlu góðu uppáhellinguna niðri í matsal. Hér á CBS (nei, ekki þessu CBS, heldur þessu CBS) er bara um eitt að velja: Alvöru hágæðamaskínu sem …
Continue reading „Sigurvegarar, fagurfræði bílslysa og Egill Helgason“
Mamma, Sigur Rós, afi og kýrnar á Bjarnastöðum
Hvernig gat ég klikkað á þessu. Ég gleymdi að nefna hinn yndislega Oft spurði ég mömmu. Það er fegursta hugmynd sem þrykkt hefur verið á íslenskt plast á geisladiskaöld. – – – Það færðist í tal í hádegismatnum að krakkarnir í Sigur Rós væru að spila á Bít-festivalinu nú um helgi komanda. Sumir undruðust að …
Continue reading „Mamma, Sigur Rós, afi og kýrnar á Bjarnastöðum“
Grasekkill…
…eða, tjah, það er kannski að teygja á hugtakinu. En ég er nú einn í danska kotinu mínu (sem ber nafn með rentu) meðan kona og börn eru í tveggja nátta heimsókn til frændfólks í Árósum. – – – Ég keypti mér nokkra diska í fríhöfninni á leið út: Mugiboogie, Með suð í eyrum…, Von …